Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.
Vísir fékk leyfi til að endurbirta nokkra af tekjuhæstu einstaklingunum í mismunandi starfsstéttum.
Í umfjöllun sinni áréttar tímaritið að um er að ræða skattskyldar tekjur á árinu 2013 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi
Listamenn
Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari – 3.203 þúsund krónur á mánuði.
Bragi Valdimar Skúlason, Baggalúti – 1.691 þúsund krónur á mánuði.
Magnús Þór Jónsson eða Megas, tónlistarmaður – 1.241 þúsund krónur á mánuði.
Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður – 1.106 þúsund krónur á mánuði.
Eggert Pétursson, myndlistarmaður – 1.086 þúsund krónur á mánuði.
Sigurður Flosason, saxófónleikari – 1.053 þúsund krónur á mánuði.
Jón kalmann Stefánsson, rithöfundur – 990 þúsund krónur á mánuði.
Hilmir Snær Guðnason, leikari – 961 þúsund krónur á mánuði.
Sigurjón B. Sigurðsson eða Sjón, rithöfundur – 950 þúsund krónur á mánuði.
Þráinn Bertelsson, fv. alþingismaður og rithöfundur – 899 þúsund krónur á mánuði.
Tekjur Íslendinga - Listamenn

Tengdar fréttir

Kristján tekjuhæstur með 17 milljónir á mánuði
Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðasviðs Samherja, er tekjuhæstur allra með 17.725 þúsund í mánaðarlaun samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar.

Konur í miklum minnihluta á meðal þeirra tekjuhæstu
Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið.

Tekjur Íslendinga - Skipstjórar og útgerðarmenn
Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðasviðs Samherja, er launahæstur útgerðarmanna samkvæmt Frjásri verslun.

Verulegar launahækkanir í samfélaginu
Forstjórar hafa hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða um 3,6 milljónir á ári samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag.