Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 21-24 | Oddaleikur í Hafnarfirði Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 29. apríl 2014 11:50 Árni Steinn Steinþórsson skorar fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Valli Haukar lögðu FH 24-21 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16. FH mætti mjög ákveðið til leiks og greinilegt að leikmenn liðsins voru ákveðnir í að láta ekki rassskella líkt og í þriðja leik liðanna. FH lék frábæra vörn framan af og sóknin gekk vel. Svo vel að Patrekur tók leikhlé á tólftu mínútu en þegar stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik snérist leikurinn. FH var þremur mörkum yfir 9-6 en Haukar skoruðu átta af tíu síðustu mörkum fyrri hálfleiks og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-11. Miklu munaði um frábæra innkomu Giedrius Morkunas í mark Hauka. Hann var með 70% markvörslu á sextán mínútum í fyrri hálfleik og með hann í því formi fyrir aftan öfluga vörnina fengu Haukar hraðaupphlaupin sem liðið nærist á. Haukar skoruðu sex hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik, þar af fimm þeirra á síðasta stundarfjórðungnum. Daníel Freyr Andrésson kom inn í mark FH í upphafi seinni hálfleiks og varði fyrsta skot Hauka en Haukar skoruðu engu að síður fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks þar sem ekkert gekk í sókn FH. Alls liðu 20 mínútur þar sem FH skoraði bara tvö mörk. Haukar náði þá sjö marka forystu en FH náði að minnka muninn í þrjú mörk og fékk færi til minnka muninn í tvö mörk sem liðið nýtti ekki. Frábær tuttugu mínútna kafli hjá Haukum réð úrslitum í kvöld. Liðið lék frábæra vörn og fékk þá mörg mörk úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknin gekk vel. Þess utan var jafnræði með liðunum og geta Haukar þakkað Morkunas í markinu að FH náði ekki að gera leikinn enn meira spennandi á loka mínútunum.Patrekur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliPatrekur: Rimman er ekki búin „Þetta er úrslitakeppni og það getur allt gerst. Þetta var hörku rimma tveggja góðra liða. Það eru allir að leggja allt í þetta, bæði FH og við,“ sagði diplómatískur Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka í leikslok. „Við erum að spila við FH. Auðvitað geta komið slys eins og hjá okkur í fyrsta leiknum og þeim í þriðja leiknum en annars hafa báðir leikirnir verið mjög svipaðir. Rimman er ekki búin, ég veit það. „Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu í kvöld og auðvitað er ekki langt að fara í útileikinn en vonandi fáum við ennþá fleiri á fimmtudaginn á Ásvelli,“ sagði Patrekur.Haukarnir fagna í kvöld.Vísir/ValliMatthías Árni: Vil Haukamenn í rauðu og FH-inga í hvítu „Þetta var hörku leikur. Við gáfumst aldrei upp þó við höfum lentu undir í byrjun leiksins og þeir hafi átt góðan sprett um miðjan seinni hálfleik,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson fyrirliði Hauka. „Við náum halda áfram, vera áræðnir og nýta færin mjög vel. Við náum að standa vörnina mjög vel á köflum. „Giedrius (Morkunas) var frábær eftir að hann kom inn á og Einar (Ólafur Vilmundarson) náði að taka flotta bolta líka. Þetta var algjör vinnusigur liðsheildarinnar,“ sagði Matthías sem vill fá fulla Schenker höll á Ásvöllum á fimmtudaginn. „Ég vil hvetja alla Haukamenn til að mæta í rauða og FH-inga til að mæta í hvítu.“Einar Andri pirraður á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliEinar Andri: Menn hafa sumarið til að hvíla sig „Mér fannst við fara illa að ráði okkur í kvöld. Við vorum með frumkvæðið í leiknum og spiluðum góða vörn og náðum að keyra vel á þá en svo kemur slæmur kafli,“ sagði Einar Andir Einarsson þjálfari FH. „Við missum þá fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks og svo byrjum við seinni hálfleik mjög illa. Svo náum við að keyra þetta niður og fáum færi til að gera þetta að leik í lokin. Við vorum ekki nógu yfirvegaðir fyrir framan markið. „Í stöðunni 24-20 fengum við fimm dauðafæri. Auðvitað fá þeir færi líka en við hefðum virkilega getað gert þetta að leik í lokin ef við hefðum verið svalari fyrir framan markið. „Úrslitakeppnin er erfið. Við vorum ekkert að hugsa um að við værum að fara að klára þetta 3-0 eða einbeita okkur eitthvað að því. Við tökum hvern leik fyrir sig og erum núna búnir að tapa tveimur leikjum. „Við unnum fyrsta leikinn á Ásvöllum og það er enginn að segja að við getum ekki farið þangað og klárað það. Úrslitakeppnin er bara spiluð á nokkrum dögum og menn þurfa að halda áfram. Við þurfum að draga fram lengri góða kafla og fækka slæmu köflunum. Þá getum við klárað þetta. „Það verður enginn þreyttur í liðunum. Menn hafa sumarið til að hvíla sig og okkur langar í úrslitin. Það hefur enginn kvartað undan þreytu ennþá,“ sagði Einar Andri. Olís-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira
Haukar lögðu FH 24-21 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16. FH mætti mjög ákveðið til leiks og greinilegt að leikmenn liðsins voru ákveðnir í að láta ekki rassskella líkt og í þriðja leik liðanna. FH lék frábæra vörn framan af og sóknin gekk vel. Svo vel að Patrekur tók leikhlé á tólftu mínútu en þegar stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik snérist leikurinn. FH var þremur mörkum yfir 9-6 en Haukar skoruðu átta af tíu síðustu mörkum fyrri hálfleiks og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-11. Miklu munaði um frábæra innkomu Giedrius Morkunas í mark Hauka. Hann var með 70% markvörslu á sextán mínútum í fyrri hálfleik og með hann í því formi fyrir aftan öfluga vörnina fengu Haukar hraðaupphlaupin sem liðið nærist á. Haukar skoruðu sex hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik, þar af fimm þeirra á síðasta stundarfjórðungnum. Daníel Freyr Andrésson kom inn í mark FH í upphafi seinni hálfleiks og varði fyrsta skot Hauka en Haukar skoruðu engu að síður fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks þar sem ekkert gekk í sókn FH. Alls liðu 20 mínútur þar sem FH skoraði bara tvö mörk. Haukar náði þá sjö marka forystu en FH náði að minnka muninn í þrjú mörk og fékk færi til minnka muninn í tvö mörk sem liðið nýtti ekki. Frábær tuttugu mínútna kafli hjá Haukum réð úrslitum í kvöld. Liðið lék frábæra vörn og fékk þá mörg mörk úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknin gekk vel. Þess utan var jafnræði með liðunum og geta Haukar þakkað Morkunas í markinu að FH náði ekki að gera leikinn enn meira spennandi á loka mínútunum.Patrekur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliPatrekur: Rimman er ekki búin „Þetta er úrslitakeppni og það getur allt gerst. Þetta var hörku rimma tveggja góðra liða. Það eru allir að leggja allt í þetta, bæði FH og við,“ sagði diplómatískur Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka í leikslok. „Við erum að spila við FH. Auðvitað geta komið slys eins og hjá okkur í fyrsta leiknum og þeim í þriðja leiknum en annars hafa báðir leikirnir verið mjög svipaðir. Rimman er ekki búin, ég veit það. „Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu í kvöld og auðvitað er ekki langt að fara í útileikinn en vonandi fáum við ennþá fleiri á fimmtudaginn á Ásvelli,“ sagði Patrekur.Haukarnir fagna í kvöld.Vísir/ValliMatthías Árni: Vil Haukamenn í rauðu og FH-inga í hvítu „Þetta var hörku leikur. Við gáfumst aldrei upp þó við höfum lentu undir í byrjun leiksins og þeir hafi átt góðan sprett um miðjan seinni hálfleik,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson fyrirliði Hauka. „Við náum halda áfram, vera áræðnir og nýta færin mjög vel. Við náum að standa vörnina mjög vel á köflum. „Giedrius (Morkunas) var frábær eftir að hann kom inn á og Einar (Ólafur Vilmundarson) náði að taka flotta bolta líka. Þetta var algjör vinnusigur liðsheildarinnar,“ sagði Matthías sem vill fá fulla Schenker höll á Ásvöllum á fimmtudaginn. „Ég vil hvetja alla Haukamenn til að mæta í rauða og FH-inga til að mæta í hvítu.“Einar Andri pirraður á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliEinar Andri: Menn hafa sumarið til að hvíla sig „Mér fannst við fara illa að ráði okkur í kvöld. Við vorum með frumkvæðið í leiknum og spiluðum góða vörn og náðum að keyra vel á þá en svo kemur slæmur kafli,“ sagði Einar Andir Einarsson þjálfari FH. „Við missum þá fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks og svo byrjum við seinni hálfleik mjög illa. Svo náum við að keyra þetta niður og fáum færi til að gera þetta að leik í lokin. Við vorum ekki nógu yfirvegaðir fyrir framan markið. „Í stöðunni 24-20 fengum við fimm dauðafæri. Auðvitað fá þeir færi líka en við hefðum virkilega getað gert þetta að leik í lokin ef við hefðum verið svalari fyrir framan markið. „Úrslitakeppnin er erfið. Við vorum ekkert að hugsa um að við værum að fara að klára þetta 3-0 eða einbeita okkur eitthvað að því. Við tökum hvern leik fyrir sig og erum núna búnir að tapa tveimur leikjum. „Við unnum fyrsta leikinn á Ásvöllum og það er enginn að segja að við getum ekki farið þangað og klárað það. Úrslitakeppnin er bara spiluð á nokkrum dögum og menn þurfa að halda áfram. Við þurfum að draga fram lengri góða kafla og fækka slæmu köflunum. Þá getum við klárað þetta. „Það verður enginn þreyttur í liðunum. Menn hafa sumarið til að hvíla sig og okkur langar í úrslitin. Það hefur enginn kvartað undan þreytu ennþá,“ sagði Einar Andri.
Olís-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira