Yfirboð og millifærslur Ólafur Ragnarsson skrifar 1. maí 2014 07:00 Í Morgunblaðinu þann 16. apríl sl. birtist ágætis grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðing þar sem hann kallar það galinn leik að stjórnvöld bæti íbúðareigendum fjártjón sem þeir urðu fyrir vegna þess að verðtryggðar skuldir þeirra hækkuðu af völdum bankahrunsins 2008, en þá varð enn einu sinni stórkostlegt verðfall á íslensku krónunni. Aðalhöfundur að og baráttumaður fyrir þessum bótum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, en það var einmitt þetta snjalla kosningaloforð sem skilaði Framsóknarflokknum stórsigri í síðustu þingkosningum. Bónusinn fékk svo flokkurinn þegar Sigmundur Davíð fékk stjórnarmyndunarumboðið og gerðist forsætisráðherra. Þannig getur hann nú efnt kosningaloforðið um bætur til sumra skuldara, einkum þeirra tekjuhærri, því að þeir skuldsetja sig oft meira en þeir sem minna mega sín. Ekki er ólíklegt að það hafi einmitt verið þeir efnameiri sem bitu helst á kosningaloforðsagnið.Réttarríkið Einkenni réttarríksins er m.a. að almennar lagareglur eiga að gilda um öll lögskipti borgaranna svo sem viðskipti eins og kaup og sölu og þessar lagareglur mega ekki vera afturvirkar. Borgararnir eiga ýmis réttindi og eru bundnir ýmsum skyldum en eru að mestu frjálsir að öðru leyti. Jafnframt eru í gildi ákveðnar meginreglur eins og þær að skuldbindingar má fá dæmdar ógildar hafi borgararnir verið sannanlega blekktir til þeirra eða forsendur hafa brostið með tilteknum hætti. Þá er það dómstólanna en ekki stjórnmálamanna að meta slíkt eftir þeim aðstæðum sem voru fyrir hendi þegar forsendubresturinn varð. Hins vegar er hægt með sérstökum lögum að ógilda/lækka slíkar skuldbindingar ef meirihluti alþingsmanna samþykkir slíkt lagafrumvarp.Kostulegt frumvarp fjármálaráðherra Undrun vekur að formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, gæslumaður ríkissjóðs, skuli flytja lagafrumvarp til að efna og standa undir greiðslu á kosningaloforði Framsóknarflokksins. Sjálfstæðisflokksmönnum var ljóst strax fyrir kosningar að kosningaloforðið var bara loforð um millifærslu á fjármunum. Millifærslur eru efnahagúrræði sem framsóknarmenn hafa alla tíð beitt. Dæmi um það er landbúnaðarstefna þeirra. Alltaf eru til hagsmunaaðilar sem kaupa slík loforð með atkvæði sínu. Millifærslur er ekki það sem þarf í dag til að bjarga Íslandi. Ríkissjóður Íslands er þriðji skuldsettasti ríkissjóður þjóðríkjanna sem eru aðilar að EES (um 30 þjóðríki í Evrópu) miðað við íbúafjölda, aðeins ríkissjóður Grikklands og Írlands eru skuldsettari. Það sem þarf er aukin framleiðni í atvinnulífinu, bæði á sviði framleiðslu og þjónustu. Framleiðni í íslenska hagkerfinu er mjög lítil í samanburði við þróuð erlend hagkerfi, en lítil framleiðni er ávísun á fátækt. Aukin framleiðni myndast þar sem samkeppni ríkir og samkeppnisgreinar sem veita mestan arð eru þær sem byggja á menntuðu og vel þjálfuðu vinnuafli. Íslenska krónan er dragbítur sem dregur úr samkeppnishæfni Íslendinga og í kjölfar millifærslnanna kemur verðbólga sem launafólk og almenningur borgar fyrir með enn meiri fátækt og skuldsetningu. Höfundur kosningaloforðsins, Sigmundur Davíð, er ósýnilegur í öllum umræðum um þetta frumvarp. Allir sannir íhaldsmenn, í besta skilningi þess orðs, vita að það er galinn leikur að stunda þau yfirboð og millifærslur sem frumvarpið um efndir kosningaloforðsins felur í sér. Við skulum vona að þetta kosningaloforð og þessi yfirboð verði aldrei að lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu þann 16. apríl sl. birtist ágætis grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðing þar sem hann kallar það galinn leik að stjórnvöld bæti íbúðareigendum fjártjón sem þeir urðu fyrir vegna þess að verðtryggðar skuldir þeirra hækkuðu af völdum bankahrunsins 2008, en þá varð enn einu sinni stórkostlegt verðfall á íslensku krónunni. Aðalhöfundur að og baráttumaður fyrir þessum bótum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, en það var einmitt þetta snjalla kosningaloforð sem skilaði Framsóknarflokknum stórsigri í síðustu þingkosningum. Bónusinn fékk svo flokkurinn þegar Sigmundur Davíð fékk stjórnarmyndunarumboðið og gerðist forsætisráðherra. Þannig getur hann nú efnt kosningaloforðið um bætur til sumra skuldara, einkum þeirra tekjuhærri, því að þeir skuldsetja sig oft meira en þeir sem minna mega sín. Ekki er ólíklegt að það hafi einmitt verið þeir efnameiri sem bitu helst á kosningaloforðsagnið.Réttarríkið Einkenni réttarríksins er m.a. að almennar lagareglur eiga að gilda um öll lögskipti borgaranna svo sem viðskipti eins og kaup og sölu og þessar lagareglur mega ekki vera afturvirkar. Borgararnir eiga ýmis réttindi og eru bundnir ýmsum skyldum en eru að mestu frjálsir að öðru leyti. Jafnframt eru í gildi ákveðnar meginreglur eins og þær að skuldbindingar má fá dæmdar ógildar hafi borgararnir verið sannanlega blekktir til þeirra eða forsendur hafa brostið með tilteknum hætti. Þá er það dómstólanna en ekki stjórnmálamanna að meta slíkt eftir þeim aðstæðum sem voru fyrir hendi þegar forsendubresturinn varð. Hins vegar er hægt með sérstökum lögum að ógilda/lækka slíkar skuldbindingar ef meirihluti alþingsmanna samþykkir slíkt lagafrumvarp.Kostulegt frumvarp fjármálaráðherra Undrun vekur að formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, gæslumaður ríkissjóðs, skuli flytja lagafrumvarp til að efna og standa undir greiðslu á kosningaloforði Framsóknarflokksins. Sjálfstæðisflokksmönnum var ljóst strax fyrir kosningar að kosningaloforðið var bara loforð um millifærslu á fjármunum. Millifærslur eru efnahagúrræði sem framsóknarmenn hafa alla tíð beitt. Dæmi um það er landbúnaðarstefna þeirra. Alltaf eru til hagsmunaaðilar sem kaupa slík loforð með atkvæði sínu. Millifærslur er ekki það sem þarf í dag til að bjarga Íslandi. Ríkissjóður Íslands er þriðji skuldsettasti ríkissjóður þjóðríkjanna sem eru aðilar að EES (um 30 þjóðríki í Evrópu) miðað við íbúafjölda, aðeins ríkissjóður Grikklands og Írlands eru skuldsettari. Það sem þarf er aukin framleiðni í atvinnulífinu, bæði á sviði framleiðslu og þjónustu. Framleiðni í íslenska hagkerfinu er mjög lítil í samanburði við þróuð erlend hagkerfi, en lítil framleiðni er ávísun á fátækt. Aukin framleiðni myndast þar sem samkeppni ríkir og samkeppnisgreinar sem veita mestan arð eru þær sem byggja á menntuðu og vel þjálfuðu vinnuafli. Íslenska krónan er dragbítur sem dregur úr samkeppnishæfni Íslendinga og í kjölfar millifærslnanna kemur verðbólga sem launafólk og almenningur borgar fyrir með enn meiri fátækt og skuldsetningu. Höfundur kosningaloforðsins, Sigmundur Davíð, er ósýnilegur í öllum umræðum um þetta frumvarp. Allir sannir íhaldsmenn, í besta skilningi þess orðs, vita að það er galinn leikur að stunda þau yfirboð og millifærslur sem frumvarpið um efndir kosningaloforðsins felur í sér. Við skulum vona að þetta kosningaloforð og þessi yfirboð verði aldrei að lögum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar