Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2014 18:30 Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. virðist ætla að draga dilk á eftir sér en hlutur bankans í fyrirtækinu var seldur án auglýsingar. Bankastjóri Landsbankans hefur sagt að það hafi verið erfitt ef ekki ómögulegt fyrir bankann að selja hlutinn í opnu söluferli því bankinn hafi takmarkaða aðkomu haft að Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi, vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn er núna í viðræðum við Arion banka um að sá síðarnefndi kaupi 38 prósenta hlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Valitor hf. Og það sama er uppi á teningnum þar, ekki er um opið söluferli að ræða. „Valitor er dótturfélag Arion banka og þar erum við í sama myrkrinu þannig að þar eiga sömu sjónarmið mið. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það,“ sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Samkeppniseftirlitið hefur meinað Landsbankanum að hafa afskipti af störfum stjórnar Valitor, rétt eins og í tilviki Borgunar og því voru stjórnarmenn bankans í þessum fyrirtækjum í raun óvirkir. Landsbankinn gat ekki gefið þeim fyrirmæli af neinu tagi. Það var þetta sem Steinþór var að vísa í. Bankinn gæti ekki nálgast upplýsingar um fyrirtækin fyrir væntanlega kaupendur. Efnahags- og viðskiptanefnd skoðar málið Að undirlagi Árna Páls Árnasonar alþingismanns hefur Steinþór verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis næsta mánudag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslu ríkisins og Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða söluna á Borgun. „Mér segja fróðir menn að það sé hægt að fá utanaðkomandi ráðgjafa að annast sölu eða koma á umgjörð til að upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur þótt bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur. Og ég vil fá skýringar á því hvers vegna sá kostur var ekki valinnn,“ segir Árni Páll. Hann segir það gagnrýnivert að ekki séu verklagsreglur sem bindi hendur stjórnenda Landsbankans við sölu á eignum bankans. Arion banki á meirihluta í Valitor og Íslandsbanki á meirihluta í Borgun. „Eignarhald á Íslandsbanka og Arion banka er í uppnámi. Það að Landsbankinn, ríkisbanki, sé í einhverjum feluleik að selja völdum hópum lykilaðstöðu gagnvart þessum tveimur bönkum lyktar af því að verið sé að velja þær klíkur sem fái að eignast þessa banka,“ segir Árni Páll. Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Fengu einir að kaupa Borgun 29. nóvember 2014 12:00 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. virðist ætla að draga dilk á eftir sér en hlutur bankans í fyrirtækinu var seldur án auglýsingar. Bankastjóri Landsbankans hefur sagt að það hafi verið erfitt ef ekki ómögulegt fyrir bankann að selja hlutinn í opnu söluferli því bankinn hafi takmarkaða aðkomu haft að Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi, vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn er núna í viðræðum við Arion banka um að sá síðarnefndi kaupi 38 prósenta hlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Valitor hf. Og það sama er uppi á teningnum þar, ekki er um opið söluferli að ræða. „Valitor er dótturfélag Arion banka og þar erum við í sama myrkrinu þannig að þar eiga sömu sjónarmið mið. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það,“ sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Samkeppniseftirlitið hefur meinað Landsbankanum að hafa afskipti af störfum stjórnar Valitor, rétt eins og í tilviki Borgunar og því voru stjórnarmenn bankans í þessum fyrirtækjum í raun óvirkir. Landsbankinn gat ekki gefið þeim fyrirmæli af neinu tagi. Það var þetta sem Steinþór var að vísa í. Bankinn gæti ekki nálgast upplýsingar um fyrirtækin fyrir væntanlega kaupendur. Efnahags- og viðskiptanefnd skoðar málið Að undirlagi Árna Páls Árnasonar alþingismanns hefur Steinþór verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis næsta mánudag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslu ríkisins og Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða söluna á Borgun. „Mér segja fróðir menn að það sé hægt að fá utanaðkomandi ráðgjafa að annast sölu eða koma á umgjörð til að upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur þótt bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur. Og ég vil fá skýringar á því hvers vegna sá kostur var ekki valinnn,“ segir Árni Páll. Hann segir það gagnrýnivert að ekki séu verklagsreglur sem bindi hendur stjórnenda Landsbankans við sölu á eignum bankans. Arion banki á meirihluta í Valitor og Íslandsbanki á meirihluta í Borgun. „Eignarhald á Íslandsbanka og Arion banka er í uppnámi. Það að Landsbankinn, ríkisbanki, sé í einhverjum feluleik að selja völdum hópum lykilaðstöðu gagnvart þessum tveimur bönkum lyktar af því að verið sé að velja þær klíkur sem fái að eignast þessa banka,“ segir Árni Páll.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Fengu einir að kaupa Borgun 29. nóvember 2014 12:00 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00