Hvar er kirkjan? Þórir Stephensen skrifar 12. september 2015 06:00 Hvar er kirkjan? Þannig spyrja menn í dag. Orsökin er fólksflóttinn frá hinum stríðshrjáðu löndum og hin mikla neyð, sem þetta fólk býr við. Já, hvar er kirkjan? Spurningunni er beint að kirkjunni sem stofnun, hinu píramídalagaða skipulagi frá einstaklingi um söfnuði og sóknarnefndir, um djákna, sóknarpresta og prófasta, og loks í biskupa og kirkjuþing á toppnum. Þetta er hin opinbera stofnun. Hún er stundum þung í vöfum og sein til, en þó munar mjög um hana þegar hún tekur sig til og virkjar kerfið, sem ég var að lýsa. En svo er einnig til önnur kirkja, og hún er í raun aðalmálið. Skilji ég hlutina rétt, túlkar spurningin ofannefnda ákveðna gagnrýni á kerfiskirkjuna. Menn virðast ekki hafa verið alveg nógu fljótir að átta sig. En ég held, að það komi ekki að sök, af því að hin kirkjan brást rétt við, já, svo yndislega, nánast eins og sjálfsprottið blóm, sem allt í einu springur út, hrífur heiminn með fegurð sinni og vill umvefja lífið í kringum sig öllum þeim kærleik, sem orka þess geymir. Já, hin kirkjan. Hver er hún? Hvar er hún? Hún er fólkið í landinu, sem hefur notið kristinnar boðunar í þúsund ár og fengið það í merg og bein og ekki síst inn í hugsun sína, að við erum öll bræður og systur, að mannkynið er ein fjölskylda, sem á sama föður, hvort sem við köllum hann Guð, Allah, Jahve eða eitthvað annað. Hver einstaklingur er í raun boðberi, þar sem aðalatriðið er: Miskunnsemi þrái ég … Kerfiskirkjan hefur því miður skipt sér upp í fjölda kirkjudeilda, sem kenna sig við Lúther, Róm, hvítasunnu, aðventu og svo margt annað. En aðalatriðið er fólkið, sem hefur lært Gullnu regluna: „Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“Æðri kraftur sem virkar Þetta er fólk sem hefur margreynt, að til er æðri kraftur, sem virkar. Það veit, að bænin er aðgangur okkar að honum. Hún þarf ekki alltaf að felast í orðum, hún þarf hins vegar ætíð að byggjast á sterkri hugsun. Fegurst er bænin, þegar hún birtist í verkum, sem verða öðrum til góðs, ekki síst ef þau breyta neyð í farsæld. Ef vel á að vera, þarf hver einasta athöfn mannsins að vera bæn um betri heim. Máttur bænarinnar er mikill. Kynslóðirnar væru ekki enn að leita í lindir hennar, ef þær hefðu farið þangað erindisleysu. Af hverju leita flóttamennirnir til Vesturlanda? Af því að þar er helst hjálp að fá. Vestræn menning hefur um aldir átt í hörpu sinni sterka strengi kristins bróðernis og samhjálpar. Það er þó því miður ekki algilt, en strengirnir eru til, þeir eru sterkir og þeir eflast mest þegar samfélagið sér hve miklu þeir geta áorkað til góðs. Ég þakka Guði fyrir fólkið, fyrir blómin, sem vaxa upp af fræjum, sem forfeðurnir hafa sáð í jarðveg þjóðarsálarinnar og bera nú fræ til framtíðar og fullþroska ávexti sem geta gjörbreytt lífi milljónanna, er eiga allt sitt undir okkur komið, því, hvernig við framkvæmum hinn dýrmæta boðskap: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þar sem þetta er iðkað af heilum hug, þar er kirkjan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Hvar er kirkjan? Þannig spyrja menn í dag. Orsökin er fólksflóttinn frá hinum stríðshrjáðu löndum og hin mikla neyð, sem þetta fólk býr við. Já, hvar er kirkjan? Spurningunni er beint að kirkjunni sem stofnun, hinu píramídalagaða skipulagi frá einstaklingi um söfnuði og sóknarnefndir, um djákna, sóknarpresta og prófasta, og loks í biskupa og kirkjuþing á toppnum. Þetta er hin opinbera stofnun. Hún er stundum þung í vöfum og sein til, en þó munar mjög um hana þegar hún tekur sig til og virkjar kerfið, sem ég var að lýsa. En svo er einnig til önnur kirkja, og hún er í raun aðalmálið. Skilji ég hlutina rétt, túlkar spurningin ofannefnda ákveðna gagnrýni á kerfiskirkjuna. Menn virðast ekki hafa verið alveg nógu fljótir að átta sig. En ég held, að það komi ekki að sök, af því að hin kirkjan brást rétt við, já, svo yndislega, nánast eins og sjálfsprottið blóm, sem allt í einu springur út, hrífur heiminn með fegurð sinni og vill umvefja lífið í kringum sig öllum þeim kærleik, sem orka þess geymir. Já, hin kirkjan. Hver er hún? Hvar er hún? Hún er fólkið í landinu, sem hefur notið kristinnar boðunar í þúsund ár og fengið það í merg og bein og ekki síst inn í hugsun sína, að við erum öll bræður og systur, að mannkynið er ein fjölskylda, sem á sama föður, hvort sem við köllum hann Guð, Allah, Jahve eða eitthvað annað. Hver einstaklingur er í raun boðberi, þar sem aðalatriðið er: Miskunnsemi þrái ég … Kerfiskirkjan hefur því miður skipt sér upp í fjölda kirkjudeilda, sem kenna sig við Lúther, Róm, hvítasunnu, aðventu og svo margt annað. En aðalatriðið er fólkið, sem hefur lært Gullnu regluna: „Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“Æðri kraftur sem virkar Þetta er fólk sem hefur margreynt, að til er æðri kraftur, sem virkar. Það veit, að bænin er aðgangur okkar að honum. Hún þarf ekki alltaf að felast í orðum, hún þarf hins vegar ætíð að byggjast á sterkri hugsun. Fegurst er bænin, þegar hún birtist í verkum, sem verða öðrum til góðs, ekki síst ef þau breyta neyð í farsæld. Ef vel á að vera, þarf hver einasta athöfn mannsins að vera bæn um betri heim. Máttur bænarinnar er mikill. Kynslóðirnar væru ekki enn að leita í lindir hennar, ef þær hefðu farið þangað erindisleysu. Af hverju leita flóttamennirnir til Vesturlanda? Af því að þar er helst hjálp að fá. Vestræn menning hefur um aldir átt í hörpu sinni sterka strengi kristins bróðernis og samhjálpar. Það er þó því miður ekki algilt, en strengirnir eru til, þeir eru sterkir og þeir eflast mest þegar samfélagið sér hve miklu þeir geta áorkað til góðs. Ég þakka Guði fyrir fólkið, fyrir blómin, sem vaxa upp af fræjum, sem forfeðurnir hafa sáð í jarðveg þjóðarsálarinnar og bera nú fræ til framtíðar og fullþroska ávexti sem geta gjörbreytt lífi milljónanna, er eiga allt sitt undir okkur komið, því, hvernig við framkvæmum hinn dýrmæta boðskap: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þar sem þetta er iðkað af heilum hug, þar er kirkjan.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun