Evrópa Baldur Þórhallsson skrifar 14. janúar 2015 00:00 Menningu okkar og öryggi stendur ógn af vaxandi styrk hægri öfgaflokka og hryðjuverkahópa. Spurt er um alla Evrópu hvernig bregðast eigi við þessari ógn? Svörin er mörg og margslungin. Hefðbundnar öryggisráðstafanir eru mikilvægar en duga skammt. Einfaldar lausnir eins og lokun landamæra og ákall um einsleitara samfélag hafa aðdráttarafl en eru tímaskekkja. Þær leiða ekki til langtímalausna. Mikilvægast er að bregðast við þessari ógn efnahags- og menningarlega. Í fyrsta lagi er grundvallaratriði að missa ekki sjónar á þeim menningarlegu gildum sem sameina okkur. Umræða um trúmál á ekki að yfirskyggja umræðu um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda. Við verðum að ávarpa af krafti mikilvægi tjáningarfrelsis og frelsis einstaklingsins. Við verðum að hampa mikilvægi veraldlegrar stjórnunar og hafna með skýrum hætti stjórnarfari sem byggir á trúarsetningum. Hafna verður opinberri trúarinnrætingu. Á sama tíma er grundvallaratriði að virða trúfrelsi einstaklinga sem er ein af grunnstoðum vestrænna lýðræðisríkja. Í öðru lagi verður að tryggja þær efnahagslegu stoðir sem vestrænt samfélag byggir á, frjálst markaðshagkerfi og velferðarkerfið. Ríki Evrópu verða að taka af miklu meiri festu á atvinnuleysi ungs fólks og skorti á tækifærum til menntunar. Koma verður í veg fyrir að heilu samfélagshóparnir einangrist í fátækt og í samtali við sjálfa sig. Fjölmenningarsamfélög, eins og Ísland, verða að koma á skipulögðum samskiptum á milli ungmenna af ólíkum uppruna. Stjórnun samfélagsins og borgarskipulag verður að taka mið af mikilvægi samskipta ólíkra hópa. Draga verður úr vaxandi misskiptingu. Að lokum. Hægri öfgamenn beina í vaxandi mæli gagnrýni sinni að möguleikum og frelsi okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins til að flytja milli landa í leit að atvinnu og menntun. Aukin áhersla Evrópusambandsins á mannréttindi og frelsi einstaklinga er þeim einnig þyrnir í augum. Með samvinnu ólíkra hópa innan einstakra ríkja og milli þeirra í Evrópusambandinu má draga úr árekstrum, skapa ný tækifæri, bæta menntun og lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Menningu okkar og öryggi stendur ógn af vaxandi styrk hægri öfgaflokka og hryðjuverkahópa. Spurt er um alla Evrópu hvernig bregðast eigi við þessari ógn? Svörin er mörg og margslungin. Hefðbundnar öryggisráðstafanir eru mikilvægar en duga skammt. Einfaldar lausnir eins og lokun landamæra og ákall um einsleitara samfélag hafa aðdráttarafl en eru tímaskekkja. Þær leiða ekki til langtímalausna. Mikilvægast er að bregðast við þessari ógn efnahags- og menningarlega. Í fyrsta lagi er grundvallaratriði að missa ekki sjónar á þeim menningarlegu gildum sem sameina okkur. Umræða um trúmál á ekki að yfirskyggja umræðu um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda. Við verðum að ávarpa af krafti mikilvægi tjáningarfrelsis og frelsis einstaklingsins. Við verðum að hampa mikilvægi veraldlegrar stjórnunar og hafna með skýrum hætti stjórnarfari sem byggir á trúarsetningum. Hafna verður opinberri trúarinnrætingu. Á sama tíma er grundvallaratriði að virða trúfrelsi einstaklinga sem er ein af grunnstoðum vestrænna lýðræðisríkja. Í öðru lagi verður að tryggja þær efnahagslegu stoðir sem vestrænt samfélag byggir á, frjálst markaðshagkerfi og velferðarkerfið. Ríki Evrópu verða að taka af miklu meiri festu á atvinnuleysi ungs fólks og skorti á tækifærum til menntunar. Koma verður í veg fyrir að heilu samfélagshóparnir einangrist í fátækt og í samtali við sjálfa sig. Fjölmenningarsamfélög, eins og Ísland, verða að koma á skipulögðum samskiptum á milli ungmenna af ólíkum uppruna. Stjórnun samfélagsins og borgarskipulag verður að taka mið af mikilvægi samskipta ólíkra hópa. Draga verður úr vaxandi misskiptingu. Að lokum. Hægri öfgamenn beina í vaxandi mæli gagnrýni sinni að möguleikum og frelsi okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins til að flytja milli landa í leit að atvinnu og menntun. Aukin áhersla Evrópusambandsins á mannréttindi og frelsi einstaklinga er þeim einnig þyrnir í augum. Með samvinnu ólíkra hópa innan einstakra ríkja og milli þeirra í Evrópusambandinu má draga úr árekstrum, skapa ný tækifæri, bæta menntun og lífskjör.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar