Hlutverk karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi Hjálmar G. Sigmarsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Á síðastliðnum árum hefur aukist krafan um þátttöku karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessi krafa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri og komið reglulega fram í tengslum við átök eins og 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi og Druslugönguna. Í stuttu máli felst hugmyndin í því að til þess að takast á við mál eins og kynferðisofbeldi gegn konum, þá sé lykilatriði og mikilvægt skref, að virkja karlmenn í þeirri umræðu og framkvæmd. Þannig sé hægt að takast á við þætti í menningu karlmanna sem ýtir undir eða gerir ofbeldi og mismunun gegn konum mögulega. Þetta hefur leitt af sér að karlmenn eru sýnilegri í þessari umræðu og fleiri karlmenn hafa tekið virkan þátt með greinaskrifum og þátttöku í ýmsum átökum. Þar af leiðandi er hægt að segja að það sé aukinn samhljómur um mikilvægi þess að karlmenn séu sýnilegir í þessari umræðu, þó að það hafi líka birst hávær mótspyrna við þessari hugmynd. Mótspyrna sem meðal annars lítur á umræðuna sem árás á karlmenn almennt og gerir lítið úr ábyrgð karla í umræðunni um ofbeldi gegn konum. En í hverju felst þátttaka karla? Er nóg að karlmenn segi að þeir séu á móti nauðgunum, kynferðislegri áreitni og ofbeldi í nánum samböndum? Dugar það að við karlmenn skrifum nokkrar greinar og mætum á opinbera viðburði, eða setjum á okkur barmmerki sem styður þessa baráttu? Getur þátttaka karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi til dæmis verið alfarið á forsendum karla? Stígamót standa fyrir morgunverðarfundi þar sem hlutverk karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi verður tekið fyrir og reynt verður að svara þessum spurningum. Fjallað verður meðal annars um áherslur, tækifæri, aðferðir og hættur, þegar virkja á karlmenn á þessum vettvangi. Af þessu tilefni mun ég kynna niðurstöður úr nýlegri MA-rannsókn minni í kynjafræði, sem fjallar um reynslu ungra íslenskra karlfemínista. Í rannsókninni kemur skýrt fram hversu mikilvæg umræðan er um kynferðisofbeldi gegn konum. Einnig munu fara fram pallborðsumræður, þar sem Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur munu ræða hvað þátttaka karla felur í sér frá ýmsum sjónarhornum. Morgunverðarfundurinn verður fimmtudaginn 4. desember, frá klukkan 8:15 til 10:00 í nýju húsnæði Stígamóta á Laugavegi 170, 2. hæð. Morgunverður hefst klukkan 8:15 og fyrirlesturinn byrjar kl. 8:45. Frítt inn. Verið velkomin! Hjálmar starfar sem ráðgjafi á Stígamótum. Stígamót taka á móti öllum einstaklingum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og aðstandendum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hefur aukist krafan um þátttöku karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessi krafa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri og komið reglulega fram í tengslum við átök eins og 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi og Druslugönguna. Í stuttu máli felst hugmyndin í því að til þess að takast á við mál eins og kynferðisofbeldi gegn konum, þá sé lykilatriði og mikilvægt skref, að virkja karlmenn í þeirri umræðu og framkvæmd. Þannig sé hægt að takast á við þætti í menningu karlmanna sem ýtir undir eða gerir ofbeldi og mismunun gegn konum mögulega. Þetta hefur leitt af sér að karlmenn eru sýnilegri í þessari umræðu og fleiri karlmenn hafa tekið virkan þátt með greinaskrifum og þátttöku í ýmsum átökum. Þar af leiðandi er hægt að segja að það sé aukinn samhljómur um mikilvægi þess að karlmenn séu sýnilegir í þessari umræðu, þó að það hafi líka birst hávær mótspyrna við þessari hugmynd. Mótspyrna sem meðal annars lítur á umræðuna sem árás á karlmenn almennt og gerir lítið úr ábyrgð karla í umræðunni um ofbeldi gegn konum. En í hverju felst þátttaka karla? Er nóg að karlmenn segi að þeir séu á móti nauðgunum, kynferðislegri áreitni og ofbeldi í nánum samböndum? Dugar það að við karlmenn skrifum nokkrar greinar og mætum á opinbera viðburði, eða setjum á okkur barmmerki sem styður þessa baráttu? Getur þátttaka karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi til dæmis verið alfarið á forsendum karla? Stígamót standa fyrir morgunverðarfundi þar sem hlutverk karla í baráttunni gegn kynferðisofbeldi verður tekið fyrir og reynt verður að svara þessum spurningum. Fjallað verður meðal annars um áherslur, tækifæri, aðferðir og hættur, þegar virkja á karlmenn á þessum vettvangi. Af þessu tilefni mun ég kynna niðurstöður úr nýlegri MA-rannsókn minni í kynjafræði, sem fjallar um reynslu ungra íslenskra karlfemínista. Í rannsókninni kemur skýrt fram hversu mikilvæg umræðan er um kynferðisofbeldi gegn konum. Einnig munu fara fram pallborðsumræður, þar sem Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur munu ræða hvað þátttaka karla felur í sér frá ýmsum sjónarhornum. Morgunverðarfundurinn verður fimmtudaginn 4. desember, frá klukkan 8:15 til 10:00 í nýju húsnæði Stígamóta á Laugavegi 170, 2. hæð. Morgunverður hefst klukkan 8:15 og fyrirlesturinn byrjar kl. 8:45. Frítt inn. Verið velkomin! Hjálmar starfar sem ráðgjafi á Stígamótum. Stígamót taka á móti öllum einstaklingum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og aðstandendum þeirra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar