Viðspyrna fyrir heilbrigðiskerfið Agnar H. Andrésson skrifar 11. desember 2014 00:00 Læknar standa nú í kjarabaráttu til að leiðrétta kjör sín en jafnframt til að bjarga hnignandi heilbrigðiskerfi. Kaupmáttur lækna hefur rýrnað verulega og er launaþróun þeirra langt undir öðrum opinberum starfsmönnum síðustu árin. Meðfylgjandi mynd sýnir vísitölur heildarlauna lækna og opinberra starfsmanna ásamt vísitölu neysluverðs. Þar sést að kaupmáttarskerðing síðustu sjö ára nemur um 20%, sem er ein af ástæðum þess að læknar eru í verkfalli nú að krefjast betri launa. Í niðurskurði heilbrigðiskerfisins undanfarin ár sátu læknar eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag á sama tíma og kjör erlendis hafa vænkast. Læknastéttin er í eðli sínu afar hreyfanlegt vinnuafl og eftirsótt erlendis enda flestir læknar menntaðir á bestu stöðum sem völ er á. Það er undarleg staðreynd að vinnuaflið sem hvað mest eftirspurn er eftir skuli hækka hvað minnst í launum. Afleiðingin er sú að læknar hverfa frá störfum hérlendis og þeir sem erlendis eru flytja ekki heim. Þessi þróun hefur verið í þó nokkurn tíma og við þessu varað í fjölmörg ár og í því sambandi talað um bjargbrúnir og hengiflug en nú er staðan öllu verri. Þrátt fyrir það eru skýrar og hagkvæmar lausnir á vandamálinu.Stutt starfsævi Til þess að öðlast sérfræðiréttindi í lækningum þarf að ljúka löngu námi. Með öllu talið má áætla að læknar séu að jafnaði með að baki sex ára háskólanám, 5-10 ára starfsnám auk þess sem sumir hafa lokið meistara- eða doktorsnámi sem tekur 2-4 ár og er stór hluti námsins ólaunaður. Af þessu má leiða þrennt: fórnarkostnaður lækna við nám sitt er mjög mikill, námslánaskuldir eru háar og starfsævi lækna er styttri en almennt gerist. Það er því rökrétt að greiða há laun fyrir lækna þar sem aðrar stéttir komast fyrr út á vinnumarkaðinn, geta komið sér snemma fyrir í samfélaginu og hafa fleiri ár til að vinna sér inn tekjur heldur en læknar. Þessi staðreynd breytist seint þótt eftirspurn eftir starfskrafti lækna geti sveiflast til, en um þessar mundir er mikil umframeftirspurn eftir læknum.Lausnir á vandamálinu Staðan nú er þannig að margir læknar hérlendis hafa sagt starfi sínu lausu eða eru alvarlega að íhuga það. Samfara þessu eru fáir íslenskir læknar erlendis sem hafa hug á að flytja heim með fjölskyldu sína til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Leiðir þetta til læknaskorts og þjónusta í heilbrigðiskerfinu mun versna. Þróunin er öll í sömu átt. Orsakir þessa vanda felast ekki einvörðungu í lágum tekjum lækna heldur eru þær margþættar og má þar nefna slæma aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga, lélegan tækjakost, meðferðarúrræði hérlendis hafa dregist aftur úr og viðvarandi of mikið álag er á starfsfólki. Um þetta er ekki deilt. Ekkert af þessu er hægt að laga með fingrasmelli en það sem kemst næst því er að bæta launin sem allra fyrst og veita þannig viðspyrnu gegn þessari óheillaþróun. Slíkt myndi bæta gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Hinir þættirnir sem nefndir voru eru einnig mikilvægir og er brýnt að ráðast í uppbyggingu í innviðum heilbrigðiskerfisins og setja fram trúverðuga áætlun um hvernig það verður gert. Lausnin er ekki ódýr en hún er án vafa hagkvæm. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta ekki um það hvort læknar eigi að fá hærri laun en aðrir eða hvort læknar séu eftirbátar annarra stétta. Þetta snýst um að stöðva og snúa núverandi þróun við þannig að hér verði endurreist fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á ný sem allir geti gengið að, núverandi og komandi kynslóðum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Læknar standa nú í kjarabaráttu til að leiðrétta kjör sín en jafnframt til að bjarga hnignandi heilbrigðiskerfi. Kaupmáttur lækna hefur rýrnað verulega og er launaþróun þeirra langt undir öðrum opinberum starfsmönnum síðustu árin. Meðfylgjandi mynd sýnir vísitölur heildarlauna lækna og opinberra starfsmanna ásamt vísitölu neysluverðs. Þar sést að kaupmáttarskerðing síðustu sjö ára nemur um 20%, sem er ein af ástæðum þess að læknar eru í verkfalli nú að krefjast betri launa. Í niðurskurði heilbrigðiskerfisins undanfarin ár sátu læknar eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag á sama tíma og kjör erlendis hafa vænkast. Læknastéttin er í eðli sínu afar hreyfanlegt vinnuafl og eftirsótt erlendis enda flestir læknar menntaðir á bestu stöðum sem völ er á. Það er undarleg staðreynd að vinnuaflið sem hvað mest eftirspurn er eftir skuli hækka hvað minnst í launum. Afleiðingin er sú að læknar hverfa frá störfum hérlendis og þeir sem erlendis eru flytja ekki heim. Þessi þróun hefur verið í þó nokkurn tíma og við þessu varað í fjölmörg ár og í því sambandi talað um bjargbrúnir og hengiflug en nú er staðan öllu verri. Þrátt fyrir það eru skýrar og hagkvæmar lausnir á vandamálinu.Stutt starfsævi Til þess að öðlast sérfræðiréttindi í lækningum þarf að ljúka löngu námi. Með öllu talið má áætla að læknar séu að jafnaði með að baki sex ára háskólanám, 5-10 ára starfsnám auk þess sem sumir hafa lokið meistara- eða doktorsnámi sem tekur 2-4 ár og er stór hluti námsins ólaunaður. Af þessu má leiða þrennt: fórnarkostnaður lækna við nám sitt er mjög mikill, námslánaskuldir eru háar og starfsævi lækna er styttri en almennt gerist. Það er því rökrétt að greiða há laun fyrir lækna þar sem aðrar stéttir komast fyrr út á vinnumarkaðinn, geta komið sér snemma fyrir í samfélaginu og hafa fleiri ár til að vinna sér inn tekjur heldur en læknar. Þessi staðreynd breytist seint þótt eftirspurn eftir starfskrafti lækna geti sveiflast til, en um þessar mundir er mikil umframeftirspurn eftir læknum.Lausnir á vandamálinu Staðan nú er þannig að margir læknar hérlendis hafa sagt starfi sínu lausu eða eru alvarlega að íhuga það. Samfara þessu eru fáir íslenskir læknar erlendis sem hafa hug á að flytja heim með fjölskyldu sína til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Leiðir þetta til læknaskorts og þjónusta í heilbrigðiskerfinu mun versna. Þróunin er öll í sömu átt. Orsakir þessa vanda felast ekki einvörðungu í lágum tekjum lækna heldur eru þær margþættar og má þar nefna slæma aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga, lélegan tækjakost, meðferðarúrræði hérlendis hafa dregist aftur úr og viðvarandi of mikið álag er á starfsfólki. Um þetta er ekki deilt. Ekkert af þessu er hægt að laga með fingrasmelli en það sem kemst næst því er að bæta launin sem allra fyrst og veita þannig viðspyrnu gegn þessari óheillaþróun. Slíkt myndi bæta gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Hinir þættirnir sem nefndir voru eru einnig mikilvægir og er brýnt að ráðast í uppbyggingu í innviðum heilbrigðiskerfisins og setja fram trúverðuga áætlun um hvernig það verður gert. Lausnin er ekki ódýr en hún er án vafa hagkvæm. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta ekki um það hvort læknar eigi að fá hærri laun en aðrir eða hvort læknar séu eftirbátar annarra stétta. Þetta snýst um að stöðva og snúa núverandi þróun við þannig að hér verði endurreist fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á ný sem allir geti gengið að, núverandi og komandi kynslóðum til hagsbóta.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun