Um öryggi Íslands Einar Benediktsson skrifar 26. júní 2014 07:00 Íslendingar virðast margir haldnir þeirri trú að lega landsins og herleysi skapi okkur sérstöðu um friðsemd í okkar heimshluta. Allt fram á árið 2014 mátti líka halda því fram að öryggi okkar væri tryggt með aðildinni að NATO, varnarsamningnum við Bandaríkin ásamt tímabundinni loftrýmisgæslu, einnig með þátttöku flugherja Svíþjóðar og Finnlands utan NATO. Þá varð það til mestu óheilla, að Rússar veittust að Úkraínu með valdbeitingu og yfirtóku Krímskaga. Landamærum Evrópu var breytt eins og við innlimun Austurríkis af Þjóðverjum í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. En sagan er því miður ekki þar með öll. Einmitt þegar Rússar höfðu gripið til aðgerða gagnvart Úkraínu, koma yfirlýsingar Pútíns um stórátak í hervæðingu á norðursvæðinu. Stríðsaðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi sem gripið var til í Írak og Afganistan eftir árásina á Tvíburaturnana 2001, hafa borið allt annað en tilætlaðan árangur, eins og Javier Solana bendir á í Morgunblaðinu 21. júní. Bandaríkin eru vanmáttug um að koma á friðsamlegri sambúð sjíta og súnníta. Þá má ætla að Evrópuþjóðirnar axli sjálfar þá ábyrgð á eigin vörnum sem eðlileg er. Hvert verður þar hlutverk Evrópusambandsins á eftir að koma í ljós. Afstaða Norðurlanda undir forystu Norðmanna til varna og öryggis á Norðurslóðum tengist samvinnu við Bandaríkin. Þar er fengin leið í varnar- og öryggismálum sem tekur tillit til hagsmuna Íslands. Þessa þróun ber straumur sögunnar því innan vaxandi Evrópusamvinnu verður hlutur Norðurlandanna meiri, svo sem vera ber. Hlutverk Íslands í því samstarfi helgast af landlegu og allri fortíð þjóðarinnar sem óaðskiljanlegs hluta Evrópu. Öllu alvarlegri þróun en aðsteðjandi hernaðarógn eða ágengni Kínverja snertir nú efnahagslegt sjálfstæði Íslands. Þess hefur verið beðið að fyrir lægi endanleg dómsniðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna í uppgjöri Argentínu við vogunarsjóðina. Nú er niðurstaða fengin og að greiða beri kröfur sem urðu við bankahrunið í Argentínu 2001. Mikil málaferli hafa engu skilað nema kostnaði og að lánardrottnar eru í miklu sterkari stöðu en áður. Bent er á að þetta hafi sömu áhrif alls staðar í fjármálaheiminum. Ef Argentína þverskallast við að gera upp skuldirnar, blasir við áframhaldandi fjármálaleg einagrun með afar neikvæðum efnahagslegum afleiðingum – langtíma efnahagslegum fimbulvetri. Gæti þetta beðið okkar? Er það rétt, að aðrar kröfur en í þrotabú föllnu bankanna, svokölluð snjóhengja, séu slíkar að án viðunandi samninga við kröfuhafa reki Ísland í gjaldþrot? Við hljóta þá að blasa varanleg gjaldeyrishöft í vaxandi fátækt og landflótta fólks. Öllu verra væri að einmitt þeirri einu lausn, sem við getum vænst, væri rutt út af borðinu með þeirri ólánsaðgerð að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru stöðvaðar. Þegar síðar var gengið svo langt að slíta skyldi alveg viðræðunum féll yfir skriða mótmæla 40.000 Íslendinga. Margir töldu ekki eftir sér sporin á fundina á Austurvelli. Um skuldamálin og ESB er fjallað í skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ um aðildarviðræðurnar. Þar er gert ráð fyrir að afnám fjármagnshafta verði eitt helsta samningamálið. Bent er á að miðað við reynslu annarra ríkja kæmu nokkrir farvegir til greina fyrir ESB til að styðja við afnám haftanna: 1. Slík aðstoð myndi ráðast á síðustu metrunum í aðildarviðræðunum og engar skuldbindingar af hálfu ESB myndu liggja fyrir fyrr en á síðustu metrunum og aðildarsamningur yrði gerður opinber. 2. Slík aðstoð myndi væntanlega vera hluti af áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3. ESB ásamt Evrópska seðlabankanum hafi þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Er ekki kominn tími til að forgangsraðað sé um aðgerðir sem leiða til þess að þjóðin njóti öryggis um farsæld í stað óvissu? Um það hefur rödd mótmælendanna heyrst skýrt og ákveðið á fundum sem kenna sig við Viðreisn. Sett er fram sú krafa að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og lítt eru ummæli Illuga Gunnarssonar á Hrafnseyri 17. júní Jóni Sigurðssyni til virðingar. Jón forseti var alþjóðasinni á vísu síns tíma. Nú er tími fyrir hagstjórn á nýjum grunni um frelsi í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn með fastgengi sem stefnir að upptöku evru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar virðast margir haldnir þeirri trú að lega landsins og herleysi skapi okkur sérstöðu um friðsemd í okkar heimshluta. Allt fram á árið 2014 mátti líka halda því fram að öryggi okkar væri tryggt með aðildinni að NATO, varnarsamningnum við Bandaríkin ásamt tímabundinni loftrýmisgæslu, einnig með þátttöku flugherja Svíþjóðar og Finnlands utan NATO. Þá varð það til mestu óheilla, að Rússar veittust að Úkraínu með valdbeitingu og yfirtóku Krímskaga. Landamærum Evrópu var breytt eins og við innlimun Austurríkis af Þjóðverjum í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. En sagan er því miður ekki þar með öll. Einmitt þegar Rússar höfðu gripið til aðgerða gagnvart Úkraínu, koma yfirlýsingar Pútíns um stórátak í hervæðingu á norðursvæðinu. Stríðsaðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi sem gripið var til í Írak og Afganistan eftir árásina á Tvíburaturnana 2001, hafa borið allt annað en tilætlaðan árangur, eins og Javier Solana bendir á í Morgunblaðinu 21. júní. Bandaríkin eru vanmáttug um að koma á friðsamlegri sambúð sjíta og súnníta. Þá má ætla að Evrópuþjóðirnar axli sjálfar þá ábyrgð á eigin vörnum sem eðlileg er. Hvert verður þar hlutverk Evrópusambandsins á eftir að koma í ljós. Afstaða Norðurlanda undir forystu Norðmanna til varna og öryggis á Norðurslóðum tengist samvinnu við Bandaríkin. Þar er fengin leið í varnar- og öryggismálum sem tekur tillit til hagsmuna Íslands. Þessa þróun ber straumur sögunnar því innan vaxandi Evrópusamvinnu verður hlutur Norðurlandanna meiri, svo sem vera ber. Hlutverk Íslands í því samstarfi helgast af landlegu og allri fortíð þjóðarinnar sem óaðskiljanlegs hluta Evrópu. Öllu alvarlegri þróun en aðsteðjandi hernaðarógn eða ágengni Kínverja snertir nú efnahagslegt sjálfstæði Íslands. Þess hefur verið beðið að fyrir lægi endanleg dómsniðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna í uppgjöri Argentínu við vogunarsjóðina. Nú er niðurstaða fengin og að greiða beri kröfur sem urðu við bankahrunið í Argentínu 2001. Mikil málaferli hafa engu skilað nema kostnaði og að lánardrottnar eru í miklu sterkari stöðu en áður. Bent er á að þetta hafi sömu áhrif alls staðar í fjármálaheiminum. Ef Argentína þverskallast við að gera upp skuldirnar, blasir við áframhaldandi fjármálaleg einagrun með afar neikvæðum efnahagslegum afleiðingum – langtíma efnahagslegum fimbulvetri. Gæti þetta beðið okkar? Er það rétt, að aðrar kröfur en í þrotabú föllnu bankanna, svokölluð snjóhengja, séu slíkar að án viðunandi samninga við kröfuhafa reki Ísland í gjaldþrot? Við hljóta þá að blasa varanleg gjaldeyrishöft í vaxandi fátækt og landflótta fólks. Öllu verra væri að einmitt þeirri einu lausn, sem við getum vænst, væri rutt út af borðinu með þeirri ólánsaðgerð að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru stöðvaðar. Þegar síðar var gengið svo langt að slíta skyldi alveg viðræðunum féll yfir skriða mótmæla 40.000 Íslendinga. Margir töldu ekki eftir sér sporin á fundina á Austurvelli. Um skuldamálin og ESB er fjallað í skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ um aðildarviðræðurnar. Þar er gert ráð fyrir að afnám fjármagnshafta verði eitt helsta samningamálið. Bent er á að miðað við reynslu annarra ríkja kæmu nokkrir farvegir til greina fyrir ESB til að styðja við afnám haftanna: 1. Slík aðstoð myndi ráðast á síðustu metrunum í aðildarviðræðunum og engar skuldbindingar af hálfu ESB myndu liggja fyrir fyrr en á síðustu metrunum og aðildarsamningur yrði gerður opinber. 2. Slík aðstoð myndi væntanlega vera hluti af áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3. ESB ásamt Evrópska seðlabankanum hafi þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Er ekki kominn tími til að forgangsraðað sé um aðgerðir sem leiða til þess að þjóðin njóti öryggis um farsæld í stað óvissu? Um það hefur rödd mótmælendanna heyrst skýrt og ákveðið á fundum sem kenna sig við Viðreisn. Sett er fram sú krafa að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og lítt eru ummæli Illuga Gunnarssonar á Hrafnseyri 17. júní Jóni Sigurðssyni til virðingar. Jón forseti var alþjóðasinni á vísu síns tíma. Nú er tími fyrir hagstjórn á nýjum grunni um frelsi í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn með fastgengi sem stefnir að upptöku evru.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun