Mynd um afrekið í Vöðlavík Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júlí 2014 07:00 Þyrla varnarliðsins nálgast Goðann í byrjun árs 1994. Þórarinn Hávarðsson vinnur að gerð heimildarmyndar um atburðina. Myndin verður sýnd á Austurlandi í september næstkomandi. aðsend mynd/ Gísli Hjörtur Guðjónsson. Þórarinn Hávarðsson Þórarinn Hávarðsson kvikmyndagerðarmaður vinnur nú að gerð heimildarmyndar um björgunarafrekið í Vöðlavík fyrir 20 árum. Í janúar 1994 björguðu áhafnir tveggja þyrlna björgunarsveita varnarliðsins sex skipverjum af brúarþaki björgunarskipsins Goðans, sem var strandað og hálfsokkið. Einn maður fórst í slysinu. Fjöldi íslenskra björgunarsveitarmanna kom einnig að björguninni. Afrekið var umtalað og krafan um að þyrlukostur Landhelgisgæslunnar yrði bættur jókst mjög eftir það. Úr varð að Super Puma þyrlan TF-LÍF kom ári síðar til landsins. Þórarinn var kvikmyndatökumaður á fréttastofu RÚV þegar slysið varð og fylgdist vel með. Hann segist þó hafa lært enn meira við gerð myndarinnar. „Það er ýmislegt búið að koma þarna fram sem maður hafði ekki hugmynd um þó maður hafi verið á staðnum megnið af tímanum,“ segir Þórarinn. Hann kveðst hafa kostað myndina að mestu úr eigin vasa en er að leita að meira fjármagni. „Það er hvergi til heildstæð lýsing á atburðarásinni eins og hún kom fyrir,“ segir Þórarinn um ástæður þess að hann fór út í gerð myndarinnar. Núna sé komin heildstæð lýsing á atburðarásinni með viðtölum við fjölmarga sem að málum komu. „Þó að þetta sé tuttugu árum seinna, þá er eins og menn muni eftir þessu eins og það hafi gerst í gær,“ segir hann. Þórarinn segist hafa átt mikið myndefni frá þessum tíma og gerð myndarinnar hafi verið ein leiðin til að nýta efnið. „Það er kannski ekki nema svona fimm prósent af því sem hafði komið fyrir sjónir fólks,“ segir Þórarinn. Það hafi því hentað mjög vel að ráðast í gerð þessarar myndar. Þórarinn segist hafa byrjað á gerð myndarinnar í lok síðasta árs. „Við byrjuðum á að fara yfir efni og skoða í desember,“ segir Þórarinn og bætir því við að stefnt sé á að gerð myndarinnar verði lokið í september. „Stefnan er að fara austur á Eskifjörð með myndina upp úr fimmtánda september. Þar ætlum við að sýna hana til styrktar björgunarsveitunum.“ Björgunarsveitirnar á Eskifirði og í Neskaupstað stóðu að því að reisa minnisvarða í Vöðlavík um björgunarafrekið í upphafi árs. Þórarinn vonast til að ágóði af myndinni nægi til þess að fjármagna gerð varðans. „En það væri ekki verra ef það kæmi meira,“ segir hann. Þórarinn segist jafnframt vonast til þess að björgunarsveitamenn á Austurlandi hópist að og sjái myndina í september. Óvíst sé hvort myndin verði sýnd í Reykjavík, en líklega verði gefinn út mynddiskur í lok árs með efninu. Þórarinn vill ekki upplýsa hvað honum hafi komið mest á óvart við gerð myndarinnar. „Það kemur bara í ljós í myndinni,“ segir hann að lokum. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Þórarinn Hávarðsson Þórarinn Hávarðsson kvikmyndagerðarmaður vinnur nú að gerð heimildarmyndar um björgunarafrekið í Vöðlavík fyrir 20 árum. Í janúar 1994 björguðu áhafnir tveggja þyrlna björgunarsveita varnarliðsins sex skipverjum af brúarþaki björgunarskipsins Goðans, sem var strandað og hálfsokkið. Einn maður fórst í slysinu. Fjöldi íslenskra björgunarsveitarmanna kom einnig að björguninni. Afrekið var umtalað og krafan um að þyrlukostur Landhelgisgæslunnar yrði bættur jókst mjög eftir það. Úr varð að Super Puma þyrlan TF-LÍF kom ári síðar til landsins. Þórarinn var kvikmyndatökumaður á fréttastofu RÚV þegar slysið varð og fylgdist vel með. Hann segist þó hafa lært enn meira við gerð myndarinnar. „Það er ýmislegt búið að koma þarna fram sem maður hafði ekki hugmynd um þó maður hafi verið á staðnum megnið af tímanum,“ segir Þórarinn. Hann kveðst hafa kostað myndina að mestu úr eigin vasa en er að leita að meira fjármagni. „Það er hvergi til heildstæð lýsing á atburðarásinni eins og hún kom fyrir,“ segir Þórarinn um ástæður þess að hann fór út í gerð myndarinnar. Núna sé komin heildstæð lýsing á atburðarásinni með viðtölum við fjölmarga sem að málum komu. „Þó að þetta sé tuttugu árum seinna, þá er eins og menn muni eftir þessu eins og það hafi gerst í gær,“ segir hann. Þórarinn segist hafa átt mikið myndefni frá þessum tíma og gerð myndarinnar hafi verið ein leiðin til að nýta efnið. „Það er kannski ekki nema svona fimm prósent af því sem hafði komið fyrir sjónir fólks,“ segir Þórarinn. Það hafi því hentað mjög vel að ráðast í gerð þessarar myndar. Þórarinn segist hafa byrjað á gerð myndarinnar í lok síðasta árs. „Við byrjuðum á að fara yfir efni og skoða í desember,“ segir Þórarinn og bætir því við að stefnt sé á að gerð myndarinnar verði lokið í september. „Stefnan er að fara austur á Eskifjörð með myndina upp úr fimmtánda september. Þar ætlum við að sýna hana til styrktar björgunarsveitunum.“ Björgunarsveitirnar á Eskifirði og í Neskaupstað stóðu að því að reisa minnisvarða í Vöðlavík um björgunarafrekið í upphafi árs. Þórarinn vonast til að ágóði af myndinni nægi til þess að fjármagna gerð varðans. „En það væri ekki verra ef það kæmi meira,“ segir hann. Þórarinn segist jafnframt vonast til þess að björgunarsveitamenn á Austurlandi hópist að og sjái myndina í september. Óvíst sé hvort myndin verði sýnd í Reykjavík, en líklega verði gefinn út mynddiskur í lok árs með efninu. Þórarinn vill ekki upplýsa hvað honum hafi komið mest á óvart við gerð myndarinnar. „Það kemur bara í ljós í myndinni,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira