„Þetta reddast“ Mikael Torfason skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Því miður er þetta enn ein skoðanagreinin um þá staðreynd að við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag þegar kemur að kynferðisofbeldi. Í frétt í blaðinu í dag segjum við frá því að dæmi eru um að fórnarlömbum nauðgana hafi verið vísað frá neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis af því að það fannst enginn læknir til að sinna þeim. „Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Gunnhildur Pétursdóttir en hún sinnir réttargæslu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og þurfti að horfa upp á það að skjólstæðingur hennar var sendur heim („Hún var orðin örþreytt. Þetta er rosalegt álag á brotaþola.“). Gunnhildur heldur áfram og segir það ótrúlegt en satt að „þetta reddast“ yfirleitt og að það sé ekki mjög algengt að fórnarlömb nauðgana séu send heim frá neyðarmóttöku vegna læknaskorts. Gunnhildur segir að best væri að læknir væri alltaf á vakt, allan sólarhringinn, til að taka á móti fórnarlömbum. Sýni geta jú glatast og allar svona tafir geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstakling sem nýbúið er að nauðga. Viðkomandi geta fallist hendur og hún eða hann hreinlega hætt við að klára rannsókn. Eyrún Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Hún tekur undir með Gunnhildi og segir að þetta geti verið erfitt fyrir þolendur, að vera sendir heim vegna læknaskorts, en læknarnir sem sinna þessu starfi starfa víst ekki innan spítalans heldur „á sínum stofum úti í bæ. Þeir eru með fullbókaða dagskrá hjá sér alla daga því það er ekki vitað hvenær svona mál koma inn.“ En hér er auðvitað hvorki við Eyrúnu að sakast né Gunnhildi eða læknana heldur þetta kerfi sem við búum við. Við búum við kerfi sem sleppir nauðgurum. Að meðaltali kemur rúmlega eitt kynferðisbrotamál á dag inn á borð lögreglu. Allt árið um kring. Þetta eru um fjögur hundruð og fimmtíu mál á ári samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á sínum tíma. Aðeins er ákært í rúmlega tuttugu af þessum málum (að meðaltali). Varla fjórtán af þeim málum sem enda með ákæru enda með sakfellingu fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin er erfið og oft er þetta orð gegn orði og svo framvegis. Eða svo er okkur sagt. En er ekki bara miklu líklegra að þetta sé alls ekki svona einfalt og að frétt Fréttablaðsins í dag varpi ljósi á stóra vandamálið? Sem er einfaldlega að við tökum þessi mál ekki nógu alvarlega. Það kemur fyrir að fórnarlömbum nauðgana er hreinlega vísað frá og þau beðin um að koma aftur síðar þegar náðst hefur í lækni til að sinna þeim. Nú vitum við í augnablikinu ekki hver fer með dómsmálin í landinu en við vitum hver er heilbrigðisráðherra og hann ætti að kippa þessu í liðinn. Strax. Þetta reddast ekki nema við lögum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Skoðun Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Sjá meira
Því miður er þetta enn ein skoðanagreinin um þá staðreynd að við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag þegar kemur að kynferðisofbeldi. Í frétt í blaðinu í dag segjum við frá því að dæmi eru um að fórnarlömbum nauðgana hafi verið vísað frá neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis af því að það fannst enginn læknir til að sinna þeim. „Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Gunnhildur Pétursdóttir en hún sinnir réttargæslu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og þurfti að horfa upp á það að skjólstæðingur hennar var sendur heim („Hún var orðin örþreytt. Þetta er rosalegt álag á brotaþola.“). Gunnhildur heldur áfram og segir það ótrúlegt en satt að „þetta reddast“ yfirleitt og að það sé ekki mjög algengt að fórnarlömb nauðgana séu send heim frá neyðarmóttöku vegna læknaskorts. Gunnhildur segir að best væri að læknir væri alltaf á vakt, allan sólarhringinn, til að taka á móti fórnarlömbum. Sýni geta jú glatast og allar svona tafir geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstakling sem nýbúið er að nauðga. Viðkomandi geta fallist hendur og hún eða hann hreinlega hætt við að klára rannsókn. Eyrún Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Hún tekur undir með Gunnhildi og segir að þetta geti verið erfitt fyrir þolendur, að vera sendir heim vegna læknaskorts, en læknarnir sem sinna þessu starfi starfa víst ekki innan spítalans heldur „á sínum stofum úti í bæ. Þeir eru með fullbókaða dagskrá hjá sér alla daga því það er ekki vitað hvenær svona mál koma inn.“ En hér er auðvitað hvorki við Eyrúnu að sakast né Gunnhildi eða læknana heldur þetta kerfi sem við búum við. Við búum við kerfi sem sleppir nauðgurum. Að meðaltali kemur rúmlega eitt kynferðisbrotamál á dag inn á borð lögreglu. Allt árið um kring. Þetta eru um fjögur hundruð og fimmtíu mál á ári samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á sínum tíma. Aðeins er ákært í rúmlega tuttugu af þessum málum (að meðaltali). Varla fjórtán af þeim málum sem enda með ákæru enda með sakfellingu fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin er erfið og oft er þetta orð gegn orði og svo framvegis. Eða svo er okkur sagt. En er ekki bara miklu líklegra að þetta sé alls ekki svona einfalt og að frétt Fréttablaðsins í dag varpi ljósi á stóra vandamálið? Sem er einfaldlega að við tökum þessi mál ekki nógu alvarlega. Það kemur fyrir að fórnarlömbum nauðgana er hreinlega vísað frá og þau beðin um að koma aftur síðar þegar náðst hefur í lækni til að sinna þeim. Nú vitum við í augnablikinu ekki hver fer með dómsmálin í landinu en við vitum hver er heilbrigðisráðherra og hann ætti að kippa þessu í liðinn. Strax. Þetta reddast ekki nema við lögum það.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun