Öruggur Snæfellssigur | Gömlu mennirnir góðir í sigri Keflavíkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2014 21:05 Sigurður Þorvaldsson skoraði 13 stig í sigri Snæfells í kvöld. Vísir/Andri Marinó Snæfell vann öruggan sigur á nýliðum Fjölnis, 84-65, í Stykkishólmi í fyrstu umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Hólmarar byrjuðu betur og leiddu með sex stigum, 21-16, eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu svo í horfinu í öðrum leikhluta, en staðan í hálfleik var 38-31, Snæfelli í vil. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og um miðjan þriðja leikhluta leiddu þeir með 17 stigum, 53-36. Fjölnismönnum tókst ekki að koma eftir þessa erfiðu byrjun á seinni hálfleiknum og Snæfell vann að lokum 19 stiga sigur, 84-65.Willy Nelson átti frábæran leik fyrir Snæfell, en hann skoraði 30 stig og tók 19 fráköst. Austin Magnús Bracey skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu 13 stig hvor.Daron Lee Sims skoraði 26 stig og tók 10 fráköst í liði Fjölnis og þá skoraði Arnþór Freyr Guðmundsson 13 stig og tók níu fráköst. Keflavík, sem lék sinn fyrsta deildarleik undir stjórn Helga Jónasar Guðfinnssonar, vann fimm stiga sigur, 65-70, á Skallagrími í Borgarnesi. Staðan var hnífjöfn lengst af; 18-19 eftir fyrsta leikhluta, 31-31 í hálfleik og 50-50 fyrir fjórða leikhluta. Þar reyndust Keflvíkingar hins vegar sterkari. Þeir náðu átta stiga forystu, 51-59, um miðjan leikhlutann, en Skallarnir náðu að minnka muninn í eitt stig, 65-66, þegar 40 sekúndur voru eftir. Guðmundur Jónsson og Damon Johnson tryggðu Keflvíkingum svo sigurinn með fjórum stigum af vítalínunni. Guðmundur og Damon voru stigahæstir í liði Keflavíkur með 18 stig hvor. Þá skoraði Gunnar Einarsson, sem tók skóna úr hillunni fyrir tímabilið, 15 stig.Tracy Smith var atkvæðamestur í liði Skallagríms með 28 stig og 16 fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Utan vallar: Vonandi ekki 1+11 deildin Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum en margir bíða spenntir eftir því hvaða áhrif miklar mannabreytingar hafa á gang mála í karlakörfunni í vetur. 9. október 2014 08:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR- Njarðvík 92-78 | Auðveldur sigur hjá KR KR vann flottan sigur á Njarðvík, 92-78, í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í Vesturbænum. Michael Craion var atkvæðamestur í liði KR með 29 stig og tók 18 fráköst, magnaður leikur hjá honum. 9. október 2014 14:50 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 80-85 | Nýliðarnir byrja á sigri Tindastóll vann Stjörnuna í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var virkilega kaflaskiptur. Lokatölur 80-83. 9. október 2014 14:51 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Snæfell vann öruggan sigur á nýliðum Fjölnis, 84-65, í Stykkishólmi í fyrstu umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Hólmarar byrjuðu betur og leiddu með sex stigum, 21-16, eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu svo í horfinu í öðrum leikhluta, en staðan í hálfleik var 38-31, Snæfelli í vil. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og um miðjan þriðja leikhluta leiddu þeir með 17 stigum, 53-36. Fjölnismönnum tókst ekki að koma eftir þessa erfiðu byrjun á seinni hálfleiknum og Snæfell vann að lokum 19 stiga sigur, 84-65.Willy Nelson átti frábæran leik fyrir Snæfell, en hann skoraði 30 stig og tók 19 fráköst. Austin Magnús Bracey skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu 13 stig hvor.Daron Lee Sims skoraði 26 stig og tók 10 fráköst í liði Fjölnis og þá skoraði Arnþór Freyr Guðmundsson 13 stig og tók níu fráköst. Keflavík, sem lék sinn fyrsta deildarleik undir stjórn Helga Jónasar Guðfinnssonar, vann fimm stiga sigur, 65-70, á Skallagrími í Borgarnesi. Staðan var hnífjöfn lengst af; 18-19 eftir fyrsta leikhluta, 31-31 í hálfleik og 50-50 fyrir fjórða leikhluta. Þar reyndust Keflvíkingar hins vegar sterkari. Þeir náðu átta stiga forystu, 51-59, um miðjan leikhlutann, en Skallarnir náðu að minnka muninn í eitt stig, 65-66, þegar 40 sekúndur voru eftir. Guðmundur Jónsson og Damon Johnson tryggðu Keflvíkingum svo sigurinn með fjórum stigum af vítalínunni. Guðmundur og Damon voru stigahæstir í liði Keflavíkur með 18 stig hvor. Þá skoraði Gunnar Einarsson, sem tók skóna úr hillunni fyrir tímabilið, 15 stig.Tracy Smith var atkvæðamestur í liði Skallagríms með 28 stig og 16 fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Utan vallar: Vonandi ekki 1+11 deildin Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum en margir bíða spenntir eftir því hvaða áhrif miklar mannabreytingar hafa á gang mála í karlakörfunni í vetur. 9. október 2014 08:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR- Njarðvík 92-78 | Auðveldur sigur hjá KR KR vann flottan sigur á Njarðvík, 92-78, í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í Vesturbænum. Michael Craion var atkvæðamestur í liði KR með 29 stig og tók 18 fráköst, magnaður leikur hjá honum. 9. október 2014 14:50 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 80-85 | Nýliðarnir byrja á sigri Tindastóll vann Stjörnuna í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var virkilega kaflaskiptur. Lokatölur 80-83. 9. október 2014 14:51 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Utan vallar: Vonandi ekki 1+11 deildin Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum en margir bíða spenntir eftir því hvaða áhrif miklar mannabreytingar hafa á gang mála í karlakörfunni í vetur. 9. október 2014 08:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR- Njarðvík 92-78 | Auðveldur sigur hjá KR KR vann flottan sigur á Njarðvík, 92-78, í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í Vesturbænum. Michael Craion var atkvæðamestur í liði KR með 29 stig og tók 18 fráköst, magnaður leikur hjá honum. 9. október 2014 14:50
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 80-85 | Nýliðarnir byrja á sigri Tindastóll vann Stjörnuna í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var virkilega kaflaskiptur. Lokatölur 80-83. 9. október 2014 14:51