Skildi mikið eftir sig að fara til Úkraínu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2014 14:30 Högni segir Sjálfstætt fólk mikla og fagra sögu. mynd/sagasig „Það er gaman að vera á tónleikaferðalagi og þú drepur niður fæti á mismunandi jarðir og áttar þig á að það er sami þráður sem liggur í þessu, sama hvort það er í Mexíkó eða Síberíu. Ef þú kroppar af fyrstu himnuna þá er þetta tilfinningalega táknmál eitthvað sem við skiljum öll. Það er þessi heimskennd,“ segir Högni Egilsson. Hann er nýkominn úr tónleikaferðalagi með Gusgus. Á ferðalaginu heimsótti hljómsveitin fjölda landa og fór meðal annars frá Rússlandi og yfir til Úkraínu og segir Högni þá upplifun hafa haft áhrif á tónlistina sem hann samdi við leiksýninguna Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við Guðmund Óskar Guðmundsson. Sýningin verður frumsýnd á annan í jólum. „Þú ert ekkert nema margfeldi upplifana þinna og augnablika og það skildi mjög mikið eftir sig hjá mér að fara úr Rússlandi og inn í Úkraínu.“ Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness þekkja allir Íslendingar og Högni segir söguna fagra og mikla. „Sjálfstætt fólk er verk sem gengur út á þessa miklu umbreytingarsögu þessa karakters sem við þekkjum öll vel og hefur verið ákveðinn forði fyrir samtöl okkar Íslendinga, Bjartur í Sumarhúsum,“ segir Högni. „Það eru þessar lykilspurningar um stolt og elju. Að sama skapi er þetta ákveðin harmsaga, hún hefur ákveðinn harmrænan tón.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús og samdi meðal annars tónlistina fyrir sýninguna Engla alheimsins ásamt Hjaltalín. „Það er svo áhugavert við leikhús að þar er verið að kljást við stórar hugmyndir og nota tilfinningalegt táknmál til þess að lita einhverja reisu, einhverja sögu sem síðan áhorfandi eða lesandi tengir við,“ segir Högni. Hann bætir við að tónlistarleg aðkoma í leikhúsi sé ólík þeirri sem hann tekst á við með þeim hljómsveitum sem hann starfar með. Högni segir tónlistina talsverða hugleiðingu um ósýnileikann og það að semja tónlist fyrir jafn þekkt verk og Sjálfstætt fólk áskorun. „Fyrir mér er mikil gjöf að fá að lita þessa sögu, taka þátt í þessari framleiðslu og búa til þessa heildrænu upplifun. Ef vel tekst til þá er þetta eitthvað sem gæti skilið fólk eftir snortið.“ Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
„Það er gaman að vera á tónleikaferðalagi og þú drepur niður fæti á mismunandi jarðir og áttar þig á að það er sami þráður sem liggur í þessu, sama hvort það er í Mexíkó eða Síberíu. Ef þú kroppar af fyrstu himnuna þá er þetta tilfinningalega táknmál eitthvað sem við skiljum öll. Það er þessi heimskennd,“ segir Högni Egilsson. Hann er nýkominn úr tónleikaferðalagi með Gusgus. Á ferðalaginu heimsótti hljómsveitin fjölda landa og fór meðal annars frá Rússlandi og yfir til Úkraínu og segir Högni þá upplifun hafa haft áhrif á tónlistina sem hann samdi við leiksýninguna Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við Guðmund Óskar Guðmundsson. Sýningin verður frumsýnd á annan í jólum. „Þú ert ekkert nema margfeldi upplifana þinna og augnablika og það skildi mjög mikið eftir sig hjá mér að fara úr Rússlandi og inn í Úkraínu.“ Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness þekkja allir Íslendingar og Högni segir söguna fagra og mikla. „Sjálfstætt fólk er verk sem gengur út á þessa miklu umbreytingarsögu þessa karakters sem við þekkjum öll vel og hefur verið ákveðinn forði fyrir samtöl okkar Íslendinga, Bjartur í Sumarhúsum,“ segir Högni. „Það eru þessar lykilspurningar um stolt og elju. Að sama skapi er þetta ákveðin harmsaga, hún hefur ákveðinn harmrænan tón.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús og samdi meðal annars tónlistina fyrir sýninguna Engla alheimsins ásamt Hjaltalín. „Það er svo áhugavert við leikhús að þar er verið að kljást við stórar hugmyndir og nota tilfinningalegt táknmál til þess að lita einhverja reisu, einhverja sögu sem síðan áhorfandi eða lesandi tengir við,“ segir Högni. Hann bætir við að tónlistarleg aðkoma í leikhúsi sé ólík þeirri sem hann tekst á við með þeim hljómsveitum sem hann starfar með. Högni segir tónlistina talsverða hugleiðingu um ósýnileikann og það að semja tónlist fyrir jafn þekkt verk og Sjálfstætt fólk áskorun. „Fyrir mér er mikil gjöf að fá að lita þessa sögu, taka þátt í þessari framleiðslu og búa til þessa heildrænu upplifun. Ef vel tekst til þá er þetta eitthvað sem gæti skilið fólk eftir snortið.“
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira