Viðskipti innlent

Vantar rússíbana á Íslandi

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Fjóra unga nýútskrifaða verkfræðinga dreymir um að setja upp eins konar rússíbana í Kömbunum og í þriðja þætti þáttaraðarinnar „Eitthvað annað“ er fylgst með hópnum stíga fyrstu skrefin til að láta drauminn rætast.

Þau Davíð, Dóra, Sindri og Skúli er ólíkar manneskjur en saman hafa þau stofnað fyrirtækið Zalibunu utan um verkefnið.

Hugmyndin kviknaði á You tube í fyrra, í dag eru þau komin vel áleiðis. En það eru margar hindranir á veginum, mörg leyfi sem þarf að afla, margt fólk sem þarf að sannfæra.

Við fylgjumst með þessum kraftmikla hópi ungra frumkvöðla á sinni fyrstu vegferð um íslenskt viðskiptalíf.

Í þáttaröðinni „Eitthvað annað“ hafa þau Lóa Pind Aldísardóttir og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður, fylgst með frumkvöðlum af margvíslegum toga. Fólki sem er tilbúið að stíga skrefið út úr þægindaramma launþegans, jafnvel fórna föstum mánaðarlaunum, til að freista þess að láta viðskiptahugmynd sína rætast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×