Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2015 20:20 Allar spár um fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll undanfarin misseri hafa vanmetið fjölgunina og nú er talið að farþegar verði orðnir sex milljónir á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir miklum vexti í alls konar starfsemi á flugvallarsvæðinu á komandi árum. Í fréttum okkar í gær greindum við frá áætlunum Isavía um stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, með framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á næstu fimm til sex árum. Fjölgun ferðamanna til Íslands sem og farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli hefur verið miklu meiri undanfarin nokkur ár en nokkrar spár sögðu til um og nú bráðliggur nánast á að stækka flugstöðina. Óttast menn ekkert að vinsældir Íslands og Keflavíkurflugvallar gæti verið bóla sem springur í andlitið á ykkur? „Við erum auðvitað að passa það með því að taka þetta í bitum. Þannig að við munum gera þetta af alvöru. Við erum ekki að gera þetta bara til að byggja einhverja skýjaborg. Þannig að við munum passa það að fara ekki of langt,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavía. En ný þróunaráætlun flugvallarins gerir einmitt ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar og allrar annarrar aðstöðu í skilgreindum áföngum. Þótt draga myndi úr fjölgun ferðamanna til Íslands sé mikil fjölgun á farþegum á leið yfir Atlantshafið með millilendingu í Keflavík. Einnig sé stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi um flugvöllinn. Í þróunaráætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu svo kallaðrar Airport City við flugvöllinn, eða byggðar fyrir alls kyns fyrirtæki og þjónustu. „Airport City er hugtak sem er notað um starfsemi sem nýtur góðs af nærveru við flugvöll. Það getur bæði verið léttiðnaður, skrifstofur eða ráðstefnusalir. Við erum með hótelpælingar á svæðinu líka. En þetta er líka spurning um að menn noti ímyndunaraflið og komi með mismunandi atvinnugreinar þarna inn. Það er mjög mismunandi hvernig þetta er. Til dæmis í Amsterdam er stórt svæði af þessari tegund,“ segir Björn Óli. Ef þróunaráætlunin gangi öll eftir fram til ársins 2040 segir Björn Óli að allt að 60 þúsund manns gætu haft atvinnu af afleiddum störfum vegna starfsemi flugvallarins. Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31 Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Allar spár um fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll undanfarin misseri hafa vanmetið fjölgunina og nú er talið að farþegar verði orðnir sex milljónir á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir miklum vexti í alls konar starfsemi á flugvallarsvæðinu á komandi árum. Í fréttum okkar í gær greindum við frá áætlunum Isavía um stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, með framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á næstu fimm til sex árum. Fjölgun ferðamanna til Íslands sem og farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli hefur verið miklu meiri undanfarin nokkur ár en nokkrar spár sögðu til um og nú bráðliggur nánast á að stækka flugstöðina. Óttast menn ekkert að vinsældir Íslands og Keflavíkurflugvallar gæti verið bóla sem springur í andlitið á ykkur? „Við erum auðvitað að passa það með því að taka þetta í bitum. Þannig að við munum gera þetta af alvöru. Við erum ekki að gera þetta bara til að byggja einhverja skýjaborg. Þannig að við munum passa það að fara ekki of langt,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavía. En ný þróunaráætlun flugvallarins gerir einmitt ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar og allrar annarrar aðstöðu í skilgreindum áföngum. Þótt draga myndi úr fjölgun ferðamanna til Íslands sé mikil fjölgun á farþegum á leið yfir Atlantshafið með millilendingu í Keflavík. Einnig sé stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi um flugvöllinn. Í þróunaráætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu svo kallaðrar Airport City við flugvöllinn, eða byggðar fyrir alls kyns fyrirtæki og þjónustu. „Airport City er hugtak sem er notað um starfsemi sem nýtur góðs af nærveru við flugvöll. Það getur bæði verið léttiðnaður, skrifstofur eða ráðstefnusalir. Við erum með hótelpælingar á svæðinu líka. En þetta er líka spurning um að menn noti ímyndunaraflið og komi með mismunandi atvinnugreinar þarna inn. Það er mjög mismunandi hvernig þetta er. Til dæmis í Amsterdam er stórt svæði af þessari tegund,“ segir Björn Óli. Ef þróunaráætlunin gangi öll eftir fram til ársins 2040 segir Björn Óli að allt að 60 þúsund manns gætu haft atvinnu af afleiddum störfum vegna starfsemi flugvallarins.
Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31 Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31
Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00