Kæri biskup Ingólfur Harri Hermannsson skrifar 30. desember 2014 07:00 Ég heyrði í þér í fréttunum á sjálfan jóladaginn og það er ekki laust við að jólahangikjötið hafi hrokkið öfugt ofan í mig þegar ég heyrði orð þín. Nú veltir þú því sjálfsagt fyrir þér hvað olli því að mér varð svona við, því í fréttinni var ýmislegt sagt á stuttum tíma. Ég get sagt þér það að ekki var það betlið. Ég er fyrir löngu orðinn vanur því að kirkjan heimti meiri peninga úr sameiginlegum sjóðum ríkisins. Þó svo að prestar fái betur borgað en læknar og þó svo að sóknargjöld hafi hækkað um 42% umfram verðlag síðustu 20 árin fyrir hrun þá er Þjóðkirkjan eina ríkisstofnunin sem gerir kröfu um að fá niðurskurð eftirhrunsáranna endurgreiddan og fær meira að segja ríkisstjórnina til að samþykkja það á meðan enn er þrengt að sjúklingum og bótaþegum. Það kemur mér því ekkert á óvart að þú látir í þér heyra þegar tafir verða á efndum ríkisstjórnarinnar. Nei, það sem mér brá svona við er þegar þú sagðir að það væri hluti af því að vera Íslendingur að fara í kirkju fyrir jólin. Nú er það svo að einungis þriðjungur íbúa landsins sótti kirkju um eða fyrir jólin í fyrra.Lentir í minnihluta Ég er auðvitað alvanur því að þú, og aðrir fulltrúar kirkjunnar, telji trúvillinga eins og mig ekki vera hluta af íslensku þjóðinni en þarna slóstu sömu blautu tuskunni framan í rúmlega 200 þúsund manns sem flestir stóðu í þeirri trú að þeir væru raunverulegir Íslendingar og margir jafnvel að þeir væru kristnir Íslendingar. Nú virðist sem sannir Íslendingar séu lentir í minnihluta í eigin landi á meðan restin af íbúum landsins stendur uppi ríkisfangslaus. Mér finnst því að þú skuldir þeim skýr svör við eftirfarandi spurningum: Ef þeir eru ekki Íslendingar, hvað eru þeir þá? Eiga þeir að flytja af landi brott eða fá þeir að dvelja hér áfram (svo lengi sem þeir senda börnin sín í kirkjuheimsóknir fyrir jólin svo börnin geti í það minnsta orðið alvöru Íslendingar)? Eiga þessir útlendingar í eigin landi að halda áfram að borga launin þín? Kær kveðja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég heyrði í þér í fréttunum á sjálfan jóladaginn og það er ekki laust við að jólahangikjötið hafi hrokkið öfugt ofan í mig þegar ég heyrði orð þín. Nú veltir þú því sjálfsagt fyrir þér hvað olli því að mér varð svona við, því í fréttinni var ýmislegt sagt á stuttum tíma. Ég get sagt þér það að ekki var það betlið. Ég er fyrir löngu orðinn vanur því að kirkjan heimti meiri peninga úr sameiginlegum sjóðum ríkisins. Þó svo að prestar fái betur borgað en læknar og þó svo að sóknargjöld hafi hækkað um 42% umfram verðlag síðustu 20 árin fyrir hrun þá er Þjóðkirkjan eina ríkisstofnunin sem gerir kröfu um að fá niðurskurð eftirhrunsáranna endurgreiddan og fær meira að segja ríkisstjórnina til að samþykkja það á meðan enn er þrengt að sjúklingum og bótaþegum. Það kemur mér því ekkert á óvart að þú látir í þér heyra þegar tafir verða á efndum ríkisstjórnarinnar. Nei, það sem mér brá svona við er þegar þú sagðir að það væri hluti af því að vera Íslendingur að fara í kirkju fyrir jólin. Nú er það svo að einungis þriðjungur íbúa landsins sótti kirkju um eða fyrir jólin í fyrra.Lentir í minnihluta Ég er auðvitað alvanur því að þú, og aðrir fulltrúar kirkjunnar, telji trúvillinga eins og mig ekki vera hluta af íslensku þjóðinni en þarna slóstu sömu blautu tuskunni framan í rúmlega 200 þúsund manns sem flestir stóðu í þeirri trú að þeir væru raunverulegir Íslendingar og margir jafnvel að þeir væru kristnir Íslendingar. Nú virðist sem sannir Íslendingar séu lentir í minnihluta í eigin landi á meðan restin af íbúum landsins stendur uppi ríkisfangslaus. Mér finnst því að þú skuldir þeim skýr svör við eftirfarandi spurningum: Ef þeir eru ekki Íslendingar, hvað eru þeir þá? Eiga þeir að flytja af landi brott eða fá þeir að dvelja hér áfram (svo lengi sem þeir senda börnin sín í kirkjuheimsóknir fyrir jólin svo börnin geti í það minnsta orðið alvöru Íslendingar)? Eiga þessir útlendingar í eigin landi að halda áfram að borga launin þín? Kær kveðja.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun