90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi Freyr Bjarnason skrifar 10. desember 2014 14:00 Margvísleg starfsemi fer fram á vegum Rauða krossins. Merkum tímamótum verður fagnað í dag. Vísir/Stefán Íslandsfélag Rauða krossins, stærstu mannúðarsamtaka í heimi, fagnar merkum tímamótum í dag. Liðin eru 90 ár frá stofnfundi félagsins sem fram fór í Eimskipafélagshúsinu árið 1924 þar sem Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti lýðveldisins, var kjörinn formaður Rauða krossins. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, verkefnin hafa verið fjölmörg. Á fyrstu áratugum Rauða krossins á Íslandi voru hvers kyns lýðheilsuverkefni, heimahjúkrun, tímabundinn rekstur spítala og blóðsöfnun stór hluti af verkefnum félagsins. Kann það að skýrast af miklum áhuga lækna á Rauða krossinum en meðal fimm fyrstu formanna voru fjórir þeirra einmitt læknar. Rauði krossinn hefur ekki alveg sagt skilið við þjónustu gagnvart heilbrigðiskerfinu og rekur enn allar sjúkraflutningabifreiðar á Íslandi. Þá er vert að minnast á skyndihjálpina. Þeir sem læra skyndihjálp á Íslandi gera það langflestir hjá skyndihjálparkennurum Rauða krossins. Verkefnin eru fleiri og eiga þau það sameiginlegt að aðstoða fólk og veita því aðhlynningu í neyð. Má þar nefna félagslega aðstoð til innflytjenda, aldraðra og annarra sem upplifa félagslega einangrun. Rauði krossinn veitir hælisleitendum og flóttamönnum aðstoð og hefur frá 25. ágúst í ár annast allt málsvarastarf fyrir hælisleitendur. Athvörf eru rekin fyrir fólk með geðraskanir, Konukot er starfrækt fyrir heimilislausar konur og hjálparsíminn 1717 hefur ófáum hjálpað. Á alþjóðavettvangi hefur Rauði krossinn á Íslandi átt fulltrúa í Síerra Leóne þar sem ebólufaraldur geisar, verkefni hafa verið rekin í Malaví og Sómalílandi þar sem komið hefur verið á fót heilsugæslu á hjólum og aðbúnaður skólabarna hefur verið bættur. Langtímaverkefni eru einnig í fullum gangi í Hvíta-Rússlandi, Kákasuslöndunum og í stríðshrjáðri Palestínu. Þá er ótalin neyðaraðstoð sem veitt var í formi mannafla og sérfræðiþekkingar á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins Haiyan. Vinna að þessum mannúðarverkefnum, auk allra þeirra verkefna sem að baki eru, væri aldrei möguleg án stuðnings almennings og, fyrst og fremst, sjálfboðaliða Rauða krossins. Í tilefni af þessum merku tímamótum vill Rauði krossinn bjóða til afmælisveislu í húsi félagsins við Efstaleiti 9 í Reykjavík í dag. Allir eru velkomnir og verður húsið opið milli 14 og 18. Afmælisdagskrá Rauða krossins í dag14.00 Húsið opnað.14.30 Gunni og Felix syngja skyndihjálparlagið ásamt 50 barna kór frá Leikskólanum Langholti.14.40 Afmælishátíðin sett. Forseti Íslands ávarpar gesti.15.00 Tónlist – Skuggamyndir frá Býsans.15.45 Sjúkrabílar afhentir með viðhöfn.16.00 Sirkus Íslands.16.45 Skoppa og Skrítla.17.30 Tónlist – Stefán Hilmarsson. Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fleiri fréttir Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Sjá meira
Íslandsfélag Rauða krossins, stærstu mannúðarsamtaka í heimi, fagnar merkum tímamótum í dag. Liðin eru 90 ár frá stofnfundi félagsins sem fram fór í Eimskipafélagshúsinu árið 1924 þar sem Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti lýðveldisins, var kjörinn formaður Rauða krossins. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, verkefnin hafa verið fjölmörg. Á fyrstu áratugum Rauða krossins á Íslandi voru hvers kyns lýðheilsuverkefni, heimahjúkrun, tímabundinn rekstur spítala og blóðsöfnun stór hluti af verkefnum félagsins. Kann það að skýrast af miklum áhuga lækna á Rauða krossinum en meðal fimm fyrstu formanna voru fjórir þeirra einmitt læknar. Rauði krossinn hefur ekki alveg sagt skilið við þjónustu gagnvart heilbrigðiskerfinu og rekur enn allar sjúkraflutningabifreiðar á Íslandi. Þá er vert að minnast á skyndihjálpina. Þeir sem læra skyndihjálp á Íslandi gera það langflestir hjá skyndihjálparkennurum Rauða krossins. Verkefnin eru fleiri og eiga þau það sameiginlegt að aðstoða fólk og veita því aðhlynningu í neyð. Má þar nefna félagslega aðstoð til innflytjenda, aldraðra og annarra sem upplifa félagslega einangrun. Rauði krossinn veitir hælisleitendum og flóttamönnum aðstoð og hefur frá 25. ágúst í ár annast allt málsvarastarf fyrir hælisleitendur. Athvörf eru rekin fyrir fólk með geðraskanir, Konukot er starfrækt fyrir heimilislausar konur og hjálparsíminn 1717 hefur ófáum hjálpað. Á alþjóðavettvangi hefur Rauði krossinn á Íslandi átt fulltrúa í Síerra Leóne þar sem ebólufaraldur geisar, verkefni hafa verið rekin í Malaví og Sómalílandi þar sem komið hefur verið á fót heilsugæslu á hjólum og aðbúnaður skólabarna hefur verið bættur. Langtímaverkefni eru einnig í fullum gangi í Hvíta-Rússlandi, Kákasuslöndunum og í stríðshrjáðri Palestínu. Þá er ótalin neyðaraðstoð sem veitt var í formi mannafla og sérfræðiþekkingar á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins Haiyan. Vinna að þessum mannúðarverkefnum, auk allra þeirra verkefna sem að baki eru, væri aldrei möguleg án stuðnings almennings og, fyrst og fremst, sjálfboðaliða Rauða krossins. Í tilefni af þessum merku tímamótum vill Rauði krossinn bjóða til afmælisveislu í húsi félagsins við Efstaleiti 9 í Reykjavík í dag. Allir eru velkomnir og verður húsið opið milli 14 og 18. Afmælisdagskrá Rauða krossins í dag14.00 Húsið opnað.14.30 Gunni og Felix syngja skyndihjálparlagið ásamt 50 barna kór frá Leikskólanum Langholti.14.40 Afmælishátíðin sett. Forseti Íslands ávarpar gesti.15.00 Tónlist – Skuggamyndir frá Býsans.15.45 Sjúkrabílar afhentir með viðhöfn.16.00 Sirkus Íslands.16.45 Skoppa og Skrítla.17.30 Tónlist – Stefán Hilmarsson.
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fleiri fréttir Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Sjá meira