Opið bréf til alþingismanna Þórður Ásgeirsson og Árni Múli Jónasarson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Þessa dagana eru fjármál og stjórnsýsla mjög til umræðu á Alþingi. Kröfur um góða og vandaða stjórnsýslu hafa sjaldan eða aldrei verið meiri og mikilvægi þess að fjármunum ríkisins sé fyrst og fremst varið til góðra verka í þágu almannahagsmuna er óumdeilt þótt ágreiningur sé um forgangsröðun og aðgerðir. Það skýtur því skökku við að á sama tíma er töluverðu opinberu fé varið til þess að skaða þá góðu og vönduðu stjórnsýslustofnun, Fiskistofu.Vanhugsuð ákvörðun Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu úr Hafnarfirði til Akureyrar getur ekki orðið að veruleika án atbeina Alþingis, sem skv. dómi Hæstaréttar í máli nr. 312/1998 ber að veita skýra heimild í lögum fyrir þessum flutningi, auk þess að samþykkja í fjárlögum heimild fyrir hundruðum milljóna króna sem þessi vanhugsaða ákvörðun mun kosta. Að sjálfsögðu bar ráðherra að afla sér lagaheimilda áður en hann hófst handa við að hrinda þessu í framkvæmd. Það gerði hann ekki og hefur enn ekki gert en lætur starfsfólk Fiskistofu nauðugt viljugt vinna að undirbúningi flutningsins undir stjórn verkefnisstjóra sem forsætisráðuneytið leggur til. Fyrir liggur að næstum því allt starfsfólk Fiskistofu í Hafnarfirði mun ekki flytja til Akureyrar til þess að halda vinnu sinni, meðal annars vegna þess að það á maka og börn á svæðinu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og á þar heimili sem það hvorki getur né vill slíta upp með rótum. Ef af þessum flutningi verður er því ljóst að gríðarleg þekking og reynsla, sem býr í mannauði Fiskistofu, glatast og við sem þetta skrifum vitum manna best hvað það kostar að byggja upp sérþekkingu og hæfni sem hlaðist hefur upp í þessari stofnun á þeim 22 árum sem hún hefur starfað.Sérhæfð þekking Við vitum líka að fæst störf í Fiskistofu eru fljótlærð. Fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi er sveigjanlegt, síbreytilegt og að mörgu leyti mjög flókið. Úthlutun og millifærsla aflaheimilda og aflaskráningar krefjast mikillar og sérhæfðrar þekkingar á þessu kerfi og ekki síður á sögu þess. Sama er að segja um veiðieftirlitið. Fiskistofa á daglega í samskiptum við ráðuneyti, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun, lögreglu og Samgöngustofu, auk hagsmunaaðila og einstaklinga í sjávarútvegi og fiskeldi. Þetta kallar einnig á þekkingu á verkefnum og hlutverki allra þessara aðila í stóru heildarmyndinni. Ákvörðun ráðherra og aðgerðir í því skyni að flytja þessa góðu stofnun til Akureyrar hafa því miður þegar valdið verulegu tjóni. Fiskistofa er ekki lengur sá skemmtilegi vinnustaður sem hún var. Þar ríkir nú reiðiblandinn kvíði starfsfólks vegna óvissu um framtíðina, vinnuöryggi og lífsnauðsynlegar tekjur. Sumir eru farnir að leita sér að annarri vinnu og jafnvel þegar farnir í annað starf. Til þess að bæta gráu ofan á svart hefur ráðherra boðið sumum starfsmönnum ívilnun umfram aðra. Vonandi er unnt að bæta það tjón sem orðið er ef strax er fallið frá flutningi Fiskistofu. Ella er ljóst að verið er að kasta hundruðum milljóna króna á glæ til þess eins að uppfylla fyrirheit sem engin stjórnsýsluleg eða fjárhagsleg rök eru fyrir.Alvarlegt brot á góðum stjórnsýsluháttum Umboðsmaður Alþingis hefur krafið ráðherra skýringa á ákvörðun hans um flutning stofnunarinnar. Að okkar mati hafa ráðherra og ráðuneyti hans brotið alvarlegar gegn góðum stjórnsýsluháttum í þessu máli en við höfum áður séð. Því spyrjum við ykkur, ágætu alþingismenn. Ætlið þið að leggja blessun ykkar yfir þetta? Er þetta í samræmi við kröfuna um góða og vandaða stjórnsýslu? Teljið þið að hér sé verið að verja fjármunum ríkisins til góðra verka í þágu almannaheilla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru fjármál og stjórnsýsla mjög til umræðu á Alþingi. Kröfur um góða og vandaða stjórnsýslu hafa sjaldan eða aldrei verið meiri og mikilvægi þess að fjármunum ríkisins sé fyrst og fremst varið til góðra verka í þágu almannahagsmuna er óumdeilt þótt ágreiningur sé um forgangsröðun og aðgerðir. Það skýtur því skökku við að á sama tíma er töluverðu opinberu fé varið til þess að skaða þá góðu og vönduðu stjórnsýslustofnun, Fiskistofu.Vanhugsuð ákvörðun Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu úr Hafnarfirði til Akureyrar getur ekki orðið að veruleika án atbeina Alþingis, sem skv. dómi Hæstaréttar í máli nr. 312/1998 ber að veita skýra heimild í lögum fyrir þessum flutningi, auk þess að samþykkja í fjárlögum heimild fyrir hundruðum milljóna króna sem þessi vanhugsaða ákvörðun mun kosta. Að sjálfsögðu bar ráðherra að afla sér lagaheimilda áður en hann hófst handa við að hrinda þessu í framkvæmd. Það gerði hann ekki og hefur enn ekki gert en lætur starfsfólk Fiskistofu nauðugt viljugt vinna að undirbúningi flutningsins undir stjórn verkefnisstjóra sem forsætisráðuneytið leggur til. Fyrir liggur að næstum því allt starfsfólk Fiskistofu í Hafnarfirði mun ekki flytja til Akureyrar til þess að halda vinnu sinni, meðal annars vegna þess að það á maka og börn á svæðinu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og á þar heimili sem það hvorki getur né vill slíta upp með rótum. Ef af þessum flutningi verður er því ljóst að gríðarleg þekking og reynsla, sem býr í mannauði Fiskistofu, glatast og við sem þetta skrifum vitum manna best hvað það kostar að byggja upp sérþekkingu og hæfni sem hlaðist hefur upp í þessari stofnun á þeim 22 árum sem hún hefur starfað.Sérhæfð þekking Við vitum líka að fæst störf í Fiskistofu eru fljótlærð. Fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi er sveigjanlegt, síbreytilegt og að mörgu leyti mjög flókið. Úthlutun og millifærsla aflaheimilda og aflaskráningar krefjast mikillar og sérhæfðrar þekkingar á þessu kerfi og ekki síður á sögu þess. Sama er að segja um veiðieftirlitið. Fiskistofa á daglega í samskiptum við ráðuneyti, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun, lögreglu og Samgöngustofu, auk hagsmunaaðila og einstaklinga í sjávarútvegi og fiskeldi. Þetta kallar einnig á þekkingu á verkefnum og hlutverki allra þessara aðila í stóru heildarmyndinni. Ákvörðun ráðherra og aðgerðir í því skyni að flytja þessa góðu stofnun til Akureyrar hafa því miður þegar valdið verulegu tjóni. Fiskistofa er ekki lengur sá skemmtilegi vinnustaður sem hún var. Þar ríkir nú reiðiblandinn kvíði starfsfólks vegna óvissu um framtíðina, vinnuöryggi og lífsnauðsynlegar tekjur. Sumir eru farnir að leita sér að annarri vinnu og jafnvel þegar farnir í annað starf. Til þess að bæta gráu ofan á svart hefur ráðherra boðið sumum starfsmönnum ívilnun umfram aðra. Vonandi er unnt að bæta það tjón sem orðið er ef strax er fallið frá flutningi Fiskistofu. Ella er ljóst að verið er að kasta hundruðum milljóna króna á glæ til þess eins að uppfylla fyrirheit sem engin stjórnsýsluleg eða fjárhagsleg rök eru fyrir.Alvarlegt brot á góðum stjórnsýsluháttum Umboðsmaður Alþingis hefur krafið ráðherra skýringa á ákvörðun hans um flutning stofnunarinnar. Að okkar mati hafa ráðherra og ráðuneyti hans brotið alvarlegar gegn góðum stjórnsýsluháttum í þessu máli en við höfum áður séð. Því spyrjum við ykkur, ágætu alþingismenn. Ætlið þið að leggja blessun ykkar yfir þetta? Er þetta í samræmi við kröfuna um góða og vandaða stjórnsýslu? Teljið þið að hér sé verið að verja fjármunum ríkisins til góðra verka í þágu almannaheilla?
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun