Er enn eitt stríð lausnin? Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Nú berast fréttir af voðaverkum Íslamska ríkisins (áður ISIS) sem eru að sönnu ógeðfelldar og hrottafengnar og hljóta að vekja viðurstyggð. Eðlilegt er að allir spyrji sig hvernig sé hægt að bregðast við. Obama Bandaríkjaforseti hefur talað um að nýtt stríð sé að hefjast í Írak og nærliggjandi svæðum með loftárásum Bandaríkjahers og fleiri aðila. Það eru vissulega viðbrögð en eru þau líkleg til árangurs til að tryggja frið á svæðinu og stemma stigu við vexti ISIS og annarra slíkra öfgaafla? Því miður er það svo að sagan kennir okkur að aukinn hernaður af þeim toga sem nú er rætt um leysir sjaldan þann vanda sem er fyrir hendi heldur skapar önnur og stundum verri vandamál. Þannig halda margir sérfræðingar því fram að Íslamska ríkið sé óumdeilanlega skilgetið afkvæmi innrásarinnar í Írak árið 2003 og annars hernaðar Vesturlanda á svæðinu. Og þessi átök virðast vera enn eitt dæmið um þann hugsunarhátt sem gerir það að verkum að við verðum með reglubundnum hætti að grípa til hernaðar til þess að bæta þann skaða sem síðasti hernaður orsakaði. Til eru þeir sem telja loftárásir lausn á öllum vanda, hernaðarvélin kallar á þau viðhorf. Fullvíst má hins vegar telja að til lengri tíma verði loftárásir og annar hernaður gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins til þess að ýta undir enn frekari ófrið og óstöðugleika í Írak og nærliggjandi svæðum. Það er því kominn tími til að talað sé fyrir öðrum leiðum í baráttunni fyrir friði. Þar má nefna skynsamlega beitingu fjármuna til uppbyggingar á átakasvæðum og að loka á peninga- og vopnastreymi til þeirra sem beita ofbeldi gagnvart saklausum borgurum sem og stuðningsmanna þeirra. Í þessu sambandi má minna á að á fjárlögum Íslands fyrir 2015 er enn ekki staðið við gefin loforð um þróunaraðstoð. Þegar kemur að fjárkvabbi frá Atlantshafsbandalaginu eru ráðamenn hins vegar ávallt tilbúnir að seilast dýpra í vasa almennings. Sem er synd, því aukin áhersla á þróunarsamvinnu hefði verið öflugra framlag til að rjúfa vítahring ofbeldis og hernaðar sem alltof stór hluti mannkyns glímir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mið-Austurlönd Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af voðaverkum Íslamska ríkisins (áður ISIS) sem eru að sönnu ógeðfelldar og hrottafengnar og hljóta að vekja viðurstyggð. Eðlilegt er að allir spyrji sig hvernig sé hægt að bregðast við. Obama Bandaríkjaforseti hefur talað um að nýtt stríð sé að hefjast í Írak og nærliggjandi svæðum með loftárásum Bandaríkjahers og fleiri aðila. Það eru vissulega viðbrögð en eru þau líkleg til árangurs til að tryggja frið á svæðinu og stemma stigu við vexti ISIS og annarra slíkra öfgaafla? Því miður er það svo að sagan kennir okkur að aukinn hernaður af þeim toga sem nú er rætt um leysir sjaldan þann vanda sem er fyrir hendi heldur skapar önnur og stundum verri vandamál. Þannig halda margir sérfræðingar því fram að Íslamska ríkið sé óumdeilanlega skilgetið afkvæmi innrásarinnar í Írak árið 2003 og annars hernaðar Vesturlanda á svæðinu. Og þessi átök virðast vera enn eitt dæmið um þann hugsunarhátt sem gerir það að verkum að við verðum með reglubundnum hætti að grípa til hernaðar til þess að bæta þann skaða sem síðasti hernaður orsakaði. Til eru þeir sem telja loftárásir lausn á öllum vanda, hernaðarvélin kallar á þau viðhorf. Fullvíst má hins vegar telja að til lengri tíma verði loftárásir og annar hernaður gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins til þess að ýta undir enn frekari ófrið og óstöðugleika í Írak og nærliggjandi svæðum. Það er því kominn tími til að talað sé fyrir öðrum leiðum í baráttunni fyrir friði. Þar má nefna skynsamlega beitingu fjármuna til uppbyggingar á átakasvæðum og að loka á peninga- og vopnastreymi til þeirra sem beita ofbeldi gagnvart saklausum borgurum sem og stuðningsmanna þeirra. Í þessu sambandi má minna á að á fjárlögum Íslands fyrir 2015 er enn ekki staðið við gefin loforð um þróunaraðstoð. Þegar kemur að fjárkvabbi frá Atlantshafsbandalaginu eru ráðamenn hins vegar ávallt tilbúnir að seilast dýpra í vasa almennings. Sem er synd, því aukin áhersla á þróunarsamvinnu hefði verið öflugra framlag til að rjúfa vítahring ofbeldis og hernaðar sem alltof stór hluti mannkyns glímir við.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun