Viðskipti innlent

Milljarða hagnaður Ísfélagsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ísfélag Vestmannaeyja er afkastamikið í loðnuveiðum.
Ísfélag Vestmannaeyja er afkastamikið í loðnuveiðum. fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Hagnaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum nam í fyrra 3,3 milljörðum króna eftir skatt. Félagið gerir upp í Bandaríkjadölum og nam hagnaðurinn í þeirri mynt 26,44 milljónum.

Eignir félagsins nema 237,47 milljónum dollara eða 29,4 milljörðum íslenskra króna. Eiginfjárhlutfall félagsins er 49,8 prósent. Hagnaður félagsins árið á undan var hins vegar 3,5 milljarðar króna.

Ísfélagið var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Fyrirtækið gerir út sjö skip, en þeirra stærst er Heimaey VE-1. Fyrirtækið á töluverðar eignir í öðrum félögum. Þar á meðal eru 13,4 prósenta hlutur í Þórsmörk ehf. sem á útgáfufélag Árvakurs, og helmingshlutur í sjávarútvegsfyrirtækinu Iceland Pelagic ehf.

Stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja er Guðbjörg Matthíasdóttir. Hún heldur á hlut sínum í gegnum félagið Fram ehf. sem á ÍV fjárfestingafélag sem á 82 prósenta hlut í Ísfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×