Von á ákvörðun um 400 ný störf Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2014 19:30 Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. Þetta yrði stærsta einstaka atvinnusköpun hérlendis eftir hrun, með allt að 400 ný varanleg störf. Af þeim fjárfestingarverkefnum sem nú eru farvatninu er ekkert stærra en áformin um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Þessi verksmiðja verður frábrugðin hinum kísilverunum, sem rætt er um, að því leyti að hún tekur við kísilmálmi og hreinvinnur hann til nota í sólarflögur og þarf mikinn fjölda starfsmanna. „360-400 vel launuð störf”, sagði stjórnarformaður Silicor Materials, John Correnti, á Grundartanga þann 28. maí síðastliðinn þegar hann undirritaði samningsskilmála vegna lóðar við Faxaflóahafnir. Slíkur fjöldi varanlegra starfa hefur ekki orðið til í einum vettvangi hérlendis frá því álver Alcoa tók til starfa á Reyðarfirði fyrir sjö árum. Þegar samningsskilmálar vegna lóðarinnar voru undirritaðir á Grundartanga fyrir rúmum mánuði kom það á óvart hversu langt undirbúningur væri kominn, en þar kvaðst John Correnti vonast til þess að vélskóflur byrjuðu að grafa síðar á árinu.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí sl.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og nú bendir flest til þess að þetta gangi eftir, og að vinnuvélarnar byrji að moka á lóðinni í október í haust. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er að vænta yfirlýsingar frá ráðamönnum Silicor fyrir miðjan þennan mánuð þess efnis að helstu lykilsamningar um verkefnið séu að mestu frágengnir, þar á meðal um kaup á 85 megavöttum raforku og um lántöku vegna 80 milljarða króna fjárfestingar, en áformað er að framleiðslan hefjist eftir tvö og hálft ár. Lokaorð stjórnarformannsins Johns Correnti við undirritunina í síðasta mánuði voru þessi: „Ég vil gefur ykkur eitt loforð enn. Þegar við komum hingað verðum við gott fyrirtæki og látum okkur annt um samfélagið og hugum að umhverfinu.” Tengdar fréttir Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Sjá meira
Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. Þetta yrði stærsta einstaka atvinnusköpun hérlendis eftir hrun, með allt að 400 ný varanleg störf. Af þeim fjárfestingarverkefnum sem nú eru farvatninu er ekkert stærra en áformin um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Þessi verksmiðja verður frábrugðin hinum kísilverunum, sem rætt er um, að því leyti að hún tekur við kísilmálmi og hreinvinnur hann til nota í sólarflögur og þarf mikinn fjölda starfsmanna. „360-400 vel launuð störf”, sagði stjórnarformaður Silicor Materials, John Correnti, á Grundartanga þann 28. maí síðastliðinn þegar hann undirritaði samningsskilmála vegna lóðar við Faxaflóahafnir. Slíkur fjöldi varanlegra starfa hefur ekki orðið til í einum vettvangi hérlendis frá því álver Alcoa tók til starfa á Reyðarfirði fyrir sjö árum. Þegar samningsskilmálar vegna lóðarinnar voru undirritaðir á Grundartanga fyrir rúmum mánuði kom það á óvart hversu langt undirbúningur væri kominn, en þar kvaðst John Correnti vonast til þess að vélskóflur byrjuðu að grafa síðar á árinu.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí sl.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og nú bendir flest til þess að þetta gangi eftir, og að vinnuvélarnar byrji að moka á lóðinni í október í haust. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er að vænta yfirlýsingar frá ráðamönnum Silicor fyrir miðjan þennan mánuð þess efnis að helstu lykilsamningar um verkefnið séu að mestu frágengnir, þar á meðal um kaup á 85 megavöttum raforku og um lántöku vegna 80 milljarða króna fjárfestingar, en áformað er að framleiðslan hefjist eftir tvö og hálft ár. Lokaorð stjórnarformannsins Johns Correnti við undirritunina í síðasta mánuði voru þessi: „Ég vil gefur ykkur eitt loforð enn. Þegar við komum hingað verðum við gott fyrirtæki og látum okkur annt um samfélagið og hugum að umhverfinu.”
Tengdar fréttir Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Sjá meira
Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45