Persónunjósnir sjálfstæðismanna í Kópavogi Hjálmar Hjálmarsson skrifar 14. maí 2014 00:00 Það er sjálfsagður og lýðræðislegur réttur hvers manns að taka þátt í stjórnmálum. Rétturinn til að bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga er varinn með margvíslegum hætti. Þær hindranir sem frambjóðendur þurfa að yfirstíga eru ekki miklar. Í Kópavogi þurfa framboð að afla sér að lágmarki 80 undirskrifta frá kjósendum sem gefa þar með framboðinu tækifæri til að nýta sér þennan dýrmæta lýðræðisrétt sinn; að taka þátt í stjórn bæjarfélagsins. Þessari undirskrift fylgja engar kvaðir að nokkru leyti. Sjálf atkvæðagreiðslan á kjördag er enn sem komið er leynileg, sem betur fer. Engu að síður eru fjölmargir sem vilja ekki tengjast stjórnmálaflokkum á nokkurn hátt. Sjá þá sem gamaldags, spillta og vinna fyrst og fremst að sérhagsmunum fárra í stað þess að hugsa um hag samfélagsins. Undanfarna daga hafa frambjóðendur Næstbestaflokksins í Kópavogi safnað um 120 undirskriftum frá kjósendum sem staðfesta þar með að þeir styðji okkur til framboðs. Við hétum þessu fólki trúnaði, að þessar upplýsingar kæmu hvergi fram nema hjá kjörstjórn sem myndi síðan eyða þeim að kosningum loknum. Að engin skuldbinding fælist í undirskriftinni og þær yrðu hvergi birtar opinberlega. Að framboð okkar tengdist ekki neinum af starfandi stjórnmálaflokkum. Að frambjóðendur Næstbestaflokksins hefðu engin bein hagsmunatengsl við einstök fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök í bænum. Að við vildum vinna fyrir alla í Kópavogi, en ekki fyrir fáa útvalda.Fyrirgreiðslupólitík Nú hefur það fáheyrða gerst, að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Bragi Michaelsson, óskar eftir því að fá afhenta meðmælendalista allra framboða til kosninganna í vor. Til hvers veit ég ekki. Eina skýringin sem hann gaf var sú að þetta hefði „alltaf verið gert“, sem er auðvitað firra. Stjórnmálaflokkar eru löngu hættir þessum ósið sem er ekkert annað en lágkúrulegar persónunjósnir. Það er nefnilega svo að sumir menn og flokkar telja sig „eiga“ atkvæði kjósenda í bænum og vilja fá að vita hverjir ætli að svíkjast undan merkjum. Þetta eru sömu mennirnir og telja sig eiga Kópavog, að þeir geti gengið í sjóði bæjarins, fengið verkefni, lóðir, djobb og fyrirgreiðslu eins og þeim hentar. Þetta er „gamli tíminn“ sem mætir nútímanum. Fyrirgreiðslupólitíkin sem abbast upp á heilbrigða skynsemi. Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn fái aðgang að meðmælendalistum og upplýsingar um nöfn þeirra 120 íbúa sem þar er að finna. Byggingaverktakinn og skógræktarfrömuðurinn Bragi Michaelsson verður að finna þörf sinni til persónunjósna annan farveg. Hverjir styðja Næstbestaflokkinn til framboðs í kosningunum í vor er trúnaðarmál milli framboðsins og kjörstjórnar Kópavogs og verður það áfram. Það kemur hvorki Sjálfstæðisflokknum né Braga Michaelssyni nokkurn skapaðan hlut við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er sjálfsagður og lýðræðislegur réttur hvers manns að taka þátt í stjórnmálum. Rétturinn til að bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga er varinn með margvíslegum hætti. Þær hindranir sem frambjóðendur þurfa að yfirstíga eru ekki miklar. Í Kópavogi þurfa framboð að afla sér að lágmarki 80 undirskrifta frá kjósendum sem gefa þar með framboðinu tækifæri til að nýta sér þennan dýrmæta lýðræðisrétt sinn; að taka þátt í stjórn bæjarfélagsins. Þessari undirskrift fylgja engar kvaðir að nokkru leyti. Sjálf atkvæðagreiðslan á kjördag er enn sem komið er leynileg, sem betur fer. Engu að síður eru fjölmargir sem vilja ekki tengjast stjórnmálaflokkum á nokkurn hátt. Sjá þá sem gamaldags, spillta og vinna fyrst og fremst að sérhagsmunum fárra í stað þess að hugsa um hag samfélagsins. Undanfarna daga hafa frambjóðendur Næstbestaflokksins í Kópavogi safnað um 120 undirskriftum frá kjósendum sem staðfesta þar með að þeir styðji okkur til framboðs. Við hétum þessu fólki trúnaði, að þessar upplýsingar kæmu hvergi fram nema hjá kjörstjórn sem myndi síðan eyða þeim að kosningum loknum. Að engin skuldbinding fælist í undirskriftinni og þær yrðu hvergi birtar opinberlega. Að framboð okkar tengdist ekki neinum af starfandi stjórnmálaflokkum. Að frambjóðendur Næstbestaflokksins hefðu engin bein hagsmunatengsl við einstök fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök í bænum. Að við vildum vinna fyrir alla í Kópavogi, en ekki fyrir fáa útvalda.Fyrirgreiðslupólitík Nú hefur það fáheyrða gerst, að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Bragi Michaelsson, óskar eftir því að fá afhenta meðmælendalista allra framboða til kosninganna í vor. Til hvers veit ég ekki. Eina skýringin sem hann gaf var sú að þetta hefði „alltaf verið gert“, sem er auðvitað firra. Stjórnmálaflokkar eru löngu hættir þessum ósið sem er ekkert annað en lágkúrulegar persónunjósnir. Það er nefnilega svo að sumir menn og flokkar telja sig „eiga“ atkvæði kjósenda í bænum og vilja fá að vita hverjir ætli að svíkjast undan merkjum. Þetta eru sömu mennirnir og telja sig eiga Kópavog, að þeir geti gengið í sjóði bæjarins, fengið verkefni, lóðir, djobb og fyrirgreiðslu eins og þeim hentar. Þetta er „gamli tíminn“ sem mætir nútímanum. Fyrirgreiðslupólitíkin sem abbast upp á heilbrigða skynsemi. Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn fái aðgang að meðmælendalistum og upplýsingar um nöfn þeirra 120 íbúa sem þar er að finna. Byggingaverktakinn og skógræktarfrömuðurinn Bragi Michaelsson verður að finna þörf sinni til persónunjósna annan farveg. Hverjir styðja Næstbestaflokkinn til framboðs í kosningunum í vor er trúnaðarmál milli framboðsins og kjörstjórnar Kópavogs og verður það áfram. Það kemur hvorki Sjálfstæðisflokknum né Braga Michaelssyni nokkurn skapaðan hlut við.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun