„Ég held að þetta sé áfangi fyrir mig en áfall fyrir foreldra mína“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2014 10:30 Árið hefur verið listamanninum gjöfult og tekur hann því nýja fagnandi. vísir/gva „Ég held upp á daginn þannig að ég er búinn að ákveða að gera nákvæmlega ekki neitt,“ segir leikarinn og rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson. Hann fagnar þrítugsafmæli sínu í dag en síðustu vikur og mánuðir hafa verið annasöm hjá afmælisbarninu sem gaf nýverið út bókina Þín eigin þjóðsaga. „Ég hef verið að lesa upp úr bókinni og árita nánast alla daga síðan um miðjan október. Dagurinn í dag er sá eini sem ég hélt algjörlega lausum. Það var meðvituð ákvörðun. Ég fer örugglega og fæ mér gott að borða með kærustu minni og systkinum en annars ætla ég bara að sofa út og hafa það næs. Þetta er eini dagurinn síðustu vikurnar sem ég hef leyft mér það og örugglega eini dagurinn alveg fram að jólum sem það gerist,“ segir Ævar sem ætlar síðan að halda afmælisveislu fyrir vini og vandamenn um helgina. Aldurinn leggst vel í hann. „Mér finnst ég búinn að vera 27 ára í þrjú ár. Þessar tölur, 28 og 29, hafa eiginlega týnst. Ég held að þetta sé miklu meira sjokk fyrir foreldra mína en nokkurn tímann mig. Ég er elstur af okkur systkinunum og ég held að þetta sé áfangi fyrir mig en áfall fyrir foreldra mína. En þau eru ung í anda þannig að ég hef litlar áhyggjur af þeim,“ segir hann hlæjandi. Þetta ár hefur verið gjöfult fyrir Ævar og skilur hann því við þrítugsaldurinn sáttur. „Það er búið að ganga svakalega vel og Þín eigin þjóðsaga er fyrsta bókin hjá Forlaginu til að komast í þriðju prentun. Ég er einnig búinn að heyra sögur af foreldrum sem keyra um allan bæ til að reyna að finna eintök því krakkarnir heimta bókina. Það er frábært að krakkar séu að lesa og tengir inn í lestrarátak sem ég byrjaði með í haust og stendur til 1. febrúar,“ segir Ævar. Margir kannast einnig við hann úr sjónvarpinu sem Ævar vísindamann en ný þáttaröð hefst á RÚV eftir áramót. Forskot verður tekið á sæluna þann 27. desember með sérstökum áramótaþætti. „Þá sprengjum við til dæmis flugeld inni til að sýna hversu hættulegt það er og hversu mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum á flugeldum. Að sjálfsögðu var þetta allt saman gert í samstarfi við slökkvilið og björgunarsveit.“ Hann hlakkar til að takast á við nýtt afmælisár „Ég er bara rétt að byrja og held ótrauður áfram. Það stefnir allt í að næsta ár einkennist af mikilli sköpun og rosalega miklu af skrifum. Ég ætla að leikstýra í fyrsta skipti. Ég leikstýri nemendum í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eftir áramót í söngleik sem gerður er upp úr Bítlalögunum. Maður á alltaf að reyna að ögra sér á einhvern hátt og þetta er stærsta ögrunin á næsta ári. Svo verð ég vonandi meira í sjónvarpi og skrifa allavega tvær bækur eins og ég gerði á þessu ári. Maður á ekki að eyða tíma í eitthvað sem manni þykir leiðinlegt. Tíminn líður alltaf hraðar og hraðar og ef maður getur á maður að finna eitthvað að gera sem kveikir í manni. Ég held að það geri mann að betri listamanni og betri manneskju. Þannig að ég ætla að skapa sem mest og líða vel og láta öðrum líða vel.“ Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
„Ég held upp á daginn þannig að ég er búinn að ákveða að gera nákvæmlega ekki neitt,“ segir leikarinn og rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson. Hann fagnar þrítugsafmæli sínu í dag en síðustu vikur og mánuðir hafa verið annasöm hjá afmælisbarninu sem gaf nýverið út bókina Þín eigin þjóðsaga. „Ég hef verið að lesa upp úr bókinni og árita nánast alla daga síðan um miðjan október. Dagurinn í dag er sá eini sem ég hélt algjörlega lausum. Það var meðvituð ákvörðun. Ég fer örugglega og fæ mér gott að borða með kærustu minni og systkinum en annars ætla ég bara að sofa út og hafa það næs. Þetta er eini dagurinn síðustu vikurnar sem ég hef leyft mér það og örugglega eini dagurinn alveg fram að jólum sem það gerist,“ segir Ævar sem ætlar síðan að halda afmælisveislu fyrir vini og vandamenn um helgina. Aldurinn leggst vel í hann. „Mér finnst ég búinn að vera 27 ára í þrjú ár. Þessar tölur, 28 og 29, hafa eiginlega týnst. Ég held að þetta sé miklu meira sjokk fyrir foreldra mína en nokkurn tímann mig. Ég er elstur af okkur systkinunum og ég held að þetta sé áfangi fyrir mig en áfall fyrir foreldra mína. En þau eru ung í anda þannig að ég hef litlar áhyggjur af þeim,“ segir hann hlæjandi. Þetta ár hefur verið gjöfult fyrir Ævar og skilur hann því við þrítugsaldurinn sáttur. „Það er búið að ganga svakalega vel og Þín eigin þjóðsaga er fyrsta bókin hjá Forlaginu til að komast í þriðju prentun. Ég er einnig búinn að heyra sögur af foreldrum sem keyra um allan bæ til að reyna að finna eintök því krakkarnir heimta bókina. Það er frábært að krakkar séu að lesa og tengir inn í lestrarátak sem ég byrjaði með í haust og stendur til 1. febrúar,“ segir Ævar. Margir kannast einnig við hann úr sjónvarpinu sem Ævar vísindamann en ný þáttaröð hefst á RÚV eftir áramót. Forskot verður tekið á sæluna þann 27. desember með sérstökum áramótaþætti. „Þá sprengjum við til dæmis flugeld inni til að sýna hversu hættulegt það er og hversu mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum á flugeldum. Að sjálfsögðu var þetta allt saman gert í samstarfi við slökkvilið og björgunarsveit.“ Hann hlakkar til að takast á við nýtt afmælisár „Ég er bara rétt að byrja og held ótrauður áfram. Það stefnir allt í að næsta ár einkennist af mikilli sköpun og rosalega miklu af skrifum. Ég ætla að leikstýra í fyrsta skipti. Ég leikstýri nemendum í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eftir áramót í söngleik sem gerður er upp úr Bítlalögunum. Maður á alltaf að reyna að ögra sér á einhvern hátt og þetta er stærsta ögrunin á næsta ári. Svo verð ég vonandi meira í sjónvarpi og skrifa allavega tvær bækur eins og ég gerði á þessu ári. Maður á ekki að eyða tíma í eitthvað sem manni þykir leiðinlegt. Tíminn líður alltaf hraðar og hraðar og ef maður getur á maður að finna eitthvað að gera sem kveikir í manni. Ég held að það geri mann að betri listamanni og betri manneskju. Þannig að ég ætla að skapa sem mest og líða vel og láta öðrum líða vel.“
Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira