Er tónlistin óþörf eða er hún uppbyggjandi afl? Stefán Edelstein skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Nú stendur yfir verkfall tónlistarskólakennara sem eru í FT (Félagi tónlistarskólakennara) sem er deild innan Kennarasambands Íslands. Kröfur þessa hóps eru að laun þeirra verði sambærileg við laun grunnskólakennara og leikskólakennara. Þær kröfur eru réttmætar og sjálfsagðar. Það er staðreynd að þegar á að tjalda einhverju til hjá opinberum aðilum þá eru þeir viðburðir iðulega skreyttir með tónlistaratriðum, það er talið ómissandi. Það er merkilegt að þegar rætt er um tónlist og tónlistaruppeldi gleymist iðulega að tónlistarlíf á Íslandi getur af sér tekjur sem eru umtalsverðar. Einnig hefur Ísland skorað mörk í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, bæði á klassíska sviðinu og á sviði rokk- og popptónlistar. Nóg er að minnast þar á frammistöðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, einnig á nöfn eins og Björk, Sigurrós o.s.frv. Hvað með Airwaves sem er sannkallaður gullkálfur í tekjuöflun gjaldeyris? Nú legg ég eftirfarandi til: Afnemum þessa óþörfu tónlist í eina viku úr öllum viðburðum og öllum fjölmiðlum. Þurrkum út alla tónlistarþætti á RÚV og öllum hinum stöðvunum. Engin leikin tónlist með auglýsingum. Látum Íslenska dansflokkinn sýna ballett án tónlistar. Látum söngvarana í Don Carlo „mæma“ sönginn á sviðinu og gefum SÍ frí í gryfjunni. Höfum þögn á jarðarförum, brúðkaupum og í guðsþjónustum. Afnemum tónlistarflutning í sambandi við íþróttaviðburði. Látum börnin iðka skautaíþróttina án tónlistarundirleiks. Látum ballettskólana kenna börnum ballett án tónlistar og dansskólana kenna þöglan dans. Leggjum niður sinfóníuhljómsveitartónleika. Hættum við þá ótal tónleika sem haldnir eru í hverri viku í Reykjavík og einnig á landsbyggðinni.Raunhæfar launakröfur Hvernig ætli sú vika verði í augum og eyrum landsmanna? Myndi landsmönnum ekki bregða og myndu ráðamenn hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) ef til vill gera sér grein fyrir því að launakröfur rúmlega 500 tónlistarskólakennara eru í ljósi alls þessa ekki svo yfirgengilegar heldur raunhæfar? Hér á árum áður var samið frægt lag í söngleiknum Cabaret sem heitir „Money Makes The World Go Round“. Ég legg til að tónskáld þjóðarinnar spreyti sig á því að semja lag sem kemur til með að heita „Music Makes The World Go Round“ og láti semja góðan íslenskan texta við það. Þetta lag gæti orðið baráttusöngur íslenskra tónlistarmanna þegar og ef þeir þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Gríski heimspekingurinn Plato skrifaði (lausleg þýðing): „Tónlist er lögmál siðgæðis. Hún gefur alheiminum andann, sálinni vængi, lyftir ímyndunaraflinu......“ Aristoteles skráði: „Tónlist getur mótað hjartalag okkar. Sé því á þann veg háttað er ljóst, að við hljótum að veita æskulýð okkar slíka menntun“. Þessi orð voru skráð fyrir rúmum 2000 árum. Þau gætu ekki verið betur sögð árið 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir verkfall tónlistarskólakennara sem eru í FT (Félagi tónlistarskólakennara) sem er deild innan Kennarasambands Íslands. Kröfur þessa hóps eru að laun þeirra verði sambærileg við laun grunnskólakennara og leikskólakennara. Þær kröfur eru réttmætar og sjálfsagðar. Það er staðreynd að þegar á að tjalda einhverju til hjá opinberum aðilum þá eru þeir viðburðir iðulega skreyttir með tónlistaratriðum, það er talið ómissandi. Það er merkilegt að þegar rætt er um tónlist og tónlistaruppeldi gleymist iðulega að tónlistarlíf á Íslandi getur af sér tekjur sem eru umtalsverðar. Einnig hefur Ísland skorað mörk í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, bæði á klassíska sviðinu og á sviði rokk- og popptónlistar. Nóg er að minnast þar á frammistöðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, einnig á nöfn eins og Björk, Sigurrós o.s.frv. Hvað með Airwaves sem er sannkallaður gullkálfur í tekjuöflun gjaldeyris? Nú legg ég eftirfarandi til: Afnemum þessa óþörfu tónlist í eina viku úr öllum viðburðum og öllum fjölmiðlum. Þurrkum út alla tónlistarþætti á RÚV og öllum hinum stöðvunum. Engin leikin tónlist með auglýsingum. Látum Íslenska dansflokkinn sýna ballett án tónlistar. Látum söngvarana í Don Carlo „mæma“ sönginn á sviðinu og gefum SÍ frí í gryfjunni. Höfum þögn á jarðarförum, brúðkaupum og í guðsþjónustum. Afnemum tónlistarflutning í sambandi við íþróttaviðburði. Látum börnin iðka skautaíþróttina án tónlistarundirleiks. Látum ballettskólana kenna börnum ballett án tónlistar og dansskólana kenna þöglan dans. Leggjum niður sinfóníuhljómsveitartónleika. Hættum við þá ótal tónleika sem haldnir eru í hverri viku í Reykjavík og einnig á landsbyggðinni.Raunhæfar launakröfur Hvernig ætli sú vika verði í augum og eyrum landsmanna? Myndi landsmönnum ekki bregða og myndu ráðamenn hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) ef til vill gera sér grein fyrir því að launakröfur rúmlega 500 tónlistarskólakennara eru í ljósi alls þessa ekki svo yfirgengilegar heldur raunhæfar? Hér á árum áður var samið frægt lag í söngleiknum Cabaret sem heitir „Money Makes The World Go Round“. Ég legg til að tónskáld þjóðarinnar spreyti sig á því að semja lag sem kemur til með að heita „Music Makes The World Go Round“ og láti semja góðan íslenskan texta við það. Þetta lag gæti orðið baráttusöngur íslenskra tónlistarmanna þegar og ef þeir þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Gríski heimspekingurinn Plato skrifaði (lausleg þýðing): „Tónlist er lögmál siðgæðis. Hún gefur alheiminum andann, sálinni vængi, lyftir ímyndunaraflinu......“ Aristoteles skráði: „Tónlist getur mótað hjartalag okkar. Sé því á þann veg háttað er ljóst, að við hljótum að veita æskulýð okkar slíka menntun“. Þessi orð voru skráð fyrir rúmum 2000 árum. Þau gætu ekki verið betur sögð árið 2014.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun