Innlent

Ruddist inn á heimili og neitaði að fara

Maðurinn fékk að gista hjá lögreglu í nótt.
Maðurinn fékk að gista hjá lögreglu í nótt.
Karlmaður í mjög annarlegu ástandi ruddist inn í íbúð til ókunnugra  í austurborginni á tíunda tímanum  í gærkvöldi og harðneitaði að fara þaðan út. Húsráðendur hringdu í lögreglu, sem handtók manninn og vistaði í fangageymslum.

Um svipað leyti var annar karlmaður handtekinn í miðborginni þar sem hann lét ófriðlega og engu tauti var við hann komið.

Hann neitaði að gefa lögreglu neinar upplýsingar um  sig og var hann vistaður í fangageymslum í von um að eitthvað rofi til í höfði hans þegar hann hefur sofið úr sér vímuna. Lögregla telur að hann sé erlendur ferðamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×