Frjáls félagasamtök eru á móti náttúrupassaleiðinni Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Frá Reykjahlíð. Enn verður hægt að rukka inn á lönd í einkaeigu, samhliða lögum um náttúrupassa. Fréttablaðið/ Völundur Ferðaklúbburinn 4x4 og Landvernd mótmæla harðlega fyrirhuguðum áformum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að gefa út náttúrupassa í þeim tilgangi að auka tekjur af ferðaþjónustu á Íslandi. Telja bæði Landvernd og Ferðaklúbburinn passann vera aðför að ferðafrelsi á Íslandi. Frumvarpið hefur verið kynnt í ríkisstjórn og mun koma til umfjöllunar Alþingis á vorþingi. Um er að ræða heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndunar og viðhalds og til öryggis ferðamanna.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkæmdastjóri LandverndarStjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur einnig gagnrýnt þá leið sem er farin í þessum efnum og telur aðrar leiðir heppilegri til að ná sama markmiði. „Frá því lög voru sett í þessu landi hafa einstaklingar getað farið um íslenskt land og mönnum frjálst að ferðast um landið. Nú er því frelsi, og almannarétti landsmanna, stefnt í voða. Að okkar mati kemur þetta ekki til greina,“ segir Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4x4. Sveinbjörn telur einnig að þessi hugmynd um náttúrupassa sé illa ígrunduð og muni á endanum skaða íslenska ferðaþjónustu. „Við teljum að þetta muni skaða ferðaþjónustuna á endanum. Því er enn ósvarað hvernig þessu verður háttað og hvernig þetta verður útfært. Til að mynda byggði félagið skála uppi í Setbergi og við munum þurfa að borga náttúrupassa til að fá að fara í skálann okkar.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, telur einnig að hugmyndin um náttúrupassa sé neikvæð fyrir ferðaþjónustu í landinu og minnir á almannarétt landsmanna. „Það eru aðrar færari leiðir í þessum málum. Við erum sammála um að það þurfi að byggja upp fjölsótta ferðamannastaði og til þess þurfi fjármagn. Hins vegar höfum við bent á að gjald á gistinætur sé heppilegri kostur fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Það er kerfi sem er nú þegar til og auðvelt að hrinda í framkvæmd. Þessi leið sem er boðuð núna gæti reynst kostnaðarsöm. Við teljum þetta skaða ímynd ferðaþjónustunnar. Ef hugsunin er sú að vera með gæslu og kanna hvort ferðamenn hafi keypt passann getur það haft áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Einnig verður að virða almannarétt íbúa landsins.“ Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Ferðaklúbburinn 4x4 og Landvernd mótmæla harðlega fyrirhuguðum áformum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að gefa út náttúrupassa í þeim tilgangi að auka tekjur af ferðaþjónustu á Íslandi. Telja bæði Landvernd og Ferðaklúbburinn passann vera aðför að ferðafrelsi á Íslandi. Frumvarpið hefur verið kynnt í ríkisstjórn og mun koma til umfjöllunar Alþingis á vorþingi. Um er að ræða heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndunar og viðhalds og til öryggis ferðamanna.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkæmdastjóri LandverndarStjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur einnig gagnrýnt þá leið sem er farin í þessum efnum og telur aðrar leiðir heppilegri til að ná sama markmiði. „Frá því lög voru sett í þessu landi hafa einstaklingar getað farið um íslenskt land og mönnum frjálst að ferðast um landið. Nú er því frelsi, og almannarétti landsmanna, stefnt í voða. Að okkar mati kemur þetta ekki til greina,“ segir Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4x4. Sveinbjörn telur einnig að þessi hugmynd um náttúrupassa sé illa ígrunduð og muni á endanum skaða íslenska ferðaþjónustu. „Við teljum að þetta muni skaða ferðaþjónustuna á endanum. Því er enn ósvarað hvernig þessu verður háttað og hvernig þetta verður útfært. Til að mynda byggði félagið skála uppi í Setbergi og við munum þurfa að borga náttúrupassa til að fá að fara í skálann okkar.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, telur einnig að hugmyndin um náttúrupassa sé neikvæð fyrir ferðaþjónustu í landinu og minnir á almannarétt landsmanna. „Það eru aðrar færari leiðir í þessum málum. Við erum sammála um að það þurfi að byggja upp fjölsótta ferðamannastaði og til þess þurfi fjármagn. Hins vegar höfum við bent á að gjald á gistinætur sé heppilegri kostur fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Það er kerfi sem er nú þegar til og auðvelt að hrinda í framkvæmd. Þessi leið sem er boðuð núna gæti reynst kostnaðarsöm. Við teljum þetta skaða ímynd ferðaþjónustunnar. Ef hugsunin er sú að vera með gæslu og kanna hvort ferðamenn hafi keypt passann getur það haft áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Einnig verður að virða almannarétt íbúa landsins.“
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira