Sá um teikningarnar í Sundance-kvikmynd Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 10. desember 2014 08:00 Sara Gunnarsdóttir Vísir „Þetta er alveg rosalegt tækifæri fyrir mig,“ segir Sara Gunnarsdóttir myndskreytir, en hún sá um allar teikningar í myndinni The Diary of a Teenage Girl, sem sýnd verður á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar. „Myndin fjallar um 15 ára stelpu sem langar að vera listamaður. Hún teiknar mikið og allar myndirnar sem hún gerir í myndinni eru eftir mig,“ segir Sara, sem útskrifaðist úr Experimantal animation frá CalArt árið 2012. Leikstjóri myndarinnar, Mariella Heller, hafði samband við hana eftir að hún sá verkefni sem Sara hafði gert fyrir sjónvarpsstöðina MTV. „Hún hafði samband við mig í febrúar 2013 og bað mig um að gera gera smá „teaser“ fyrir myndina. Svo í framhaldinu teiknuðum við upp söguna fyrir myndina. Vinnan hófst svo fyrir alvöru í mars,“ segir Sara, en þetta er fyrsta stóra myndin sem hún vinnur að. Meðal leikara í kvikmyndinni eru þau Alexander Skarsgard og Kristen Wiig og var Sara svo heppin að fá að hitta þau. „Ég fór til San Francisco í janúar og að vinna með listrænu stjórnendum myndarinnar. Þá hitti ég þau og allt tökuliðið, sem var allt alveg frábært fólk,“ segir hún, og bætir við að Skarsgard sé alveg jafn myndarlegur í raunveruleikanum og í myndum. „Hann er samt svolítil týpa í þessari mynd, með mikið „70‘s“ yfirvaraskegg.“ Sara býr í Brooklyn þar sem hún er sjálfstætt starfandi myndskreytir. Hún er eins og er í veikindaleyfi, en hún þjáist af tennisolnboga, sem eðlilega er ekki það besta sem getur hent teiknara. „Ég var farin að finna fyrir þessu áður en við byrjuðum að vinna við myndina. Ég fór í gegnum hana á þrjóskunni. En ég er að gjalda fyrir það núna,“ segir hún og hlær. Sundance hátíðin verður haldin í bænum Park City í Utah dagana 21. janúar til 1.febrúar. „Ég er rosalega spennt fyrir Sundance og ætla að fara þegar myndin verður frumsýnd, eða 24.janúar,“ segir hún. En mun þessi mynd ekki opna mörg tækifæri fyrir hana? „Ég bara hef ekki hugmynd, við verðum bara að sjá til.“ Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
„Þetta er alveg rosalegt tækifæri fyrir mig,“ segir Sara Gunnarsdóttir myndskreytir, en hún sá um allar teikningar í myndinni The Diary of a Teenage Girl, sem sýnd verður á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar. „Myndin fjallar um 15 ára stelpu sem langar að vera listamaður. Hún teiknar mikið og allar myndirnar sem hún gerir í myndinni eru eftir mig,“ segir Sara, sem útskrifaðist úr Experimantal animation frá CalArt árið 2012. Leikstjóri myndarinnar, Mariella Heller, hafði samband við hana eftir að hún sá verkefni sem Sara hafði gert fyrir sjónvarpsstöðina MTV. „Hún hafði samband við mig í febrúar 2013 og bað mig um að gera gera smá „teaser“ fyrir myndina. Svo í framhaldinu teiknuðum við upp söguna fyrir myndina. Vinnan hófst svo fyrir alvöru í mars,“ segir Sara, en þetta er fyrsta stóra myndin sem hún vinnur að. Meðal leikara í kvikmyndinni eru þau Alexander Skarsgard og Kristen Wiig og var Sara svo heppin að fá að hitta þau. „Ég fór til San Francisco í janúar og að vinna með listrænu stjórnendum myndarinnar. Þá hitti ég þau og allt tökuliðið, sem var allt alveg frábært fólk,“ segir hún, og bætir við að Skarsgard sé alveg jafn myndarlegur í raunveruleikanum og í myndum. „Hann er samt svolítil týpa í þessari mynd, með mikið „70‘s“ yfirvaraskegg.“ Sara býr í Brooklyn þar sem hún er sjálfstætt starfandi myndskreytir. Hún er eins og er í veikindaleyfi, en hún þjáist af tennisolnboga, sem eðlilega er ekki það besta sem getur hent teiknara. „Ég var farin að finna fyrir þessu áður en við byrjuðum að vinna við myndina. Ég fór í gegnum hana á þrjóskunni. En ég er að gjalda fyrir það núna,“ segir hún og hlær. Sundance hátíðin verður haldin í bænum Park City í Utah dagana 21. janúar til 1.febrúar. „Ég er rosalega spennt fyrir Sundance og ætla að fara þegar myndin verður frumsýnd, eða 24.janúar,“ segir hún. En mun þessi mynd ekki opna mörg tækifæri fyrir hana? „Ég bara hef ekki hugmynd, við verðum bara að sjá til.“
Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira