Von á ákvörðun um 400 ný störf Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2014 19:30 Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. Þetta yrði stærsta einstaka atvinnusköpun hérlendis eftir hrun, með allt að 400 ný varanleg störf. Af þeim fjárfestingarverkefnum sem nú eru farvatninu er ekkert stærra en áformin um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Þessi verksmiðja verður frábrugðin hinum kísilverunum, sem rætt er um, að því leyti að hún tekur við kísilmálmi og hreinvinnur hann til nota í sólarflögur og þarf mikinn fjölda starfsmanna. „360-400 vel launuð störf”, sagði stjórnarformaður Silicor Materials, John Correnti, á Grundartanga þann 28. maí síðastliðinn þegar hann undirritaði samningsskilmála vegna lóðar við Faxaflóahafnir. Slíkur fjöldi varanlegra starfa hefur ekki orðið til í einum vettvangi hérlendis frá því álver Alcoa tók til starfa á Reyðarfirði fyrir sjö árum. Þegar samningsskilmálar vegna lóðarinnar voru undirritaðir á Grundartanga fyrir rúmum mánuði kom það á óvart hversu langt undirbúningur væri kominn, en þar kvaðst John Correnti vonast til þess að vélskóflur byrjuðu að grafa síðar á árinu.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí sl.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og nú bendir flest til þess að þetta gangi eftir, og að vinnuvélarnar byrji að moka á lóðinni í október í haust. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er að vænta yfirlýsingar frá ráðamönnum Silicor fyrir miðjan þennan mánuð þess efnis að helstu lykilsamningar um verkefnið séu að mestu frágengnir, þar á meðal um kaup á 85 megavöttum raforku og um lántöku vegna 80 milljarða króna fjárfestingar, en áformað er að framleiðslan hefjist eftir tvö og hálft ár. Lokaorð stjórnarformannsins Johns Correnti við undirritunina í síðasta mánuði voru þessi: „Ég vil gefur ykkur eitt loforð enn. Þegar við komum hingað verðum við gott fyrirtæki og látum okkur annt um samfélagið og hugum að umhverfinu.” Tengdar fréttir Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. Þetta yrði stærsta einstaka atvinnusköpun hérlendis eftir hrun, með allt að 400 ný varanleg störf. Af þeim fjárfestingarverkefnum sem nú eru farvatninu er ekkert stærra en áformin um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Þessi verksmiðja verður frábrugðin hinum kísilverunum, sem rætt er um, að því leyti að hún tekur við kísilmálmi og hreinvinnur hann til nota í sólarflögur og þarf mikinn fjölda starfsmanna. „360-400 vel launuð störf”, sagði stjórnarformaður Silicor Materials, John Correnti, á Grundartanga þann 28. maí síðastliðinn þegar hann undirritaði samningsskilmála vegna lóðar við Faxaflóahafnir. Slíkur fjöldi varanlegra starfa hefur ekki orðið til í einum vettvangi hérlendis frá því álver Alcoa tók til starfa á Reyðarfirði fyrir sjö árum. Þegar samningsskilmálar vegna lóðarinnar voru undirritaðir á Grundartanga fyrir rúmum mánuði kom það á óvart hversu langt undirbúningur væri kominn, en þar kvaðst John Correnti vonast til þess að vélskóflur byrjuðu að grafa síðar á árinu.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí sl.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og nú bendir flest til þess að þetta gangi eftir, og að vinnuvélarnar byrji að moka á lóðinni í október í haust. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er að vænta yfirlýsingar frá ráðamönnum Silicor fyrir miðjan þennan mánuð þess efnis að helstu lykilsamningar um verkefnið séu að mestu frágengnir, þar á meðal um kaup á 85 megavöttum raforku og um lántöku vegna 80 milljarða króna fjárfestingar, en áformað er að framleiðslan hefjist eftir tvö og hálft ár. Lokaorð stjórnarformannsins Johns Correnti við undirritunina í síðasta mánuði voru þessi: „Ég vil gefur ykkur eitt loforð enn. Þegar við komum hingað verðum við gott fyrirtæki og látum okkur annt um samfélagið og hugum að umhverfinu.”
Tengdar fréttir Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45