Bæði erfiðasta og fallegasta verkefnið Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 13. desember 2014 12:45 Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari.Mynd/Silja Magg „Þetta er á sama tíma erfiðasta og fallegasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari. hún í samstarfi við Barnaheill opnar sýninguna Óskir Íslenskra barna í Smáralind í dag. Sýningin er gjöf frá Barnaheill til barna á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli barnasáttmálans. „Mig langaði til að vekja athygli fólks á því að hér í okkar samfélagi búa allt of mörg börn við ofbeldi, fátækt og vanrækslu sem er algjörlega óásættanlegt. Við Íslendingar þurfum að breyta þessu saman því að öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og rétt á að njóta umönnunar,“ segir Ásta. Ljósmyndirnar byggja á reynslusögum íslenskra barna úr samtímanum sem hefur verið brotið á og óskir þeirra um betra líf. Myndirnar eru allar sviðsettar eða leiknar af öðrum börnum. „Óskirnar eru oft barnslegar og óraunhæfar en fallegar því að hugmyndaflugið getur komið barni í gegnum erfiðleika. Óskhyggjan er leið barna til gleyma þeim aðstæðum sem þau búa við og með barnslegri einlægni reyna þau þannig að gera lífið betra,“ segir hún.KYNFERÐISLEGT OFBELDI Ósk 16 ára drengs sem bjó við kynferðislegt ofbeldi. Hans ósk er að verða harður gaur. „Oft þegar ég er búinn í sturtu lít ég á sjálfan mig í speglinum og finnst ég enn þá vera skítugur, ég fer þá aftur inn í sturtuna og skrúbba mig allan.“ (16 ára strákur).Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í marga mánuði og segir Ásta mikla vinnu á bak við sýninguna, en allir sem að henni stóðu gáfu vinnuna sína. „Ég vann náið með Barnaheill og Barnahúsi, fékk innsýn í heim barnanna og sá hversu mikil neyðin er. Það kom mér á óvart hve mörg börn búa við fátækt á Íslandi, en um 12.000 börn eiga á hættu að búa við fátækt samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla. Vandamálið er líka að fátækt er svo mikil skömm í okkar þjóðfélagi að börn þora ekki að segja frá ef ekki er til matur heima hjá þeim,“ segir hún. Á sýningunni er óskatré og geta börn komið og skrifað sína ósk og sett í fuglahús. „Ég hvet foreldra til að fara með börn á sýninguna, ræða málin og skrifa ósk á miða sem má ekki vera efnisleg. Ætli það sé ekki hollt að hugsa um eitthvað óefnislegt í kringum jólin. Þetta hvetur vonandi fólk að tilkynna um barn sem býr við ofbeldi, vanrækslu eða annað og þau börn sem þekkja vandamálin á myndunum leiti sér hjálpar og umræðan í samfélaginu opnist meira,“ segir Ásta. Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira
„Þetta er á sama tíma erfiðasta og fallegasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari. hún í samstarfi við Barnaheill opnar sýninguna Óskir Íslenskra barna í Smáralind í dag. Sýningin er gjöf frá Barnaheill til barna á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli barnasáttmálans. „Mig langaði til að vekja athygli fólks á því að hér í okkar samfélagi búa allt of mörg börn við ofbeldi, fátækt og vanrækslu sem er algjörlega óásættanlegt. Við Íslendingar þurfum að breyta þessu saman því að öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og rétt á að njóta umönnunar,“ segir Ásta. Ljósmyndirnar byggja á reynslusögum íslenskra barna úr samtímanum sem hefur verið brotið á og óskir þeirra um betra líf. Myndirnar eru allar sviðsettar eða leiknar af öðrum börnum. „Óskirnar eru oft barnslegar og óraunhæfar en fallegar því að hugmyndaflugið getur komið barni í gegnum erfiðleika. Óskhyggjan er leið barna til gleyma þeim aðstæðum sem þau búa við og með barnslegri einlægni reyna þau þannig að gera lífið betra,“ segir hún.KYNFERÐISLEGT OFBELDI Ósk 16 ára drengs sem bjó við kynferðislegt ofbeldi. Hans ósk er að verða harður gaur. „Oft þegar ég er búinn í sturtu lít ég á sjálfan mig í speglinum og finnst ég enn þá vera skítugur, ég fer þá aftur inn í sturtuna og skrúbba mig allan.“ (16 ára strákur).Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í marga mánuði og segir Ásta mikla vinnu á bak við sýninguna, en allir sem að henni stóðu gáfu vinnuna sína. „Ég vann náið með Barnaheill og Barnahúsi, fékk innsýn í heim barnanna og sá hversu mikil neyðin er. Það kom mér á óvart hve mörg börn búa við fátækt á Íslandi, en um 12.000 börn eiga á hættu að búa við fátækt samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla. Vandamálið er líka að fátækt er svo mikil skömm í okkar þjóðfélagi að börn þora ekki að segja frá ef ekki er til matur heima hjá þeim,“ segir hún. Á sýningunni er óskatré og geta börn komið og skrifað sína ósk og sett í fuglahús. „Ég hvet foreldra til að fara með börn á sýninguna, ræða málin og skrifa ósk á miða sem má ekki vera efnisleg. Ætli það sé ekki hollt að hugsa um eitthvað óefnislegt í kringum jólin. Þetta hvetur vonandi fólk að tilkynna um barn sem býr við ofbeldi, vanrækslu eða annað og þau börn sem þekkja vandamálin á myndunum leiti sér hjálpar og umræðan í samfélaginu opnist meira,“ segir Ásta.
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira