Stjórnin ekki staðið við stóru orðin Björgvin Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur nú verið við völd í nokkuð á annað ár. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð í kosningabaráttunni vorið 2013. Framsókn lofaði að færa niður fasteignalán almennings um 2-300 milljarða og ná í því skyni peningum af þrotabúum föllnu bankanna. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu skattalækkunum, m.a. lækkun á sköttum atvinnulífsins svo sem á tryggingagjaldinu. Og báðir flokkarnir lofuðu að leiðrétta að fullu kjaragliðnun þá, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum. Og þeir lofuðu einnig að afturkalla að fullu kjaraskerðingu þá, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 1. júlí 2009. Og þannig mætti áfram telja. Loforðin voru fleiri.Lítil lækkun fyrirtækjaskatta Hvernig hefur tekist til? Hvernig hefur ríkisstjórninni tekist að standa við stóru orðin? Henni hefur tekist það illa. Stóra kosningaloforðið um hundraða milljarða lækkun fasteignalána skrapp saman og verður að tæpum 80 milljörðum kr. Þeir fjármunir verða ekki teknir af þrotabúum bankanna heldur af skattgreiðendum! Eða m.ö.o. þeir verða færðir úr einum vasa í annan. Almennir skattar atvinnulífsins hafa lítið lækkað enn. Tryggingagjaldið var lækkað um 0,1% fyrir ári. Það var svo lítil lækkun, að hún fannst varla. En að vísu var veiðigjaldið lækkað. Í stað þess að lækka tryggingagjaldið myndarlega en það hefði komið öllum fyrirtækjum til góða var ráðist í verulega lækkun veiðigjalds, sem gagnaðist auðugum útgerðarfyrirtækjum. Einkennileg forgangsröðun það.Ekki staðið við loforð Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við stóru kosningaloforðin, sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum. Loforðið um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans hefur ekki verið efnt. Hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% til þess að framkvæma umrædda leiðréttingu. Það mundi hækka lífeyri einhleypra ellilífeyrisþega, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, um tæpar 44 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Kostnaður við þessa leiðréttingu hjá öldruðum og öryrkjum er um 17 milljarðar króna. Stjórnarflokkarnir lofuðu að færa þessa fjármuni til lífeyrisþega, ef þeir næðu völdum. Því miður bendir allt til þess, að þeir ætli að svíkja þetta loforð. Varðandi afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 1. júlí 2009 er það að segja, að einungis hluti hennar hefur verið afturkallaður, þ.e. frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra hefur verið leiðrétt svo og útreikningur á grunnlífeyri lífeyrisþega. Hætt hefur verið að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri. Þriðja skerðingin, aukin skerðing tekjutryggingar, rann út af sjálfu sér um sl. áramót, þar eð lögin þar um giltu ekki lengur. Þrjár aðrar skerðingar frá 2009 eru óleiðréttar svo og leiðrétting vegna kjaragliðnunarinnar.Stjórnin tók við góðu búi Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið státað af því, að flestir hagvísar séu orðnir mjög hagstæðir og hafa þeir gefið til kynna, að þetta væri núverandi ríkisstjórn að þakka. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fyrri ríkisstjórn, þ.e. stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, tókst mjög vel að skapa hagvöxt, draga úr verðbólgu og atvinnuleysi o.fl., þannig að núverandi stjórn tók við góðu búi. Þegar árið 2011 var orðinn myndarlegur hagvöxtur hér eða 2,7%. Var það mun meiri hagvöxtur en í flestum öðrum löndum V-Evrópu nema í Noregi. Árið 2012 var hagvöxtur 1,5% og árið 2013 var hagvöxtur 3,3%. Verðbólgan var 18,6%, þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við en var komin í 3,4% þegar stjórnin fór frá. Ríkissjóðshallinn var yfir 200 milljarðar í ársbyrjun 2009 en var kominn niður í einn milljarð 2013. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður í ársbyrjun 2009 en varð snemma hagstæður á valdatímabili Jóhönnu. Þótt gengisfall krónunnar í kjölfar bankahrunsins hafi komið illa við almenning hjálpaði gengisfallið útflutningsatvinnuvegunum og ferðaiðnaðinum. Góðar makrílveiðar hjálpuðu einnig upp á þjóðarbúskapinn.Ójöfnuður eykst Enn sem komið er hefur núverandi ríkisstjórn valdið mörgum vonbrigðum. Hún hefur ekki staðið undir væntingum. Því miður hefur stjórnin aukið nokkuð ójöfnuð í þjóðfélaginu á ný. Breytingar þær, sem ríkisstjórnin gerði á skattkerfinu, juku ójöfnuð. Veiðigjöld útgerðarinnar voru lækkuð en gróði hefur verið í hæstu hæðum hjá útgerðinni sl. tvö ár. Auðlegðarskattur felldur niður. En skattar voru ekki lækkaðir á þeim lægst launuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur nú verið við völd í nokkuð á annað ár. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð í kosningabaráttunni vorið 2013. Framsókn lofaði að færa niður fasteignalán almennings um 2-300 milljarða og ná í því skyni peningum af þrotabúum föllnu bankanna. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu skattalækkunum, m.a. lækkun á sköttum atvinnulífsins svo sem á tryggingagjaldinu. Og báðir flokkarnir lofuðu að leiðrétta að fullu kjaragliðnun þá, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum. Og þeir lofuðu einnig að afturkalla að fullu kjaraskerðingu þá, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 1. júlí 2009. Og þannig mætti áfram telja. Loforðin voru fleiri.Lítil lækkun fyrirtækjaskatta Hvernig hefur tekist til? Hvernig hefur ríkisstjórninni tekist að standa við stóru orðin? Henni hefur tekist það illa. Stóra kosningaloforðið um hundraða milljarða lækkun fasteignalána skrapp saman og verður að tæpum 80 milljörðum kr. Þeir fjármunir verða ekki teknir af þrotabúum bankanna heldur af skattgreiðendum! Eða m.ö.o. þeir verða færðir úr einum vasa í annan. Almennir skattar atvinnulífsins hafa lítið lækkað enn. Tryggingagjaldið var lækkað um 0,1% fyrir ári. Það var svo lítil lækkun, að hún fannst varla. En að vísu var veiðigjaldið lækkað. Í stað þess að lækka tryggingagjaldið myndarlega en það hefði komið öllum fyrirtækjum til góða var ráðist í verulega lækkun veiðigjalds, sem gagnaðist auðugum útgerðarfyrirtækjum. Einkennileg forgangsröðun það.Ekki staðið við loforð Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við stóru kosningaloforðin, sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum. Loforðið um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans hefur ekki verið efnt. Hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% til þess að framkvæma umrædda leiðréttingu. Það mundi hækka lífeyri einhleypra ellilífeyrisþega, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, um tæpar 44 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Kostnaður við þessa leiðréttingu hjá öldruðum og öryrkjum er um 17 milljarðar króna. Stjórnarflokkarnir lofuðu að færa þessa fjármuni til lífeyrisþega, ef þeir næðu völdum. Því miður bendir allt til þess, að þeir ætli að svíkja þetta loforð. Varðandi afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 1. júlí 2009 er það að segja, að einungis hluti hennar hefur verið afturkallaður, þ.e. frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra hefur verið leiðrétt svo og útreikningur á grunnlífeyri lífeyrisþega. Hætt hefur verið að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri. Þriðja skerðingin, aukin skerðing tekjutryggingar, rann út af sjálfu sér um sl. áramót, þar eð lögin þar um giltu ekki lengur. Þrjár aðrar skerðingar frá 2009 eru óleiðréttar svo og leiðrétting vegna kjaragliðnunarinnar.Stjórnin tók við góðu búi Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið státað af því, að flestir hagvísar séu orðnir mjög hagstæðir og hafa þeir gefið til kynna, að þetta væri núverandi ríkisstjórn að þakka. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fyrri ríkisstjórn, þ.e. stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, tókst mjög vel að skapa hagvöxt, draga úr verðbólgu og atvinnuleysi o.fl., þannig að núverandi stjórn tók við góðu búi. Þegar árið 2011 var orðinn myndarlegur hagvöxtur hér eða 2,7%. Var það mun meiri hagvöxtur en í flestum öðrum löndum V-Evrópu nema í Noregi. Árið 2012 var hagvöxtur 1,5% og árið 2013 var hagvöxtur 3,3%. Verðbólgan var 18,6%, þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við en var komin í 3,4% þegar stjórnin fór frá. Ríkissjóðshallinn var yfir 200 milljarðar í ársbyrjun 2009 en var kominn niður í einn milljarð 2013. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður í ársbyrjun 2009 en varð snemma hagstæður á valdatímabili Jóhönnu. Þótt gengisfall krónunnar í kjölfar bankahrunsins hafi komið illa við almenning hjálpaði gengisfallið útflutningsatvinnuvegunum og ferðaiðnaðinum. Góðar makrílveiðar hjálpuðu einnig upp á þjóðarbúskapinn.Ójöfnuður eykst Enn sem komið er hefur núverandi ríkisstjórn valdið mörgum vonbrigðum. Hún hefur ekki staðið undir væntingum. Því miður hefur stjórnin aukið nokkuð ójöfnuð í þjóðfélaginu á ný. Breytingar þær, sem ríkisstjórnin gerði á skattkerfinu, juku ójöfnuð. Veiðigjöld útgerðarinnar voru lækkuð en gróði hefur verið í hæstu hæðum hjá útgerðinni sl. tvö ár. Auðlegðarskattur felldur niður. En skattar voru ekki lækkaðir á þeim lægst launuðu.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar