Nýr Nissan Leaf með 200 km drægni í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:26 Nissan Leaf Bandaríska bílatímaritið Automative News greinir frá því að ný kynslóð Nissan Leaf verði kynntur í ágúst og þar fari bíll með 200 km akstursdrægni, þ.e. umtalsvert meiri drægni en í núverandi bíl sem er með um 135 km drægni. Rafhlöður bílsins stækka ekki heldur nær Nissan að kreista meira út úr þeim og þær geta nú geymt 30 kílówattstundir í stað 24 kílówattstunda áður. Blaðamenn Automative News halda því reyndar fram að drægni nýs Leaf verði aldrei meiri en 170-180 kílómetrar, en það ætti hvort sem er að duga flestum til daglegra nota. Sala Nissan Leaf féll um 25% á fyrstu 5 mánuðum ársins í ár í Bandaríkjunum, þó svo salan hafi verið ágæt í Evrópu. Ástæða þessa er það lága bensínverð sem er nú vestanhafs og kaupendur meta því rafmagnsbíla þar minna en Evrópubúar. Nissan hefur nú þegar hafið prófanir á næstu kynslóð Leaf sem á að hafa svo mikla drægni sem 500 kílómetra. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent
Bandaríska bílatímaritið Automative News greinir frá því að ný kynslóð Nissan Leaf verði kynntur í ágúst og þar fari bíll með 200 km akstursdrægni, þ.e. umtalsvert meiri drægni en í núverandi bíl sem er með um 135 km drægni. Rafhlöður bílsins stækka ekki heldur nær Nissan að kreista meira út úr þeim og þær geta nú geymt 30 kílówattstundir í stað 24 kílówattstunda áður. Blaðamenn Automative News halda því reyndar fram að drægni nýs Leaf verði aldrei meiri en 170-180 kílómetrar, en það ætti hvort sem er að duga flestum til daglegra nota. Sala Nissan Leaf féll um 25% á fyrstu 5 mánuðum ársins í ár í Bandaríkjunum, þó svo salan hafi verið ágæt í Evrópu. Ástæða þessa er það lága bensínverð sem er nú vestanhafs og kaupendur meta því rafmagnsbíla þar minna en Evrópubúar. Nissan hefur nú þegar hafið prófanir á næstu kynslóð Leaf sem á að hafa svo mikla drægni sem 500 kílómetra.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent