Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2014 20:00 Róbert Guðfinnsson í einni af fyrrum byggingum SR-mjöls, sem hann keypti í byrjun árs. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. Róbert vonast til skapa eitthundrað ný störf í bænum á næstu árum í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Stöð 2 hefur að undanförnu verið að fjalla um margra milljarða króna fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði og hann virðist hvergi nærri hættur. Í janúar keypti hann gömlu síldarverksmiðjurnar, meðal annars með það í huga að hefja þar efnaframleiðslu í tengslum við líftæknifyrirtækið Genís. Nú hafa Genís og Landsvirkjun gert samstarfssamning um gerð viðskiptaáætlunar fyrir klór-alkalí verksmiðju en hún notar mikla raforku og flokkast undir orkufrekan iðnað. Í viðtali við Stöð 2 segir Róbert að verkmiðjan myndi framleiða sóta, sýru, klór og lítilsháttar vetni en þessi efni þarf vegna vinnslu Genís á kítin úr rækjuskel. Róbert leggur áherslu á að laða ungt vel menntað fólk til bæjarins. Klór-alkalí verksmiðjan sem slík þyrfti þó aðeins 5-7 starfsmenn en mun fleiri yrðu í annarri starfsemi Genís. Spurður hvað hann verði kominn með marga í vinnu á Siglufirði þegar allt verður komið í gang sem hann vinnur nú að svarar Róbert að hann vonist til að innan fimm til sjö ára verði starfsmenn orðnir um eitthundrað talsins. Í þættinum “Um land allt” á þriðjudagskvöld verður áfram fjallað um Róbert og fjárfestingar hans á Siglufirði. Þar verður Róbert spurður hvað honum gangi til; hvort þetta sé gert af hugsjón eða í hagnaðarvon, og hann skýrir jafnframt frá velgengni sinni í útlöndum síðastliðinn áratug og hvernig hann efnaðist. Þetta verður seinni þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér. Fjallabyggð Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. Róbert vonast til skapa eitthundrað ný störf í bænum á næstu árum í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Stöð 2 hefur að undanförnu verið að fjalla um margra milljarða króna fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði og hann virðist hvergi nærri hættur. Í janúar keypti hann gömlu síldarverksmiðjurnar, meðal annars með það í huga að hefja þar efnaframleiðslu í tengslum við líftæknifyrirtækið Genís. Nú hafa Genís og Landsvirkjun gert samstarfssamning um gerð viðskiptaáætlunar fyrir klór-alkalí verksmiðju en hún notar mikla raforku og flokkast undir orkufrekan iðnað. Í viðtali við Stöð 2 segir Róbert að verkmiðjan myndi framleiða sóta, sýru, klór og lítilsháttar vetni en þessi efni þarf vegna vinnslu Genís á kítin úr rækjuskel. Róbert leggur áherslu á að laða ungt vel menntað fólk til bæjarins. Klór-alkalí verksmiðjan sem slík þyrfti þó aðeins 5-7 starfsmenn en mun fleiri yrðu í annarri starfsemi Genís. Spurður hvað hann verði kominn með marga í vinnu á Siglufirði þegar allt verður komið í gang sem hann vinnur nú að svarar Róbert að hann vonist til að innan fimm til sjö ára verði starfsmenn orðnir um eitthundrað talsins. Í þættinum “Um land allt” á þriðjudagskvöld verður áfram fjallað um Róbert og fjárfestingar hans á Siglufirði. Þar verður Róbert spurður hvað honum gangi til; hvort þetta sé gert af hugsjón eða í hagnaðarvon, og hann skýrir jafnframt frá velgengni sinni í útlöndum síðastliðinn áratug og hvernig hann efnaðist. Þetta verður seinni þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér.
Fjallabyggð Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00