Fyrirmyndir óskast Þórunn Jónsdóttir skrifar 5. júní 2014 12:47 Það er gömul saga og ný að atvinnulífið skorti tæknimenntað fólk. Háskólarnir hafa brugðist við þessari eftirspurn með því að stækka tæknideildirnar með ágætum árangri. Þó er eitt sem ber að skoða betur og það er val kvenna á háskólanámi. Því miður liggja tölur frá Íslandi ekki fyrir, en samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum sýna 74% stúlkna á miðstigi grunnskóla áhuga á vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði, en í framhaldsskóla velja aðeins 0,3% stúlknanna tölvunarfræði. Háskólinn í Reykjavík vann rannsókn árið 2003 þar sem fram kom að stúlkur höfðu litla þekkingu á námi og störfum tölvunarfræðinga og höfðu þar af leiðandi ekki allar nauðsynlegar forsendur við val á háskólanámi. Aðeins 12% nemenda í tölvunarfræði það ár voru kvenkyns og hlutfallið var það sama árið 2010. Þá kom í ljós að drengir fengu aðgang að tölvum heima fyrir mun fyrr en stúlkur.Þú getur ekki orðið það sem þú getur ekki séð Á námskeiðum hjá Skema hefur hlutfall stúlkna verið að meðaltali um 10–15% nemenda en hefur þó farið allt niður í 0%. Ástæður þessa lága hlutfalls stúlkna hafa ekki verið vísindalega kannaðar, en eru taldar vera skortur á upplýsingum og aðgengi að tækni, skortur á sjálfstrausti og ekki síst skortur á fyrirmyndum. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að forsvarsmenn flestra (ef ekki allra) stóru tæknifyrirtækjanna eru karlmenn. Þegar hakkaþon eru heimsótt eru um 99% þátttakenda karlmenn og þegar talað er um unga tæknifrumkvöðla eru oftast notuð karlkyns persónufornöfn.Hvatning er fyrsta skrefið Árið 2012 sigraði íslensk stúlka að nafni Ólína Helga Sverrisdóttir í forritunarkeppni sem haldin var á vegum FBI og Alice.org, þá aðeins 11 ára gömul. Síðastliðið haust komst þessi sama stúlka, sem nú er orðin 13 ára, í úrslit í Digital Girl of the Year Awards 2013. Ólína byrjaði að læra forritun hjá móður sinni fyrir nokkrum árum og úr varð heilt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að endurforrita menntun og skapa nýja kynslóð barna sem hefur undirstöðuþekkingu í forritun – börn sem verða skaparar tækni í stað þess að vera eingöngu neytendur hennar. Saga Ólínu Helgu sýnir að með örlítilli hvatningu frá foreldrum geta stelpur (og strákar) fengið áhuga á forritun og jafnvel unnið alþjóðlegar keppnir. Hvatning getur því kveikt áhuga sem verður til þess að börnin sækja sér þekkingu, byggja upp færni til framtíðar og draga úr kynbundnu starfsvali seinna á lífsleiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að atvinnulífið skorti tæknimenntað fólk. Háskólarnir hafa brugðist við þessari eftirspurn með því að stækka tæknideildirnar með ágætum árangri. Þó er eitt sem ber að skoða betur og það er val kvenna á háskólanámi. Því miður liggja tölur frá Íslandi ekki fyrir, en samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum sýna 74% stúlkna á miðstigi grunnskóla áhuga á vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði, en í framhaldsskóla velja aðeins 0,3% stúlknanna tölvunarfræði. Háskólinn í Reykjavík vann rannsókn árið 2003 þar sem fram kom að stúlkur höfðu litla þekkingu á námi og störfum tölvunarfræðinga og höfðu þar af leiðandi ekki allar nauðsynlegar forsendur við val á háskólanámi. Aðeins 12% nemenda í tölvunarfræði það ár voru kvenkyns og hlutfallið var það sama árið 2010. Þá kom í ljós að drengir fengu aðgang að tölvum heima fyrir mun fyrr en stúlkur.Þú getur ekki orðið það sem þú getur ekki séð Á námskeiðum hjá Skema hefur hlutfall stúlkna verið að meðaltali um 10–15% nemenda en hefur þó farið allt niður í 0%. Ástæður þessa lága hlutfalls stúlkna hafa ekki verið vísindalega kannaðar, en eru taldar vera skortur á upplýsingum og aðgengi að tækni, skortur á sjálfstrausti og ekki síst skortur á fyrirmyndum. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að forsvarsmenn flestra (ef ekki allra) stóru tæknifyrirtækjanna eru karlmenn. Þegar hakkaþon eru heimsótt eru um 99% þátttakenda karlmenn og þegar talað er um unga tæknifrumkvöðla eru oftast notuð karlkyns persónufornöfn.Hvatning er fyrsta skrefið Árið 2012 sigraði íslensk stúlka að nafni Ólína Helga Sverrisdóttir í forritunarkeppni sem haldin var á vegum FBI og Alice.org, þá aðeins 11 ára gömul. Síðastliðið haust komst þessi sama stúlka, sem nú er orðin 13 ára, í úrslit í Digital Girl of the Year Awards 2013. Ólína byrjaði að læra forritun hjá móður sinni fyrir nokkrum árum og úr varð heilt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að endurforrita menntun og skapa nýja kynslóð barna sem hefur undirstöðuþekkingu í forritun – börn sem verða skaparar tækni í stað þess að vera eingöngu neytendur hennar. Saga Ólínu Helgu sýnir að með örlítilli hvatningu frá foreldrum geta stelpur (og strákar) fengið áhuga á forritun og jafnvel unnið alþjóðlegar keppnir. Hvatning getur því kveikt áhuga sem verður til þess að börnin sækja sér þekkingu, byggja upp færni til framtíðar og draga úr kynbundnu starfsvali seinna á lífsleiðinni.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun