Innlent

Styrkja gerð handbókar um bætt aðgengi fatlaðra að ferðamannastöðum

Atli Ísleifsson skrifar
Gullfoss.
Gullfoss. Vísir/Pjetur
Félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra hafa ákveðið að styrkja verkefni um gerð handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila ríkja í Norður-Atlantshafi um fjórar milljónir króna.

Markmiðið er að bæta aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum og mun handbókin innihalda viðmiðunarreglur sem eigi að auðvelda ferðaþjónustuaðilum að bæta aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu sem veitt er ferðamönnum.

Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að handbókin sé samstarfsverkefni þriggja landa í Norður-Atlantshafi – Grænlands, Færeyja og Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×