Skildi mikið eftir sig að fara til Úkraínu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2014 14:30 Högni segir Sjálfstætt fólk mikla og fagra sögu. mynd/sagasig „Það er gaman að vera á tónleikaferðalagi og þú drepur niður fæti á mismunandi jarðir og áttar þig á að það er sami þráður sem liggur í þessu, sama hvort það er í Mexíkó eða Síberíu. Ef þú kroppar af fyrstu himnuna þá er þetta tilfinningalega táknmál eitthvað sem við skiljum öll. Það er þessi heimskennd,“ segir Högni Egilsson. Hann er nýkominn úr tónleikaferðalagi með Gusgus. Á ferðalaginu heimsótti hljómsveitin fjölda landa og fór meðal annars frá Rússlandi og yfir til Úkraínu og segir Högni þá upplifun hafa haft áhrif á tónlistina sem hann samdi við leiksýninguna Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við Guðmund Óskar Guðmundsson. Sýningin verður frumsýnd á annan í jólum. „Þú ert ekkert nema margfeldi upplifana þinna og augnablika og það skildi mjög mikið eftir sig hjá mér að fara úr Rússlandi og inn í Úkraínu.“ Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness þekkja allir Íslendingar og Högni segir söguna fagra og mikla. „Sjálfstætt fólk er verk sem gengur út á þessa miklu umbreytingarsögu þessa karakters sem við þekkjum öll vel og hefur verið ákveðinn forði fyrir samtöl okkar Íslendinga, Bjartur í Sumarhúsum,“ segir Högni. „Það eru þessar lykilspurningar um stolt og elju. Að sama skapi er þetta ákveðin harmsaga, hún hefur ákveðinn harmrænan tón.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús og samdi meðal annars tónlistina fyrir sýninguna Engla alheimsins ásamt Hjaltalín. „Það er svo áhugavert við leikhús að þar er verið að kljást við stórar hugmyndir og nota tilfinningalegt táknmál til þess að lita einhverja reisu, einhverja sögu sem síðan áhorfandi eða lesandi tengir við,“ segir Högni. Hann bætir við að tónlistarleg aðkoma í leikhúsi sé ólík þeirri sem hann tekst á við með þeim hljómsveitum sem hann starfar með. Högni segir tónlistina talsverða hugleiðingu um ósýnileikann og það að semja tónlist fyrir jafn þekkt verk og Sjálfstætt fólk áskorun. „Fyrir mér er mikil gjöf að fá að lita þessa sögu, taka þátt í þessari framleiðslu og búa til þessa heildrænu upplifun. Ef vel tekst til þá er þetta eitthvað sem gæti skilið fólk eftir snortið.“ Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
„Það er gaman að vera á tónleikaferðalagi og þú drepur niður fæti á mismunandi jarðir og áttar þig á að það er sami þráður sem liggur í þessu, sama hvort það er í Mexíkó eða Síberíu. Ef þú kroppar af fyrstu himnuna þá er þetta tilfinningalega táknmál eitthvað sem við skiljum öll. Það er þessi heimskennd,“ segir Högni Egilsson. Hann er nýkominn úr tónleikaferðalagi með Gusgus. Á ferðalaginu heimsótti hljómsveitin fjölda landa og fór meðal annars frá Rússlandi og yfir til Úkraínu og segir Högni þá upplifun hafa haft áhrif á tónlistina sem hann samdi við leiksýninguna Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við Guðmund Óskar Guðmundsson. Sýningin verður frumsýnd á annan í jólum. „Þú ert ekkert nema margfeldi upplifana þinna og augnablika og það skildi mjög mikið eftir sig hjá mér að fara úr Rússlandi og inn í Úkraínu.“ Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness þekkja allir Íslendingar og Högni segir söguna fagra og mikla. „Sjálfstætt fólk er verk sem gengur út á þessa miklu umbreytingarsögu þessa karakters sem við þekkjum öll vel og hefur verið ákveðinn forði fyrir samtöl okkar Íslendinga, Bjartur í Sumarhúsum,“ segir Högni. „Það eru þessar lykilspurningar um stolt og elju. Að sama skapi er þetta ákveðin harmsaga, hún hefur ákveðinn harmrænan tón.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús og samdi meðal annars tónlistina fyrir sýninguna Engla alheimsins ásamt Hjaltalín. „Það er svo áhugavert við leikhús að þar er verið að kljást við stórar hugmyndir og nota tilfinningalegt táknmál til þess að lita einhverja reisu, einhverja sögu sem síðan áhorfandi eða lesandi tengir við,“ segir Högni. Hann bætir við að tónlistarleg aðkoma í leikhúsi sé ólík þeirri sem hann tekst á við með þeim hljómsveitum sem hann starfar með. Högni segir tónlistina talsverða hugleiðingu um ósýnileikann og það að semja tónlist fyrir jafn þekkt verk og Sjálfstætt fólk áskorun. „Fyrir mér er mikil gjöf að fá að lita þessa sögu, taka þátt í þessari framleiðslu og búa til þessa heildrænu upplifun. Ef vel tekst til þá er þetta eitthvað sem gæti skilið fólk eftir snortið.“
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira