BMW með metmánuð Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 09:00 BMW X1 jepplingurinn. Þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW hefur aldrei selt jafn marga bíla í október og nú. Salan nam 164.915 bílum og jókst um 6,3% á milli ára. Auk þess seldust 26.392 Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Sala Mini bíla gekk ekki eins vel og á BMW bílum í október og minnkaði um 8,5% á milli ára. Góð sala á BMW bílum er helst að þakka góðri sölu á jepplingum og jeppum BMW, sem og á nýrri BMW 7-línu. Mikil eftirspurn er eftir nýja BMW X1 jepplingnum og einnig góð sala í BMW X3 og X5. Heildarsala BMW og Mini á árinu er 1,84 milljónir bíla og hefur vaxið um 7%. Er salan upp um 5,8% á BMW og 15% á Mini. Mestur vöxtur hefur orðið í Evrópu, eða um 10%, en í Bandaríkjunum er hann 5,4% og 2,3% í Kína, en þar hefur heldur betur hægst á vexti í bílasölu á árinu. BMW seldi 2.553 eintök af rafmagnsbílunum i3 og i5 í október og heildarsalan á þeim á árinu er komin uppí 23.133 bíla. Nemur þessi aukning um 80% frá fyrra ári. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW hefur aldrei selt jafn marga bíla í október og nú. Salan nam 164.915 bílum og jókst um 6,3% á milli ára. Auk þess seldust 26.392 Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Sala Mini bíla gekk ekki eins vel og á BMW bílum í október og minnkaði um 8,5% á milli ára. Góð sala á BMW bílum er helst að þakka góðri sölu á jepplingum og jeppum BMW, sem og á nýrri BMW 7-línu. Mikil eftirspurn er eftir nýja BMW X1 jepplingnum og einnig góð sala í BMW X3 og X5. Heildarsala BMW og Mini á árinu er 1,84 milljónir bíla og hefur vaxið um 7%. Er salan upp um 5,8% á BMW og 15% á Mini. Mestur vöxtur hefur orðið í Evrópu, eða um 10%, en í Bandaríkjunum er hann 5,4% og 2,3% í Kína, en þar hefur heldur betur hægst á vexti í bílasölu á árinu. BMW seldi 2.553 eintök af rafmagnsbílunum i3 og i5 í október og heildarsalan á þeim á árinu er komin uppí 23.133 bíla. Nemur þessi aukning um 80% frá fyrra ári.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent