Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 25-18 | ÍBV vann eftir slæma byrjun Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 6. apríl 2014 00:01 Vísir/Valli Eyjastúlkur eru einum sigri frá undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær sigruðu FH-inga hér í Vestmannaeyjum í dag með sjö marka mun eftir mjög kaflaskiptan leik. Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað og virtist ekki stefna í neina markasúpu. Það voru gestirnir sem tóku yfirhöndina í leiknum og voru komnar í 1-5 eftir tólf mínútna leik en þá hafði þeim tekist að loka á öll helstu sóknarvopn heimakvenna. Þegar staðan var orðin 2-7 var heimakonum nóg boðið og ákváðu þær að skipta um gír. Þær skoruðu níu mörk gegn einu það sem eftir var af hálfleiknum og voru því með nokkuð þægilega forystu, 11-8, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eyjakonur spiluðu á sama liði allan fyrri hálfleikinn, en gestirnir rúlluðu sínu liði vel yfir allan leikinn. Eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleiknum var forystan orðin fimm mörk og virtust Eyjakonur einungis ætla að gefa í og skilja gestina eftir. Á 43. mínútu leiksins fór Aníta Mjöll Ægisdóttir upp í skot og braut Vera Lopes á henni. Hörður Aðalsteinsson, dómari leiksins lyfti skömmu síðar upp rauða spjaldinu sem vakti mikla undrun áhorfenda og þjálfara Eyjaliðsins. Á næstu mínútum tókst gestunum að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki vegna þess að Eyjakonur skoruðu sjö af seinustu níu mörkum leiksins og sigruðu með sjö marka mun, 25-18. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á þriðjudaginn en þá geta Eyjakonur tryggt sig í undanúrslitin.Guðmundur Pedersen: Við missum kjarkinn „Þær bæta sinn leik og við missum kjarkinn, í seinni hálfleik erum við alltaf á eftir og það vantar klókindi og skynsemi hjá okkur til að klára leikinn,“ sagði Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, eftir tap sinna kvenna gegn Eyjastúlkum í dag. „ÍBV er heilt yfir með frábært lið, við þurfum að stoppa fullt af leikmönnum þegar við stöndum okkar vörn,“ sagði Guðmundur en hann tekur marga jákvæða hluti úr þessum leik í leikinn á þriðjudaginn. „Ég þori ekki að tjá mig um það, mér sýnist hún vera að gera sig líklega til þess að skjóta á markið og þá er rifið aftan í hana. Ef að það er rétt hjá mér þá held ég að það sé rautt,“ sagði Guðmundur að lokum um rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum.Jón Gunnlaugur: Mér finnst halla verulega á okkur í dómgæslunni „Ég vil byrja á því að hrósa starfsfólkinu sem gerir allt klárt fyrir okkur og kemur fram við okkur eins og prinsessur, en liðið mætir ekki til leiks og það er ekki í boði í næsta leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna eftir sjö marka sigur á sínum gömlu lærimeyjum í FH á heimavelli í dag. „Mér finnst verulega halla á okkur í dómgæslunni, ef þetta fer eitthvað lengra biðst ég strax afsökunar á þessum ummælum. Við unnum en við getum miklu betur, við erum með tuttugu tæknifeila í þessum leik en við verðum að spila miklu betur í leik númer tvö.“ Við spurðum Jón Gunnlaug út í rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum og hafði hann þetta að segja. „Hún fer ekki aftan í hana - það er alveg klárt mál. En hún fær rautt og ég veit ekki hvort hún verður í banni í næsta leik. Þetta var ekki rautt spjald.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Eyjastúlkur eru einum sigri frá undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær sigruðu FH-inga hér í Vestmannaeyjum í dag með sjö marka mun eftir mjög kaflaskiptan leik. Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað og virtist ekki stefna í neina markasúpu. Það voru gestirnir sem tóku yfirhöndina í leiknum og voru komnar í 1-5 eftir tólf mínútna leik en þá hafði þeim tekist að loka á öll helstu sóknarvopn heimakvenna. Þegar staðan var orðin 2-7 var heimakonum nóg boðið og ákváðu þær að skipta um gír. Þær skoruðu níu mörk gegn einu það sem eftir var af hálfleiknum og voru því með nokkuð þægilega forystu, 11-8, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eyjakonur spiluðu á sama liði allan fyrri hálfleikinn, en gestirnir rúlluðu sínu liði vel yfir allan leikinn. Eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleiknum var forystan orðin fimm mörk og virtust Eyjakonur einungis ætla að gefa í og skilja gestina eftir. Á 43. mínútu leiksins fór Aníta Mjöll Ægisdóttir upp í skot og braut Vera Lopes á henni. Hörður Aðalsteinsson, dómari leiksins lyfti skömmu síðar upp rauða spjaldinu sem vakti mikla undrun áhorfenda og þjálfara Eyjaliðsins. Á næstu mínútum tókst gestunum að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki vegna þess að Eyjakonur skoruðu sjö af seinustu níu mörkum leiksins og sigruðu með sjö marka mun, 25-18. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á þriðjudaginn en þá geta Eyjakonur tryggt sig í undanúrslitin.Guðmundur Pedersen: Við missum kjarkinn „Þær bæta sinn leik og við missum kjarkinn, í seinni hálfleik erum við alltaf á eftir og það vantar klókindi og skynsemi hjá okkur til að klára leikinn,“ sagði Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, eftir tap sinna kvenna gegn Eyjastúlkum í dag. „ÍBV er heilt yfir með frábært lið, við þurfum að stoppa fullt af leikmönnum þegar við stöndum okkar vörn,“ sagði Guðmundur en hann tekur marga jákvæða hluti úr þessum leik í leikinn á þriðjudaginn. „Ég þori ekki að tjá mig um það, mér sýnist hún vera að gera sig líklega til þess að skjóta á markið og þá er rifið aftan í hana. Ef að það er rétt hjá mér þá held ég að það sé rautt,“ sagði Guðmundur að lokum um rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum.Jón Gunnlaugur: Mér finnst halla verulega á okkur í dómgæslunni „Ég vil byrja á því að hrósa starfsfólkinu sem gerir allt klárt fyrir okkur og kemur fram við okkur eins og prinsessur, en liðið mætir ekki til leiks og það er ekki í boði í næsta leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna eftir sjö marka sigur á sínum gömlu lærimeyjum í FH á heimavelli í dag. „Mér finnst verulega halla á okkur í dómgæslunni, ef þetta fer eitthvað lengra biðst ég strax afsökunar á þessum ummælum. Við unnum en við getum miklu betur, við erum með tuttugu tæknifeila í þessum leik en við verðum að spila miklu betur í leik númer tvö.“ Við spurðum Jón Gunnlaug út í rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum og hafði hann þetta að segja. „Hún fer ekki aftan í hana - það er alveg klárt mál. En hún fær rautt og ég veit ekki hvort hún verður í banni í næsta leik. Þetta var ekki rautt spjald.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira