Afnám skuldafangelsis Gísli Tryggvason og Einar Gautur Steingrímsson skrifa 23. apríl 2014 11:00 Í árslok 2010 setti Alþingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta í tvö ár og að krafan yrði að jafnaði ekki endurvakin eftir það. Áður endurnýjaðist fyrningarfrestur kröfunnar við gjaldþrotaskiptin. Kröfuhafi gat haldið kröfu við til æviloka skuldara. Lögin skyldu endurskoðast „innan fjögurra ára frá gildistöku“, þ.e. fyrir árslok 2014. Þáverandi ráðherra dómsmála, Ögmundur Jónasson, hugðist breyta þessu. Undirritaðir áttu fund með ráðherra ásamt Lilju Mósesdóttur, þáverandi alþingiskonu, og aðstoðarmanni ráðherra, Einari Árnasyni, og lögðu til rök fyrir því að breytingin væri bæði æskileg og færi ekki gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Réttur til framtíðartekna manns gæti ekki orðið stjórnarskrárvarin eign annarra enda þrælahald löngu afnumið. Á Ögmundur heiður skilinn fyrir þetta frumkvæði svo skömmu eftir að hann tók við ráðuneyti dómsmála. Höfundum er kunnugt um að breyting í þessa átt hafi mætt fyrirstöðu innan „kerfisins“. Áframhaldandi réttarbætur Megin tilgangur greinarinnar er annars vegar að upplýsa um þær réttarbætur, sem felast í lagabreytingunni, og hins vegar að mæla gegn því að lögunum verði breytt aftur til fyrra horfs; frekar mætti ganga lengra. Afnám skuldafangelsis í raunGjaldþrot felur í sér sameiginlega fullnustuaðgerð allra kröfuhafa þar sem jafnræði kröfuhafa er gætt. Allar eignir skuldara eru þá seldar og skipt upp milli kröfuhafa. Gjaldþrot er eðlilegur hluti markaðshagkerfis. Að því loknu ættu kröfur að afskrifast en ekki ætti að veita kröfuhöfum aðgang að framtíðartekjum manna vegna skulda fortíðar. Menn þurfa að sjá fyrir sér og sínum. Með framangreindum réttarbótum hefur þetta verið gert að mestu. Sambærileg sjónarmið hafa ráðið löggjöf í Bandaríkjunum í meira en öld sem er stærsta hagkerfi í heimi og nú á Íslandi. Áður gat skuldari ekki ráðstafað tekjum framtíðar til að eignast eitthvað. Kröfuhafinn gat komist í þær eignir. Gamla hugsunin fól nánast í sér kröfu lánardrottins – jafnvel um ókomna tíð – í framtíðaraflahæfi einstaklings. Í raun hefur rétturinn til að afla tekna í framtíðinni í ýmsu vikið vegna krafna úr fortíðinni. Stappar þetta nærri skuldafangelsi að mati undirritaðra. Með lagabreytingunni nálgaðist löggjafinn fullnustuaðgerðir með nýrri hugsun. Kröfuhafar ganga að eignum skuldara og að því loknu hefur skuldari nýtt líf. Telja undirritaðir þetta mikla réttarbót og skynsamlega. Dregið úr svartri vinnuVið setningu laganna var talið hugsanlegt að innheimtuhlutfall skatta gæti hugsanlega lækkað eitthvað en varla umtalsvert. Í greinargerð með frumvarpinu sagði: „Það sem kann þó að skipta meira máli er að minni tilhneiging kann að verða til svartrar vinnu til lengri tíma litið vegna þess að einstaklingar komast fyrr út úr þeim fjárhagslegu aðstæðum sem knúið hafa þá í þrot. Þannig má ætla að þeim einstaklingum sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta takist fyrr að koma fjármálum sínum á réttan kjöl og taka þannig eðlilegan þátt í þjóðlífinu með öflun tekna og greiðslu skatta.” Úr gjaldþrotalögum:Í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga segir nú: Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma. Síðan er lýst takmörkuðum möguleikum á að endurvekja kröfurnar. Með þessu fær skuldari samningsstöðu gagnvart kröfuhafa í stað þess að vera nánast ofurseldur skilmálum hans. Ekki eru efni til þess að hafa greinina lengri að sinni en full þörf er á að almenningi og hagsmunaaðilum sé ljós réttaráhrif gjaldþrotaskipta á búum einstaklings. Þarfnast málið því frekari umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Gautur Steingrímsson Gjaldþrot Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í árslok 2010 setti Alþingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta í tvö ár og að krafan yrði að jafnaði ekki endurvakin eftir það. Áður endurnýjaðist fyrningarfrestur kröfunnar við gjaldþrotaskiptin. Kröfuhafi gat haldið kröfu við til æviloka skuldara. Lögin skyldu endurskoðast „innan fjögurra ára frá gildistöku“, þ.e. fyrir árslok 2014. Þáverandi ráðherra dómsmála, Ögmundur Jónasson, hugðist breyta þessu. Undirritaðir áttu fund með ráðherra ásamt Lilju Mósesdóttur, þáverandi alþingiskonu, og aðstoðarmanni ráðherra, Einari Árnasyni, og lögðu til rök fyrir því að breytingin væri bæði æskileg og færi ekki gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Réttur til framtíðartekna manns gæti ekki orðið stjórnarskrárvarin eign annarra enda þrælahald löngu afnumið. Á Ögmundur heiður skilinn fyrir þetta frumkvæði svo skömmu eftir að hann tók við ráðuneyti dómsmála. Höfundum er kunnugt um að breyting í þessa átt hafi mætt fyrirstöðu innan „kerfisins“. Áframhaldandi réttarbætur Megin tilgangur greinarinnar er annars vegar að upplýsa um þær réttarbætur, sem felast í lagabreytingunni, og hins vegar að mæla gegn því að lögunum verði breytt aftur til fyrra horfs; frekar mætti ganga lengra. Afnám skuldafangelsis í raunGjaldþrot felur í sér sameiginlega fullnustuaðgerð allra kröfuhafa þar sem jafnræði kröfuhafa er gætt. Allar eignir skuldara eru þá seldar og skipt upp milli kröfuhafa. Gjaldþrot er eðlilegur hluti markaðshagkerfis. Að því loknu ættu kröfur að afskrifast en ekki ætti að veita kröfuhöfum aðgang að framtíðartekjum manna vegna skulda fortíðar. Menn þurfa að sjá fyrir sér og sínum. Með framangreindum réttarbótum hefur þetta verið gert að mestu. Sambærileg sjónarmið hafa ráðið löggjöf í Bandaríkjunum í meira en öld sem er stærsta hagkerfi í heimi og nú á Íslandi. Áður gat skuldari ekki ráðstafað tekjum framtíðar til að eignast eitthvað. Kröfuhafinn gat komist í þær eignir. Gamla hugsunin fól nánast í sér kröfu lánardrottins – jafnvel um ókomna tíð – í framtíðaraflahæfi einstaklings. Í raun hefur rétturinn til að afla tekna í framtíðinni í ýmsu vikið vegna krafna úr fortíðinni. Stappar þetta nærri skuldafangelsi að mati undirritaðra. Með lagabreytingunni nálgaðist löggjafinn fullnustuaðgerðir með nýrri hugsun. Kröfuhafar ganga að eignum skuldara og að því loknu hefur skuldari nýtt líf. Telja undirritaðir þetta mikla réttarbót og skynsamlega. Dregið úr svartri vinnuVið setningu laganna var talið hugsanlegt að innheimtuhlutfall skatta gæti hugsanlega lækkað eitthvað en varla umtalsvert. Í greinargerð með frumvarpinu sagði: „Það sem kann þó að skipta meira máli er að minni tilhneiging kann að verða til svartrar vinnu til lengri tíma litið vegna þess að einstaklingar komast fyrr út úr þeim fjárhagslegu aðstæðum sem knúið hafa þá í þrot. Þannig má ætla að þeim einstaklingum sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta takist fyrr að koma fjármálum sínum á réttan kjöl og taka þannig eðlilegan þátt í þjóðlífinu með öflun tekna og greiðslu skatta.” Úr gjaldþrotalögum:Í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga segir nú: Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma. Síðan er lýst takmörkuðum möguleikum á að endurvekja kröfurnar. Með þessu fær skuldari samningsstöðu gagnvart kröfuhafa í stað þess að vera nánast ofurseldur skilmálum hans. Ekki eru efni til þess að hafa greinina lengri að sinni en full þörf er á að almenningi og hagsmunaaðilum sé ljós réttaráhrif gjaldþrotaskipta á búum einstaklings. Þarfnast málið því frekari umræðu.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun