„Mamma, mega konur vera lögreglustjórar?“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2014 10:00 Páley er fædd árið 1975 í Vestmannaeyjum. mynd/úr einkasafni „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég hlakka til að takast á við nýtt og krefjandi starf. Það er fullt af tækifærum sem fylgja nýju embætti og ég hlakka til að taka þátt í að móta það og byggja það upp,“ segir Páley Borgþórsdóttir. Hún tekur við embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum þann 1. janúar næstkomandi en skipað er í embættið til fimm ára í senn. Páley segir þar með skilið við núverandi vinnustað sinn, Pacta lögmenn, þar sem hún hefur unnið sem lögmaður í tæp átta ár. „Það er alltaf eftirsjá í öllu og maður veit hvað maður hefur átt en ekki hvað maður fær,“ segir Páley spurð hvort hún muni sakna vinnufélaganna. „Ég þekki nú samt til á gamla sýslumannsembættinu. Þar var ég að vinna í fimm ár og var meðal annars staðgengill sýslumanns áður en ég fór að vinna sem lögmaður. Ég þekki meirihlutann af starfsfólkinu og þar er reynslumikið lögreglulið og öflugt starfslið. Ég hlakka til að vinna með því góða fólki.“ Páley er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. „Ég var hér í grunnskóla og sleit hér barnskónum. Síðan lá leið mín í Menntaskólann á Akureyri þegar ég var sextán ára. Þá var ég ákveðin í að verða verkfræðingur og fór norður til að geta farið á eðlisfræðibraut. Á síðasta árinu náði ég mér í mann sem er með mér enn og höfum við flakkað hingað og þangað saman. Árið 1997 fór ég síðan í Háskóla Íslands í lagadeild og útskrifaðist með embættispróf úr lögfræði árið 2002,“ segir Páley. Þann 1. janúar tekur ný reglugerð innanríkisráðuneytisins gildi sem þýðir að umdæmum sýslumannsembætta er fækkað úr 24 í níu og lögregluumdæmum fækkað úr fimmtán í níu. Í Vestmannaeyjum hafa lögreglustjórn og sýslumannsstörf fallið undir sýslumannsembætti en um áramótin breytist það og verða embættin aðskilin. Páley verður einnig fyrsta konan til að gegna embætti lögreglustjóra í Eyjum. Páley er að vonum ánægð með þau tímamót að kona gegni starfinu. „Ég sagði dóttur minni, sem er tíu ára, að ég væri að fara að skipta um starf fyrir stuttu. Ég sagði henni að ég ætlaði að hætta að starfa sem lögmaður og verða lögreglustjóri. Þá horfði hún á mig og sagði svo: „Mamma, mega konur vera lögreglustjórar?“ Ég var eiginlega orðlaus. Við hjónin höfum alltaf bæði unnið úti, ég sinnt áberandi störfum í samfélaginu og tekið að mér ábyrgðarstöður. Ég vil líka meina að ég og maðurinn minn séum með afar jafnréttissinnað heimilislíf svo þetta kom mér talsvert á óvart og ýtti við mér. Þessi meintu kynbundnu hlutverk eru greinilega greypt dýpra í meðvitundina en maður áttar sig á. Þarna er verk að vinna“ Páley hefur ekki látið sér nægja að starfa sem lögmaður og hefur einnig setið í meirihluta í bæjarstjórn í Vestmannaeyjum síðustu níu ár og verið formaður bæjarráðs. Hún hefur óskað eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn. „Það gerir enginn þá kröfu að ég víki úr því starfi. Mér finnst það eðlilegra. Mér finnst mikilvægt að lögreglustjóri sé trúr sínu hlutverki og sinni aðeins einu starfi,“ segir Páley. Hún býst ekki við því að það verði mikill munur á álagi í lögreglustjórastarfinu og lögmannsstarfinu. „Lögmennskan er held ég álagsmeira starf en flestir halda. Það er ekki alveg eins og í bíómyndunum og lögmannsþáttunum. Það er ekki alltaf hvítvín á skrifstofunni,“ segir Páley og hlær. „Lögmannsstarfið er rosalega víðfeðmt. Þar er unnið á ofsalega breiðu sviði og maður er með stór mál í höndunum fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem skipta það fólk oft öllu máli. Maður ber því mikla ábyrgð og því fylgir mikil vinna og oft mikil streita. En þetta er líka skemmtilegt starf og fjölbreytt,“ segir Páley og hlakkar til að ögra sjálfri sér á nýjum vettvangi. „Lögreglustjórastarfið verður auðvitað áhugavert og krefjandi. Og ég vil hafa það þannig. Það er skemmtilegt að fást við ný verkefni og þurfa að leggja sig fram. Ég hlakka því til að taka við nýju starfi á nýju ári.“ Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég hlakka til að takast á við nýtt og krefjandi starf. Það er fullt af tækifærum sem fylgja nýju embætti og ég hlakka til að taka þátt í að móta það og byggja það upp,“ segir Páley Borgþórsdóttir. Hún tekur við embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum þann 1. janúar næstkomandi en skipað er í embættið til fimm ára í senn. Páley segir þar með skilið við núverandi vinnustað sinn, Pacta lögmenn, þar sem hún hefur unnið sem lögmaður í tæp átta ár. „Það er alltaf eftirsjá í öllu og maður veit hvað maður hefur átt en ekki hvað maður fær,“ segir Páley spurð hvort hún muni sakna vinnufélaganna. „Ég þekki nú samt til á gamla sýslumannsembættinu. Þar var ég að vinna í fimm ár og var meðal annars staðgengill sýslumanns áður en ég fór að vinna sem lögmaður. Ég þekki meirihlutann af starfsfólkinu og þar er reynslumikið lögreglulið og öflugt starfslið. Ég hlakka til að vinna með því góða fólki.“ Páley er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. „Ég var hér í grunnskóla og sleit hér barnskónum. Síðan lá leið mín í Menntaskólann á Akureyri þegar ég var sextán ára. Þá var ég ákveðin í að verða verkfræðingur og fór norður til að geta farið á eðlisfræðibraut. Á síðasta árinu náði ég mér í mann sem er með mér enn og höfum við flakkað hingað og þangað saman. Árið 1997 fór ég síðan í Háskóla Íslands í lagadeild og útskrifaðist með embættispróf úr lögfræði árið 2002,“ segir Páley. Þann 1. janúar tekur ný reglugerð innanríkisráðuneytisins gildi sem þýðir að umdæmum sýslumannsembætta er fækkað úr 24 í níu og lögregluumdæmum fækkað úr fimmtán í níu. Í Vestmannaeyjum hafa lögreglustjórn og sýslumannsstörf fallið undir sýslumannsembætti en um áramótin breytist það og verða embættin aðskilin. Páley verður einnig fyrsta konan til að gegna embætti lögreglustjóra í Eyjum. Páley er að vonum ánægð með þau tímamót að kona gegni starfinu. „Ég sagði dóttur minni, sem er tíu ára, að ég væri að fara að skipta um starf fyrir stuttu. Ég sagði henni að ég ætlaði að hætta að starfa sem lögmaður og verða lögreglustjóri. Þá horfði hún á mig og sagði svo: „Mamma, mega konur vera lögreglustjórar?“ Ég var eiginlega orðlaus. Við hjónin höfum alltaf bæði unnið úti, ég sinnt áberandi störfum í samfélaginu og tekið að mér ábyrgðarstöður. Ég vil líka meina að ég og maðurinn minn séum með afar jafnréttissinnað heimilislíf svo þetta kom mér talsvert á óvart og ýtti við mér. Þessi meintu kynbundnu hlutverk eru greinilega greypt dýpra í meðvitundina en maður áttar sig á. Þarna er verk að vinna“ Páley hefur ekki látið sér nægja að starfa sem lögmaður og hefur einnig setið í meirihluta í bæjarstjórn í Vestmannaeyjum síðustu níu ár og verið formaður bæjarráðs. Hún hefur óskað eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn. „Það gerir enginn þá kröfu að ég víki úr því starfi. Mér finnst það eðlilegra. Mér finnst mikilvægt að lögreglustjóri sé trúr sínu hlutverki og sinni aðeins einu starfi,“ segir Páley. Hún býst ekki við því að það verði mikill munur á álagi í lögreglustjórastarfinu og lögmannsstarfinu. „Lögmennskan er held ég álagsmeira starf en flestir halda. Það er ekki alveg eins og í bíómyndunum og lögmannsþáttunum. Það er ekki alltaf hvítvín á skrifstofunni,“ segir Páley og hlær. „Lögmannsstarfið er rosalega víðfeðmt. Þar er unnið á ofsalega breiðu sviði og maður er með stór mál í höndunum fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem skipta það fólk oft öllu máli. Maður ber því mikla ábyrgð og því fylgir mikil vinna og oft mikil streita. En þetta er líka skemmtilegt starf og fjölbreytt,“ segir Páley og hlakkar til að ögra sjálfri sér á nýjum vettvangi. „Lögreglustjórastarfið verður auðvitað áhugavert og krefjandi. Og ég vil hafa það þannig. Það er skemmtilegt að fást við ný verkefni og þurfa að leggja sig fram. Ég hlakka því til að taka við nýju starfi á nýju ári.“
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira