Vagga menningar og lista Hreiðar Örn Zoega Stefánsson skrifar 23. maí 2014 10:19 Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina alið marga menningar- og listamenn og er þar nóbelsskáldið efst í huga fólks ásamt myndlistarkonunni Steinunni Marteinsdóttur og Guðmund frá Miðdal. Þá má einnig nefna Lárusdætur, og hljómsveitina Sigurrós sem hóf sinn feril í Mosfellsbæ. Gréta Salóme, tónlistarmaður, söng og spilaði sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar og nýjasta dæmið um farsæla tónlistarmenn úr Mosfellsbæ er hljómsveitin Kaleo sem stofnuð var fyrir um einu og hálfu ári síðan og fékk verðlaun sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2013. Menningarlíf í Mosfellsbæ er blómlegt og hafa hér búið og starfað fjölmargir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Til að efla menningar- og listalíf í Mosfellsbæ enn frekar viljum við stuðla að frelsi til athafna og sjá til þess að hugmyndaauðgi og listsköpun fái andrými. Áfram verður sótt fram við að gera Mosfellsbæ að frjóum reit fyrir menningingarlíf og menningartengda ferðamennsku. Þar mun Listasalurinn, Hlégarður og Álafosskvos marka Mosfellsbæ sérstöðu í menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu. Menningartengd ferðaþjónustaBæjarhátíðirnar í Mosfellsbæ hafa verið að festa sig í sessi á undanförnum árum. Við viljum styðja enn frekar við helstu menningar- og listahátíðir bæjarins eins og Í túninu heima, Menningarvorið, Þrettándagleðina og 17. júní hátíðina. Þá viljum við skoða möguleika á að stofna til hausthátíðar Menningarhaust í Mosfellsbæ. Tvinna þarf sögu og menningu Mosfellsbæjar inn í þessar hátíðir og ætlum við að styðja þannig við menningartengda ferðaþjónustu. Þá horfum við sérstaklega til sögu bæjar og sveitar. Þar verði sérstaklega horft til Mosfellsdals, Álafosskvosar, fornleifa við Hrísbrú, ullar og stríðsminja. Lengi hefur verið áhugi fyrir því að stofna menningarás sem teygir sig frá miðbænum, fram hjá Hlégarði og að Álafossi. Við þurfum í kjölfarið að fjölga fræðsluskiltum með menningartengdum fróðleik í bænum til þess að gera söguna okkar sýnilegri.Hvetjum til samvinnuTil þess að menningarlífið fái að blómstra í bænum þarf að hlúa vel að því. Í Mosfellsbæ er starfandi fjöldi kóra sem við ætlum okkur að hlúa að ásamt hinu öfluga starfi leikfélagsins. Það getur skipt miklu máli fyrir árangurinn að fólk vinni vel saman. Ef við leggjum saman krafta okkar og hvetjum til aukinnar samvinnu listafólks í Mosfellsbæ ætti okkur að ganga enn betur að ná því markmiðið að þegar hugsað er um menningartengda ferðaþjónustu hugsi fólk til Mosfellsbæjar. Við eigum að vera stolt af okkar listamönnum og hampa þeim í bæjarfélaginu. Við viljum að Mosfellsbær eigi eða varðveiti listaverk eftir listamenn sem starfa og starfað hafa í Mosfellsbæ og að þau séu aðgengileg bæjarbúum. Við þurfum að fjölga útilistaverkum á sýnilegum stöðum í Mosfellsbæ, sérstaklega þeim sem eru eftir mosfellska listamenn. Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð og sveitarfélagið nýtur trausts. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp að hann festi sig enn frekar í sessi sem vagga menningar og lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina alið marga menningar- og listamenn og er þar nóbelsskáldið efst í huga fólks ásamt myndlistarkonunni Steinunni Marteinsdóttur og Guðmund frá Miðdal. Þá má einnig nefna Lárusdætur, og hljómsveitina Sigurrós sem hóf sinn feril í Mosfellsbæ. Gréta Salóme, tónlistarmaður, söng og spilaði sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar og nýjasta dæmið um farsæla tónlistarmenn úr Mosfellsbæ er hljómsveitin Kaleo sem stofnuð var fyrir um einu og hálfu ári síðan og fékk verðlaun sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2013. Menningarlíf í Mosfellsbæ er blómlegt og hafa hér búið og starfað fjölmargir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Til að efla menningar- og listalíf í Mosfellsbæ enn frekar viljum við stuðla að frelsi til athafna og sjá til þess að hugmyndaauðgi og listsköpun fái andrými. Áfram verður sótt fram við að gera Mosfellsbæ að frjóum reit fyrir menningingarlíf og menningartengda ferðamennsku. Þar mun Listasalurinn, Hlégarður og Álafosskvos marka Mosfellsbæ sérstöðu í menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu. Menningartengd ferðaþjónustaBæjarhátíðirnar í Mosfellsbæ hafa verið að festa sig í sessi á undanförnum árum. Við viljum styðja enn frekar við helstu menningar- og listahátíðir bæjarins eins og Í túninu heima, Menningarvorið, Þrettándagleðina og 17. júní hátíðina. Þá viljum við skoða möguleika á að stofna til hausthátíðar Menningarhaust í Mosfellsbæ. Tvinna þarf sögu og menningu Mosfellsbæjar inn í þessar hátíðir og ætlum við að styðja þannig við menningartengda ferðaþjónustu. Þá horfum við sérstaklega til sögu bæjar og sveitar. Þar verði sérstaklega horft til Mosfellsdals, Álafosskvosar, fornleifa við Hrísbrú, ullar og stríðsminja. Lengi hefur verið áhugi fyrir því að stofna menningarás sem teygir sig frá miðbænum, fram hjá Hlégarði og að Álafossi. Við þurfum í kjölfarið að fjölga fræðsluskiltum með menningartengdum fróðleik í bænum til þess að gera söguna okkar sýnilegri.Hvetjum til samvinnuTil þess að menningarlífið fái að blómstra í bænum þarf að hlúa vel að því. Í Mosfellsbæ er starfandi fjöldi kóra sem við ætlum okkur að hlúa að ásamt hinu öfluga starfi leikfélagsins. Það getur skipt miklu máli fyrir árangurinn að fólk vinni vel saman. Ef við leggjum saman krafta okkar og hvetjum til aukinnar samvinnu listafólks í Mosfellsbæ ætti okkur að ganga enn betur að ná því markmiðið að þegar hugsað er um menningartengda ferðaþjónustu hugsi fólk til Mosfellsbæjar. Við eigum að vera stolt af okkar listamönnum og hampa þeim í bæjarfélaginu. Við viljum að Mosfellsbær eigi eða varðveiti listaverk eftir listamenn sem starfa og starfað hafa í Mosfellsbæ og að þau séu aðgengileg bæjarbúum. Við þurfum að fjölga útilistaverkum á sýnilegum stöðum í Mosfellsbæ, sérstaklega þeim sem eru eftir mosfellska listamenn. Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð og sveitarfélagið nýtur trausts. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp að hann festi sig enn frekar í sessi sem vagga menningar og lista.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar