Náttúran njóti vafans 10. desember 2014 12:00 Íslandsmetið í gífuryrðum og moldviðri var klárlega slegið í tengslum við óbirt frumvarp um svo kallaðan náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti í ríkistjórn og þingflokkum hennar í síðustu viku. Meginmarkmiðið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að okkar mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að hér átti að vera um þjóðarátak að ræða, þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land. Náttúrupassinn átti að breyta viðhorfum til umgengni um náttúruna okkar og gera hana enn merkilegri og dýrmætri í augum okkra sjálfra og erlendra gesta um leið. Við eigum að styðja með stolti þessa uppbyggingu og taka því opnum örmum að varðveita náttúruna okkar allra. Vandi frumvarpsins Vandi frumvarpsins eins og það stendur í dag er, að það hefur tekið allt of langan tíma að koma því saman og á framfæri og í kynningu til þeirra sem helst hafa verið að gagnrýna tillögur ráðherra. Það hefur gefið pólitískum andstæðingum ferðamálaráðherra og fjölmörgum öðrum heilmikið svigrúm til að keyra upp ranghugmyndir í umræðunni og reka málið út í málefnalega eyðimörk samfélagsmiðlanna. Ranghugmyndir Margvíslegum ranghugmyndum og allskonar tilhæfulausum fullyrðingum hefur verið slegið upp í tengslum við umræðuna, m.a. að okkar fallegustu náttúruperlur verði múraðar inn með gaddavír, að settir verði upp eftirlitsgámar og sérstakt lögregluríki verði stofnað sem muni hneppa fjögurra manna fjölskyldur í 12 mánaða gæsuvarðhald fyrir það eitt að reyna að komast í berjamó. Almenningur grípur þessa vitleysu á lofti og stendur forðviða og verður eðlilega tortrygginn og tekur jafnvel afstöðu gegn náttúrupassanum. Eðlilega, hver vill mæta her lögreglumanna á leiðinni inn á Þingvöll í sunnudagsbíltúr. Þjóð veit að við höfum ekki efni á löggæslu í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöldi, hvað þá her manna um allt land að elta uppi náttúruunnendur. Hið rétta er að náttúrupassanum fylgir EKKERT lögregluríki, engir gaddavírar, engir gámaskúrar og ekkert gæsluvarðhald. Náttúrupassinn í þeirri mynd sem hann birtist í frumvarpinu mun kosta 1.500 krónur og gildir hver passi í þrjú ár. Það er það lág upphæð að almenningi og erlendum gestum er treyst til að borga hana án þess að til komi eftirlitsskúrar og lögregluvæðing. Það er okkar innlegg, er þetta rita, að jafnvel væri hægt að fela björgunarsveitum landsins eftirlitið og styðja þá um leið aukið öryggi ferðamanna á landinu. Hver sá sem mun sinna þessu eftirliti mun gera tilviljana úrtak öðru hvoru. Þessu má líka við eftirlit í lestum til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem sárasjaldan er kannað hvort farþegar hafi miða en þá sjaldan það er kannað og beri svo við að viðkomandi sé ekki með miða, er sektin margföld þeim ódýra aðgangi sem í upphafi bauðst. Við teljum að náttúrupassinn muni ekki skapa brot á almannarétti. Sé fólk í alvöru unnendur íslenskrar náttúru; þá getur það varla staðið í vegi fyrir því að borga sem nemur kaffibolla á veitingastað á ári til þess að vernda og viðhalda okkar fegurstu perlum. Þetta er þess utan heldur ekki skyldugreiðsla því eftirlitið mun aðeins ná til örfárra staða, a.m.k. fyrst um sinn. Landsmenn sem kjósa að standa utan passans hafa áfram frjálsan aðgang að langstærstum hluta landsins. „Okkar þyngsta byrði eru möguleikarnir sem við búum að“, þ.e. náttúran, landið okkar og við sjálf, þetta er það dýrmætasta sem við eigum og það verðum við að passa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Íslandsmetið í gífuryrðum og moldviðri var klárlega slegið í tengslum við óbirt frumvarp um svo kallaðan náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti í ríkistjórn og þingflokkum hennar í síðustu viku. Meginmarkmiðið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að okkar mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að hér átti að vera um þjóðarátak að ræða, þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land. Náttúrupassinn átti að breyta viðhorfum til umgengni um náttúruna okkar og gera hana enn merkilegri og dýrmætri í augum okkra sjálfra og erlendra gesta um leið. Við eigum að styðja með stolti þessa uppbyggingu og taka því opnum örmum að varðveita náttúruna okkar allra. Vandi frumvarpsins Vandi frumvarpsins eins og það stendur í dag er, að það hefur tekið allt of langan tíma að koma því saman og á framfæri og í kynningu til þeirra sem helst hafa verið að gagnrýna tillögur ráðherra. Það hefur gefið pólitískum andstæðingum ferðamálaráðherra og fjölmörgum öðrum heilmikið svigrúm til að keyra upp ranghugmyndir í umræðunni og reka málið út í málefnalega eyðimörk samfélagsmiðlanna. Ranghugmyndir Margvíslegum ranghugmyndum og allskonar tilhæfulausum fullyrðingum hefur verið slegið upp í tengslum við umræðuna, m.a. að okkar fallegustu náttúruperlur verði múraðar inn með gaddavír, að settir verði upp eftirlitsgámar og sérstakt lögregluríki verði stofnað sem muni hneppa fjögurra manna fjölskyldur í 12 mánaða gæsuvarðhald fyrir það eitt að reyna að komast í berjamó. Almenningur grípur þessa vitleysu á lofti og stendur forðviða og verður eðlilega tortrygginn og tekur jafnvel afstöðu gegn náttúrupassanum. Eðlilega, hver vill mæta her lögreglumanna á leiðinni inn á Þingvöll í sunnudagsbíltúr. Þjóð veit að við höfum ekki efni á löggæslu í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöldi, hvað þá her manna um allt land að elta uppi náttúruunnendur. Hið rétta er að náttúrupassanum fylgir EKKERT lögregluríki, engir gaddavírar, engir gámaskúrar og ekkert gæsluvarðhald. Náttúrupassinn í þeirri mynd sem hann birtist í frumvarpinu mun kosta 1.500 krónur og gildir hver passi í þrjú ár. Það er það lág upphæð að almenningi og erlendum gestum er treyst til að borga hana án þess að til komi eftirlitsskúrar og lögregluvæðing. Það er okkar innlegg, er þetta rita, að jafnvel væri hægt að fela björgunarsveitum landsins eftirlitið og styðja þá um leið aukið öryggi ferðamanna á landinu. Hver sá sem mun sinna þessu eftirliti mun gera tilviljana úrtak öðru hvoru. Þessu má líka við eftirlit í lestum til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem sárasjaldan er kannað hvort farþegar hafi miða en þá sjaldan það er kannað og beri svo við að viðkomandi sé ekki með miða, er sektin margföld þeim ódýra aðgangi sem í upphafi bauðst. Við teljum að náttúrupassinn muni ekki skapa brot á almannarétti. Sé fólk í alvöru unnendur íslenskrar náttúru; þá getur það varla staðið í vegi fyrir því að borga sem nemur kaffibolla á veitingastað á ári til þess að vernda og viðhalda okkar fegurstu perlum. Þetta er þess utan heldur ekki skyldugreiðsla því eftirlitið mun aðeins ná til örfárra staða, a.m.k. fyrst um sinn. Landsmenn sem kjósa að standa utan passans hafa áfram frjálsan aðgang að langstærstum hluta landsins. „Okkar þyngsta byrði eru möguleikarnir sem við búum að“, þ.e. náttúran, landið okkar og við sjálf, þetta er það dýrmætasta sem við eigum og það verðum við að passa.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar