Náttúran njóti vafans 10. desember 2014 12:00 Íslandsmetið í gífuryrðum og moldviðri var klárlega slegið í tengslum við óbirt frumvarp um svo kallaðan náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti í ríkistjórn og þingflokkum hennar í síðustu viku. Meginmarkmiðið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að okkar mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að hér átti að vera um þjóðarátak að ræða, þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land. Náttúrupassinn átti að breyta viðhorfum til umgengni um náttúruna okkar og gera hana enn merkilegri og dýrmætri í augum okkra sjálfra og erlendra gesta um leið. Við eigum að styðja með stolti þessa uppbyggingu og taka því opnum örmum að varðveita náttúruna okkar allra. Vandi frumvarpsins Vandi frumvarpsins eins og það stendur í dag er, að það hefur tekið allt of langan tíma að koma því saman og á framfæri og í kynningu til þeirra sem helst hafa verið að gagnrýna tillögur ráðherra. Það hefur gefið pólitískum andstæðingum ferðamálaráðherra og fjölmörgum öðrum heilmikið svigrúm til að keyra upp ranghugmyndir í umræðunni og reka málið út í málefnalega eyðimörk samfélagsmiðlanna. Ranghugmyndir Margvíslegum ranghugmyndum og allskonar tilhæfulausum fullyrðingum hefur verið slegið upp í tengslum við umræðuna, m.a. að okkar fallegustu náttúruperlur verði múraðar inn með gaddavír, að settir verði upp eftirlitsgámar og sérstakt lögregluríki verði stofnað sem muni hneppa fjögurra manna fjölskyldur í 12 mánaða gæsuvarðhald fyrir það eitt að reyna að komast í berjamó. Almenningur grípur þessa vitleysu á lofti og stendur forðviða og verður eðlilega tortrygginn og tekur jafnvel afstöðu gegn náttúrupassanum. Eðlilega, hver vill mæta her lögreglumanna á leiðinni inn á Þingvöll í sunnudagsbíltúr. Þjóð veit að við höfum ekki efni á löggæslu í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöldi, hvað þá her manna um allt land að elta uppi náttúruunnendur. Hið rétta er að náttúrupassanum fylgir EKKERT lögregluríki, engir gaddavírar, engir gámaskúrar og ekkert gæsluvarðhald. Náttúrupassinn í þeirri mynd sem hann birtist í frumvarpinu mun kosta 1.500 krónur og gildir hver passi í þrjú ár. Það er það lág upphæð að almenningi og erlendum gestum er treyst til að borga hana án þess að til komi eftirlitsskúrar og lögregluvæðing. Það er okkar innlegg, er þetta rita, að jafnvel væri hægt að fela björgunarsveitum landsins eftirlitið og styðja þá um leið aukið öryggi ferðamanna á landinu. Hver sá sem mun sinna þessu eftirliti mun gera tilviljana úrtak öðru hvoru. Þessu má líka við eftirlit í lestum til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem sárasjaldan er kannað hvort farþegar hafi miða en þá sjaldan það er kannað og beri svo við að viðkomandi sé ekki með miða, er sektin margföld þeim ódýra aðgangi sem í upphafi bauðst. Við teljum að náttúrupassinn muni ekki skapa brot á almannarétti. Sé fólk í alvöru unnendur íslenskrar náttúru; þá getur það varla staðið í vegi fyrir því að borga sem nemur kaffibolla á veitingastað á ári til þess að vernda og viðhalda okkar fegurstu perlum. Þetta er þess utan heldur ekki skyldugreiðsla því eftirlitið mun aðeins ná til örfárra staða, a.m.k. fyrst um sinn. Landsmenn sem kjósa að standa utan passans hafa áfram frjálsan aðgang að langstærstum hluta landsins. „Okkar þyngsta byrði eru möguleikarnir sem við búum að“, þ.e. náttúran, landið okkar og við sjálf, þetta er það dýrmætasta sem við eigum og það verðum við að passa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Íslandsmetið í gífuryrðum og moldviðri var klárlega slegið í tengslum við óbirt frumvarp um svo kallaðan náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti í ríkistjórn og þingflokkum hennar í síðustu viku. Meginmarkmiðið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að okkar mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að hér átti að vera um þjóðarátak að ræða, þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land. Náttúrupassinn átti að breyta viðhorfum til umgengni um náttúruna okkar og gera hana enn merkilegri og dýrmætri í augum okkra sjálfra og erlendra gesta um leið. Við eigum að styðja með stolti þessa uppbyggingu og taka því opnum örmum að varðveita náttúruna okkar allra. Vandi frumvarpsins Vandi frumvarpsins eins og það stendur í dag er, að það hefur tekið allt of langan tíma að koma því saman og á framfæri og í kynningu til þeirra sem helst hafa verið að gagnrýna tillögur ráðherra. Það hefur gefið pólitískum andstæðingum ferðamálaráðherra og fjölmörgum öðrum heilmikið svigrúm til að keyra upp ranghugmyndir í umræðunni og reka málið út í málefnalega eyðimörk samfélagsmiðlanna. Ranghugmyndir Margvíslegum ranghugmyndum og allskonar tilhæfulausum fullyrðingum hefur verið slegið upp í tengslum við umræðuna, m.a. að okkar fallegustu náttúruperlur verði múraðar inn með gaddavír, að settir verði upp eftirlitsgámar og sérstakt lögregluríki verði stofnað sem muni hneppa fjögurra manna fjölskyldur í 12 mánaða gæsuvarðhald fyrir það eitt að reyna að komast í berjamó. Almenningur grípur þessa vitleysu á lofti og stendur forðviða og verður eðlilega tortrygginn og tekur jafnvel afstöðu gegn náttúrupassanum. Eðlilega, hver vill mæta her lögreglumanna á leiðinni inn á Þingvöll í sunnudagsbíltúr. Þjóð veit að við höfum ekki efni á löggæslu í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöldi, hvað þá her manna um allt land að elta uppi náttúruunnendur. Hið rétta er að náttúrupassanum fylgir EKKERT lögregluríki, engir gaddavírar, engir gámaskúrar og ekkert gæsluvarðhald. Náttúrupassinn í þeirri mynd sem hann birtist í frumvarpinu mun kosta 1.500 krónur og gildir hver passi í þrjú ár. Það er það lág upphæð að almenningi og erlendum gestum er treyst til að borga hana án þess að til komi eftirlitsskúrar og lögregluvæðing. Það er okkar innlegg, er þetta rita, að jafnvel væri hægt að fela björgunarsveitum landsins eftirlitið og styðja þá um leið aukið öryggi ferðamanna á landinu. Hver sá sem mun sinna þessu eftirliti mun gera tilviljana úrtak öðru hvoru. Þessu má líka við eftirlit í lestum til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem sárasjaldan er kannað hvort farþegar hafi miða en þá sjaldan það er kannað og beri svo við að viðkomandi sé ekki með miða, er sektin margföld þeim ódýra aðgangi sem í upphafi bauðst. Við teljum að náttúrupassinn muni ekki skapa brot á almannarétti. Sé fólk í alvöru unnendur íslenskrar náttúru; þá getur það varla staðið í vegi fyrir því að borga sem nemur kaffibolla á veitingastað á ári til þess að vernda og viðhalda okkar fegurstu perlum. Þetta er þess utan heldur ekki skyldugreiðsla því eftirlitið mun aðeins ná til örfárra staða, a.m.k. fyrst um sinn. Landsmenn sem kjósa að standa utan passans hafa áfram frjálsan aðgang að langstærstum hluta landsins. „Okkar þyngsta byrði eru möguleikarnir sem við búum að“, þ.e. náttúran, landið okkar og við sjálf, þetta er það dýrmætasta sem við eigum og það verðum við að passa.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun