Náttúran njóti vafans 10. desember 2014 12:00 Íslandsmetið í gífuryrðum og moldviðri var klárlega slegið í tengslum við óbirt frumvarp um svo kallaðan náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti í ríkistjórn og þingflokkum hennar í síðustu viku. Meginmarkmiðið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að okkar mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að hér átti að vera um þjóðarátak að ræða, þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land. Náttúrupassinn átti að breyta viðhorfum til umgengni um náttúruna okkar og gera hana enn merkilegri og dýrmætri í augum okkra sjálfra og erlendra gesta um leið. Við eigum að styðja með stolti þessa uppbyggingu og taka því opnum örmum að varðveita náttúruna okkar allra. Vandi frumvarpsins Vandi frumvarpsins eins og það stendur í dag er, að það hefur tekið allt of langan tíma að koma því saman og á framfæri og í kynningu til þeirra sem helst hafa verið að gagnrýna tillögur ráðherra. Það hefur gefið pólitískum andstæðingum ferðamálaráðherra og fjölmörgum öðrum heilmikið svigrúm til að keyra upp ranghugmyndir í umræðunni og reka málið út í málefnalega eyðimörk samfélagsmiðlanna. Ranghugmyndir Margvíslegum ranghugmyndum og allskonar tilhæfulausum fullyrðingum hefur verið slegið upp í tengslum við umræðuna, m.a. að okkar fallegustu náttúruperlur verði múraðar inn með gaddavír, að settir verði upp eftirlitsgámar og sérstakt lögregluríki verði stofnað sem muni hneppa fjögurra manna fjölskyldur í 12 mánaða gæsuvarðhald fyrir það eitt að reyna að komast í berjamó. Almenningur grípur þessa vitleysu á lofti og stendur forðviða og verður eðlilega tortrygginn og tekur jafnvel afstöðu gegn náttúrupassanum. Eðlilega, hver vill mæta her lögreglumanna á leiðinni inn á Þingvöll í sunnudagsbíltúr. Þjóð veit að við höfum ekki efni á löggæslu í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöldi, hvað þá her manna um allt land að elta uppi náttúruunnendur. Hið rétta er að náttúrupassanum fylgir EKKERT lögregluríki, engir gaddavírar, engir gámaskúrar og ekkert gæsluvarðhald. Náttúrupassinn í þeirri mynd sem hann birtist í frumvarpinu mun kosta 1.500 krónur og gildir hver passi í þrjú ár. Það er það lág upphæð að almenningi og erlendum gestum er treyst til að borga hana án þess að til komi eftirlitsskúrar og lögregluvæðing. Það er okkar innlegg, er þetta rita, að jafnvel væri hægt að fela björgunarsveitum landsins eftirlitið og styðja þá um leið aukið öryggi ferðamanna á landinu. Hver sá sem mun sinna þessu eftirliti mun gera tilviljana úrtak öðru hvoru. Þessu má líka við eftirlit í lestum til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem sárasjaldan er kannað hvort farþegar hafi miða en þá sjaldan það er kannað og beri svo við að viðkomandi sé ekki með miða, er sektin margföld þeim ódýra aðgangi sem í upphafi bauðst. Við teljum að náttúrupassinn muni ekki skapa brot á almannarétti. Sé fólk í alvöru unnendur íslenskrar náttúru; þá getur það varla staðið í vegi fyrir því að borga sem nemur kaffibolla á veitingastað á ári til þess að vernda og viðhalda okkar fegurstu perlum. Þetta er þess utan heldur ekki skyldugreiðsla því eftirlitið mun aðeins ná til örfárra staða, a.m.k. fyrst um sinn. Landsmenn sem kjósa að standa utan passans hafa áfram frjálsan aðgang að langstærstum hluta landsins. „Okkar þyngsta byrði eru möguleikarnir sem við búum að“, þ.e. náttúran, landið okkar og við sjálf, þetta er það dýrmætasta sem við eigum og það verðum við að passa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslandsmetið í gífuryrðum og moldviðri var klárlega slegið í tengslum við óbirt frumvarp um svo kallaðan náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti í ríkistjórn og þingflokkum hennar í síðustu viku. Meginmarkmiðið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að okkar mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að hér átti að vera um þjóðarátak að ræða, þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land. Náttúrupassinn átti að breyta viðhorfum til umgengni um náttúruna okkar og gera hana enn merkilegri og dýrmætri í augum okkra sjálfra og erlendra gesta um leið. Við eigum að styðja með stolti þessa uppbyggingu og taka því opnum örmum að varðveita náttúruna okkar allra. Vandi frumvarpsins Vandi frumvarpsins eins og það stendur í dag er, að það hefur tekið allt of langan tíma að koma því saman og á framfæri og í kynningu til þeirra sem helst hafa verið að gagnrýna tillögur ráðherra. Það hefur gefið pólitískum andstæðingum ferðamálaráðherra og fjölmörgum öðrum heilmikið svigrúm til að keyra upp ranghugmyndir í umræðunni og reka málið út í málefnalega eyðimörk samfélagsmiðlanna. Ranghugmyndir Margvíslegum ranghugmyndum og allskonar tilhæfulausum fullyrðingum hefur verið slegið upp í tengslum við umræðuna, m.a. að okkar fallegustu náttúruperlur verði múraðar inn með gaddavír, að settir verði upp eftirlitsgámar og sérstakt lögregluríki verði stofnað sem muni hneppa fjögurra manna fjölskyldur í 12 mánaða gæsuvarðhald fyrir það eitt að reyna að komast í berjamó. Almenningur grípur þessa vitleysu á lofti og stendur forðviða og verður eðlilega tortrygginn og tekur jafnvel afstöðu gegn náttúrupassanum. Eðlilega, hver vill mæta her lögreglumanna á leiðinni inn á Þingvöll í sunnudagsbíltúr. Þjóð veit að við höfum ekki efni á löggæslu í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöldi, hvað þá her manna um allt land að elta uppi náttúruunnendur. Hið rétta er að náttúrupassanum fylgir EKKERT lögregluríki, engir gaddavírar, engir gámaskúrar og ekkert gæsluvarðhald. Náttúrupassinn í þeirri mynd sem hann birtist í frumvarpinu mun kosta 1.500 krónur og gildir hver passi í þrjú ár. Það er það lág upphæð að almenningi og erlendum gestum er treyst til að borga hana án þess að til komi eftirlitsskúrar og lögregluvæðing. Það er okkar innlegg, er þetta rita, að jafnvel væri hægt að fela björgunarsveitum landsins eftirlitið og styðja þá um leið aukið öryggi ferðamanna á landinu. Hver sá sem mun sinna þessu eftirliti mun gera tilviljana úrtak öðru hvoru. Þessu má líka við eftirlit í lestum til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem sárasjaldan er kannað hvort farþegar hafi miða en þá sjaldan það er kannað og beri svo við að viðkomandi sé ekki með miða, er sektin margföld þeim ódýra aðgangi sem í upphafi bauðst. Við teljum að náttúrupassinn muni ekki skapa brot á almannarétti. Sé fólk í alvöru unnendur íslenskrar náttúru; þá getur það varla staðið í vegi fyrir því að borga sem nemur kaffibolla á veitingastað á ári til þess að vernda og viðhalda okkar fegurstu perlum. Þetta er þess utan heldur ekki skyldugreiðsla því eftirlitið mun aðeins ná til örfárra staða, a.m.k. fyrst um sinn. Landsmenn sem kjósa að standa utan passans hafa áfram frjálsan aðgang að langstærstum hluta landsins. „Okkar þyngsta byrði eru möguleikarnir sem við búum að“, þ.e. náttúran, landið okkar og við sjálf, þetta er það dýrmætasta sem við eigum og það verðum við að passa.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar