Tom Watson gagnrýndur fyrir að hvíla Spieth og Reed 26. september 2014 21:39 Watson á Gleneagles í dag. AP/Getty Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir fyrsta dag í þessu sögufræga móti sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Ástæða þess er sú að Watson hvíldi nýliðana Jordan Spieth og Patrick Reed í seinni viðureign dagsins en þeir tveir fóru á kostum í morgun og sigruðu sinn leik á móti Ian Poulter og Stephen Gallacher með miklum yfirburðum. Það kom því töluvert á óvart að sjá Spieth og Reed væru ekki meðal þeirra sem stillt var upp í seinni viðureign dagsins eftir frammistöðu þeirra félaga um morguninn sem var í einu orði sagt frábær. Margir þungavigtamenn innan golfheimsins hafa tjáð sig um ákvörðun Watson og margir eru á því að fyrirliðinn hafi gert stór mistök. Þar má fyrst nefna Johnny Miller sem sigraði bæði á Opna bandaríska og Opna breska meistaramótinu á sínum tíma en hann starfar sem lýsandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni í dag. „Ég fatta hreinlega ekki af hverju Reed og Speith voru látnir sitja hjá í annarri umferð í dag,“ sagði Miller í beinni útsendingu eftir annan hring. „Þeir fóru á kostum í morgun og voru greinilega í banastuði á meðan að Phil Mickelson og Keegan Bradley voru út um allt, ég skil ekki þessa ákvörðun hjá Tom Watson.“ Einn þekktasti PGA þjálfari heims, Butch Harmon, tók í sama streng. „Það sást á Mickelson að hann var orðinn þreyttur í endann og höggin hans voru ekki eins nákvæm og venjulega, hann er farinn að eldast og hefði ekki átt að spila báða hringina í dag. Jordan Spieth og Patrick Reed voru báðir sjóðandi heitir í morgun og hefðu örugglega haldið áfram að spila vel seinni partinn. Það er eitthvað sem Watson hefði átt að spá í.“Colin Montgomerie, einn sigursælasti evrópski kylfingur sögunnar, skildi heldur ekki val Watson. „Þessir strákar eru ungir og geta léttilega spilað tvo hringi á dag. Maður sér sjaldan að menn séu hvíldir eftir frammistöður eins og þeir skiluðu í morgun. Tom Watson á örugglega eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.“ Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir fyrsta dag í þessu sögufræga móti sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Ástæða þess er sú að Watson hvíldi nýliðana Jordan Spieth og Patrick Reed í seinni viðureign dagsins en þeir tveir fóru á kostum í morgun og sigruðu sinn leik á móti Ian Poulter og Stephen Gallacher með miklum yfirburðum. Það kom því töluvert á óvart að sjá Spieth og Reed væru ekki meðal þeirra sem stillt var upp í seinni viðureign dagsins eftir frammistöðu þeirra félaga um morguninn sem var í einu orði sagt frábær. Margir þungavigtamenn innan golfheimsins hafa tjáð sig um ákvörðun Watson og margir eru á því að fyrirliðinn hafi gert stór mistök. Þar má fyrst nefna Johnny Miller sem sigraði bæði á Opna bandaríska og Opna breska meistaramótinu á sínum tíma en hann starfar sem lýsandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni í dag. „Ég fatta hreinlega ekki af hverju Reed og Speith voru látnir sitja hjá í annarri umferð í dag,“ sagði Miller í beinni útsendingu eftir annan hring. „Þeir fóru á kostum í morgun og voru greinilega í banastuði á meðan að Phil Mickelson og Keegan Bradley voru út um allt, ég skil ekki þessa ákvörðun hjá Tom Watson.“ Einn þekktasti PGA þjálfari heims, Butch Harmon, tók í sama streng. „Það sást á Mickelson að hann var orðinn þreyttur í endann og höggin hans voru ekki eins nákvæm og venjulega, hann er farinn að eldast og hefði ekki átt að spila báða hringina í dag. Jordan Spieth og Patrick Reed voru báðir sjóðandi heitir í morgun og hefðu örugglega haldið áfram að spila vel seinni partinn. Það er eitthvað sem Watson hefði átt að spá í.“Colin Montgomerie, einn sigursælasti evrópski kylfingur sögunnar, skildi heldur ekki val Watson. „Þessir strákar eru ungir og geta léttilega spilað tvo hringi á dag. Maður sér sjaldan að menn séu hvíldir eftir frammistöður eins og þeir skiluðu í morgun. Tom Watson á örugglega eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.“
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira