Eru bananar dýrir? Sturla Kristjánsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um sannsögli ráðherra og ábyrgð forstöðumanna á rekstri ríkisstofnana. Ráðherrar eru sakaðir um dvínandi sannleiksást og einhverjir þingmanna vilja reka úr starfi þá forstöðumenn ríkisstofnana sem fara fram úr fjárlögum. Ráðherrar og embættismenn eru sakaðir um óráðvendni og ósannsögli, þeir ljúgi að þingi og þjóð og virði ekki fjárheimildir. Sagt er að við búum við þrískiptingu valdsins; aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds – löggjafinn setji samfélaginu lög, framkvæmdarvaldið sjái um að lögum sé framfylgt og dómsvaldið ákvarði lögmæti gjörða okkar og þá viðurlög við frávikum ef finnast. En er þetta svo? Við kjósum til Alþingis. Stjórnmálaflokkarnir ákveða hverja megi kjósa. Með röðun á lista eru kjósendur því raunar sviptir kosningarréttinum, 40-50 þingsæti af 63 eru þegar mönnuð og þau sem eftir eru verða setin af þeim, sem flokkarnir leyfa kjósendum að velja á milli. Eftir kosningar skal mynda ríkisstjórn. Flokksforingjar meirihluta þingmanna mynda meirihlutastjórn. Þingmenn setjast í ráðherrastólana og gegna tveimur störfum og þar með flyst löggjafarvaldið yfir í ráðuneytin. Forystumenn stjórnmálaflokkanna velja sér flokksbræður til þingsetu og ráðherra úr þingliði. Ráðherrar og embættiskerfið taka síðan að sér löggjafarvaldið; lagafrumvörp eru undirbúin og frágengin af stjórnarráðinu, samþykkt í ríkisstjórn, kynnt í þingflokkum stjórnarflokkanna og keyrð í gegnum Alþingi. Löggjafarvaldið er sem sagt í höndum ráðherra og embættismanna stjórnarráðsins.Hvar er lýðræðið? En hvað með dómsvaldið? Eru dómstólar óháðir stjórnmálum? Kjósum við okkur dómara? Nei, forystumenn stjórnmálaflokkanna í ráðherrastólum velja sér dómara. Hvar er lýðræðið og þrískipting valdsins þegar ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar ákveða hverjir megi verða þingmenn, hverjir fái að verða ráðherrar og hverjir dómarar? Foringjarnir setjast í ráðherrastóla og velja með sér trausta flokksmenn. Framkvæmdarvaldið segir síðan Alþingi fyrir verkum og velur dómara. Við þessar aðstæður fara öflugir flokksgæðingar sínu fram, jafnvel á svig við lög og reglur. Þótt almenningi ofbjóði framganga þeirra þurfa þeir engu að kvíða, samherjar á þingi slá um þá skjaldborg og finna þeim síðan feit embætti, t.d. sem bankastjórar, forstöðumenn ríkisstofnana eða sendiherrar. Til eru þingmenn sem vilja reka forstöðumenn ríkisstofnana fari þeir fram úr fjárlögum. Búum til dæmi. Alþingi setur lög um grunnskóla ríkisins. Fyrirkomulag skólahalds er útfært í reglugerðum, námstilhögun í námsskrá. Kostnaður við kennslu ræðst í kjarasamningum. Að forsendum gefnum reiknar forstöðumaður út heildarkostnað við framkvæmd laganna og skilar til ráðuneytis sem tillögu til fjárlaga. Ráðuneyti ber að skila raunhæfum niðurstöðum forstöðumanns til fjárlaganefndar en þá gerist það að hækkun útgjalda á milli ára þykir of mikil og ráðuneytið lækkar niðurstöðutölu forstöðumanns um 10%. Stjórnarliðar í fjárlaganefnd trúa fjárlagatillögum úr ráðuneyti ráðherra síns og telja sig tryggja lögboðna framkvæmd skólastarfs með samþykkt þeirra. Framkvæmd stendur óhögguð en fjárveiting skorin niður um 10%. Óhjákvæmileg afleiðing er framúrkeyrsla upp á rúm 11%. Framkvæmdarvaldinu er varla ætlað að hindra framkvæmd lögboðinnar almannaþjónustu með röngum fjárlagatillögum eða tefja framkvæmd laga með ákvæðum í reglugerðum. Ef framkvæmdarvald og fjárlaganefnd valda hlutverki sínu þarf engan að reka; en verði þeim á mistök eða misgjörðir má alltaf verja kóng eða drottningu með því að fórna peði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um sannsögli ráðherra og ábyrgð forstöðumanna á rekstri ríkisstofnana. Ráðherrar eru sakaðir um dvínandi sannleiksást og einhverjir þingmanna vilja reka úr starfi þá forstöðumenn ríkisstofnana sem fara fram úr fjárlögum. Ráðherrar og embættismenn eru sakaðir um óráðvendni og ósannsögli, þeir ljúgi að þingi og þjóð og virði ekki fjárheimildir. Sagt er að við búum við þrískiptingu valdsins; aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds – löggjafinn setji samfélaginu lög, framkvæmdarvaldið sjái um að lögum sé framfylgt og dómsvaldið ákvarði lögmæti gjörða okkar og þá viðurlög við frávikum ef finnast. En er þetta svo? Við kjósum til Alþingis. Stjórnmálaflokkarnir ákveða hverja megi kjósa. Með röðun á lista eru kjósendur því raunar sviptir kosningarréttinum, 40-50 þingsæti af 63 eru þegar mönnuð og þau sem eftir eru verða setin af þeim, sem flokkarnir leyfa kjósendum að velja á milli. Eftir kosningar skal mynda ríkisstjórn. Flokksforingjar meirihluta þingmanna mynda meirihlutastjórn. Þingmenn setjast í ráðherrastólana og gegna tveimur störfum og þar með flyst löggjafarvaldið yfir í ráðuneytin. Forystumenn stjórnmálaflokkanna velja sér flokksbræður til þingsetu og ráðherra úr þingliði. Ráðherrar og embættiskerfið taka síðan að sér löggjafarvaldið; lagafrumvörp eru undirbúin og frágengin af stjórnarráðinu, samþykkt í ríkisstjórn, kynnt í þingflokkum stjórnarflokkanna og keyrð í gegnum Alþingi. Löggjafarvaldið er sem sagt í höndum ráðherra og embættismanna stjórnarráðsins.Hvar er lýðræðið? En hvað með dómsvaldið? Eru dómstólar óháðir stjórnmálum? Kjósum við okkur dómara? Nei, forystumenn stjórnmálaflokkanna í ráðherrastólum velja sér dómara. Hvar er lýðræðið og þrískipting valdsins þegar ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar ákveða hverjir megi verða þingmenn, hverjir fái að verða ráðherrar og hverjir dómarar? Foringjarnir setjast í ráðherrastóla og velja með sér trausta flokksmenn. Framkvæmdarvaldið segir síðan Alþingi fyrir verkum og velur dómara. Við þessar aðstæður fara öflugir flokksgæðingar sínu fram, jafnvel á svig við lög og reglur. Þótt almenningi ofbjóði framganga þeirra þurfa þeir engu að kvíða, samherjar á þingi slá um þá skjaldborg og finna þeim síðan feit embætti, t.d. sem bankastjórar, forstöðumenn ríkisstofnana eða sendiherrar. Til eru þingmenn sem vilja reka forstöðumenn ríkisstofnana fari þeir fram úr fjárlögum. Búum til dæmi. Alþingi setur lög um grunnskóla ríkisins. Fyrirkomulag skólahalds er útfært í reglugerðum, námstilhögun í námsskrá. Kostnaður við kennslu ræðst í kjarasamningum. Að forsendum gefnum reiknar forstöðumaður út heildarkostnað við framkvæmd laganna og skilar til ráðuneytis sem tillögu til fjárlaga. Ráðuneyti ber að skila raunhæfum niðurstöðum forstöðumanns til fjárlaganefndar en þá gerist það að hækkun útgjalda á milli ára þykir of mikil og ráðuneytið lækkar niðurstöðutölu forstöðumanns um 10%. Stjórnarliðar í fjárlaganefnd trúa fjárlagatillögum úr ráðuneyti ráðherra síns og telja sig tryggja lögboðna framkvæmd skólastarfs með samþykkt þeirra. Framkvæmd stendur óhögguð en fjárveiting skorin niður um 10%. Óhjákvæmileg afleiðing er framúrkeyrsla upp á rúm 11%. Framkvæmdarvaldinu er varla ætlað að hindra framkvæmd lögboðinnar almannaþjónustu með röngum fjárlagatillögum eða tefja framkvæmd laga með ákvæðum í reglugerðum. Ef framkvæmdarvald og fjárlaganefnd valda hlutverki sínu þarf engan að reka; en verði þeim á mistök eða misgjörðir má alltaf verja kóng eða drottningu með því að fórna peði.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun