Nýfæddur sonur fékk Arsenal-teppi Freyr Bjarnason skrifar 30. desember 2014 08:30 Lárus Jón Björnsson ásamt syni sínum, sem er að sjálfsögðu með Arsenal-teppið yfir sér. Vísir/Vilhelm Hinn nýbakaði faðir og aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Arsenal, Lárus Jón Björnsson, tók sig til og prjónaði Arsenal-teppi handa syni sínum, sem kom í heiminn á annan í jólum. Teppið hafði hann setið sveittur við að prjóna í hálft ár. „Ég klára sjúkraþjálfun í Háskólanum í vor en var að vinna í sumar í Hlíðabæ, sem er dagheimili fyrir heilabilaða,“ segir Lárus Jón, spurður út í teppið. „Þar var mikil prjónamenning og á meðan ég horfði á alla þar vera að prjóna hugsaði ég að ég þyrfti að finna mér eitthvert verkefni fyrir litla sem var á leiðinni. Þá stakk ein upp á að ég gæti gert barnateppi. Ég greip það á lofti og bað um besta garnið,“ bætir hann við. Til að koma sér af stað í prjónamennskunni fékk Lárus Jón aðstoð frá fólkinu í Hlíðabæ, tengdamóður sinni og kærustu. Einnig fékk hann aðstoð frá þeim þegar hann var alveg við það að bugast. "Ég ætlaði að klára þetta á meðan ég var í sumarvinnunni, sem var frá júní til loka ágúst en svo var ég bara að klára þetta núna fyrir tveimur vikum. Ég er ekki viss um að ég hefði gert þetta ef ég hefði vitað hvað ég yrði ógeðslega lengi að þessu.“ Eitt sinn tók hann sér nokkurra vikna pásu frá prjónaskapnum og hugsaði sinn gang. „Ég íhugaði hvort ég ætti að hætta eða ekki en svo ákvað ég að taka hörkuna á þetta og keyra þetta í gegn með dyggri aðstoð náinna.“ Sonur Lárusar Jóns kom svo í heiminn á annan í jólum og að sjálfsögðu var hann umsvifalaust vafinn inn í teppið. „Teppið fylgir honum og hann fylgir teppinu. Hann er eiginlega fastur við það.“ Eins og gefur að skilja er Lárus Jón harður Arsenal-maður. „Mér tókst að gera konuna að Arsenal-manni en hún er úr West Ham-fjölskyldu,“ segir hann og efast stórlega um að annað komi til greina hjá syninum en Arsenal í framtíðinni. „Fyrsti leikurinn hans var í gær [á sunnudag] á móti West Ham [sem fór 1:2 fyrir Arsenal] og hann fagnaði sigrinum með því að gráta hástöfum, með teppið vafið utan um sig. Hann var örugglega að syngja einhverja Arsenal-söngva í gegnum grátinn.“ Þrátt fyrir að teppið hafi heppnast vel ætlar Lárus að láta þar við sitja og reiknar ekki með því að prjóna Arsenal-vettlinga á næstunni. Í staðinn vonar hann að teppið verði notað innan fjölskyldunnar um ókomin ár. „Það væri gaman ef teppið helst saman ef maður eignast kannski fleiri börn og þau eignast svo börn,“ segir hann. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
Hinn nýbakaði faðir og aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Arsenal, Lárus Jón Björnsson, tók sig til og prjónaði Arsenal-teppi handa syni sínum, sem kom í heiminn á annan í jólum. Teppið hafði hann setið sveittur við að prjóna í hálft ár. „Ég klára sjúkraþjálfun í Háskólanum í vor en var að vinna í sumar í Hlíðabæ, sem er dagheimili fyrir heilabilaða,“ segir Lárus Jón, spurður út í teppið. „Þar var mikil prjónamenning og á meðan ég horfði á alla þar vera að prjóna hugsaði ég að ég þyrfti að finna mér eitthvert verkefni fyrir litla sem var á leiðinni. Þá stakk ein upp á að ég gæti gert barnateppi. Ég greip það á lofti og bað um besta garnið,“ bætir hann við. Til að koma sér af stað í prjónamennskunni fékk Lárus Jón aðstoð frá fólkinu í Hlíðabæ, tengdamóður sinni og kærustu. Einnig fékk hann aðstoð frá þeim þegar hann var alveg við það að bugast. "Ég ætlaði að klára þetta á meðan ég var í sumarvinnunni, sem var frá júní til loka ágúst en svo var ég bara að klára þetta núna fyrir tveimur vikum. Ég er ekki viss um að ég hefði gert þetta ef ég hefði vitað hvað ég yrði ógeðslega lengi að þessu.“ Eitt sinn tók hann sér nokkurra vikna pásu frá prjónaskapnum og hugsaði sinn gang. „Ég íhugaði hvort ég ætti að hætta eða ekki en svo ákvað ég að taka hörkuna á þetta og keyra þetta í gegn með dyggri aðstoð náinna.“ Sonur Lárusar Jóns kom svo í heiminn á annan í jólum og að sjálfsögðu var hann umsvifalaust vafinn inn í teppið. „Teppið fylgir honum og hann fylgir teppinu. Hann er eiginlega fastur við það.“ Eins og gefur að skilja er Lárus Jón harður Arsenal-maður. „Mér tókst að gera konuna að Arsenal-manni en hún er úr West Ham-fjölskyldu,“ segir hann og efast stórlega um að annað komi til greina hjá syninum en Arsenal í framtíðinni. „Fyrsti leikurinn hans var í gær [á sunnudag] á móti West Ham [sem fór 1:2 fyrir Arsenal] og hann fagnaði sigrinum með því að gráta hástöfum, með teppið vafið utan um sig. Hann var örugglega að syngja einhverja Arsenal-söngva í gegnum grátinn.“ Þrátt fyrir að teppið hafi heppnast vel ætlar Lárus að láta þar við sitja og reiknar ekki með því að prjóna Arsenal-vettlinga á næstunni. Í staðinn vonar hann að teppið verði notað innan fjölskyldunnar um ókomin ár. „Það væri gaman ef teppið helst saman ef maður eignast kannski fleiri börn og þau eignast svo börn,“ segir hann.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira