Önnur orðsending til íslenskra karlmanna Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Fyrir réttu ári skrifaði vinkona mín og stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, opið bréf í tilefni af alþjóðlegu sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin bar yfirskriftina „Orðsending til íslenskra karlmanna“ og olli töluverðu fjaðrafoki. Nei, segjum hlutina eins og þeir eru. Gerður var aðsúgur að Hrafnhildi. Mörg hundruð athugasemdir voru skrifaðar á hina og þessa miðla um að hún gengi ekki heil til skógar, að hún væri öfgafullur kvenforréttindasinni, að hún ætti nú bara að þegja og gera sér grein fyrir því að karlar séu mun meiri fórnarlömb ofbeldis en konur. Ofsóknirnar áttu sér ekki einungis stað á veraldarvefnum. Hún fékk send persónuleg skilaboð og hringt var í vinkonur hennar til að reyna að komast að því hvar hún ætti heima. Hvað sagði Hrafnhildur sem kom við kaunin á svona mörgum? Hún sagðist ávallt vera vör um sig, passa sig á því hvernig hún klæddi sig, hvert hún færi og með hverjum, allt til að minnka líkurnar á kynferðisofbeldi. Hún lýsti þeim ótta og óöryggi sem flestar, ef ekki allar, konur upplifa og sagði þetta skerða frelsi kvenna. Og Hrafnhildur dirfðist að gera eitthvað sem konur virðast ekki mega gera. Hún kallaði menninguna sem fóstrar ofbeldi karla gegn konum ógnarstjórn, ávarpaði karlmenn og benti þeim á ábyrgð þeirra að breyta þessari menningu. Vitið þið hvað. Ég, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tek undir með Hrafnhildi í einu og öllu. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 87% lögregluþjóna eru karlar. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem á sama tíma og 248 mæta í Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og 1.086 leita aðstoðar hjá Stígamótum eru aðeins 189 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu, 88 málum vísað til ríkissaksóknara, 31 ákæra gefin út og 23 sakfellingardómar felldir. Og það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 42% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla, þar sem 24% kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu karla, þar sem 4% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á undangengnum 12 mánuðum. Kæru karlmenn, leggist á eitt með okkur konum að uppræta þessa ógnarstjórn svo við getum saman skapað betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári skrifaði vinkona mín og stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, opið bréf í tilefni af alþjóðlegu sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin bar yfirskriftina „Orðsending til íslenskra karlmanna“ og olli töluverðu fjaðrafoki. Nei, segjum hlutina eins og þeir eru. Gerður var aðsúgur að Hrafnhildi. Mörg hundruð athugasemdir voru skrifaðar á hina og þessa miðla um að hún gengi ekki heil til skógar, að hún væri öfgafullur kvenforréttindasinni, að hún ætti nú bara að þegja og gera sér grein fyrir því að karlar séu mun meiri fórnarlömb ofbeldis en konur. Ofsóknirnar áttu sér ekki einungis stað á veraldarvefnum. Hún fékk send persónuleg skilaboð og hringt var í vinkonur hennar til að reyna að komast að því hvar hún ætti heima. Hvað sagði Hrafnhildur sem kom við kaunin á svona mörgum? Hún sagðist ávallt vera vör um sig, passa sig á því hvernig hún klæddi sig, hvert hún færi og með hverjum, allt til að minnka líkurnar á kynferðisofbeldi. Hún lýsti þeim ótta og óöryggi sem flestar, ef ekki allar, konur upplifa og sagði þetta skerða frelsi kvenna. Og Hrafnhildur dirfðist að gera eitthvað sem konur virðast ekki mega gera. Hún kallaði menninguna sem fóstrar ofbeldi karla gegn konum ógnarstjórn, ávarpaði karlmenn og benti þeim á ábyrgð þeirra að breyta þessari menningu. Vitið þið hvað. Ég, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tek undir með Hrafnhildi í einu og öllu. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 87% lögregluþjóna eru karlar. Það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem á sama tíma og 248 mæta í Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og 1.086 leita aðstoðar hjá Stígamótum eru aðeins 189 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu, 88 málum vísað til ríkissaksóknara, 31 ákæra gefin út og 23 sakfellingardómar felldir. Og það er ógnarstjórn að búa í samfélagi þar sem 42% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla, þar sem 24% kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu karla, þar sem 4% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á undangengnum 12 mánuðum. Kæru karlmenn, leggist á eitt með okkur konum að uppræta þessa ógnarstjórn svo við getum saman skapað betra samfélag.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun