Brynjar hefði aldrei staðið upp aftur ef ég ætlaði að meiða hann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2014 00:01 Magnús Þór Gunnarsson segir aganefnd KKÍ dæma sig út frá atviki sem gerðist á síðasta tímabili. Vísir/Ernir „Mér finnst þessi dómur vera alveg út í Hróa hött,“ segir afar ósáttur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „alvarlega grófan leik“ að því er stendur á síðu KKÍ. Magnús braut illa á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna á dögunum og var vísað úr húsi.Vel ýkt hjá Brynjari „Þetta var ekki eins gróft og fólk er að segja. Ef fólk horfir á myndbandið sést að þetta er vel ýkt hjá Brynjari. Hann stendur upp þrem sekúndum síðar og ekkert að honum. Ég efast um að ég hafi slegið hann svo fast að hann hafi meitt sig og þetta verðskuldi tveggja leikja bann.“ Magnús var dæmdur í eins leiks bann í mars fyrir að brjóta einnig illa á sama KR-ingi, Brynjari Þór. Magnús segir að sá dómur hafi áhrif núna. „Þarna er verið að dæma mig fyrir það sem gerðist á síðasta tímabili. Það var búið að dæma á það brot og því finnst mér asnalegt að vera að halda því áfram núna. Það kemur þessu máli ekkert við,“ segir Magnús og þvertekur fyrir að hafa verið að reyna að meiða Brynjar.Viðurkennir harða villu „Maðurinn er að fara í „lay up“ og í stað þess að leyfa honum það slæ ég til hans. Ég viðurkenni að ég sló kannski fullfast í hann þannig að ég er ekki sáttur við að menn segi að þetta hafi verið viljandi. Hörð var villan, ég viðurkenni það,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar hefði ekki staðið upp þrem sekúndum síðar ef hann hefði ætlað að meiða hann. „Ef ég hefði ætlað að meiða Brynjar þá hefði hann aldrei staðið upp aftur. Ég er líka viss um að ef ég hefði sýnt iðrun og beðið hann afsökunar þá hefði ég ekki fengið brottvísun. Þá hefði ég bara fengið óíþróttamannslega villu.“ Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Magnús fer í bann á sama árinu fyrir að brjóta illa á sama manninum. Er honum eitthvað illa við Brynjar? „Nei, alls ekki. Þetta hittir bara svona á. Í fyrra brotinu þá heldur hann í höndina á mér, ég losa hana og slæ hann ekki einu sinni. Þríhöfðinn á mér fer í andlitið á honum og hann dettur,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar sé ekki barnanna bestur á vellinum. „Hann veit vel sjálfur að hann á fullt af þessu skilið. Hann er sjálfur rosalega „dirty“. Brynjar er lúmskur. Hann má eiga það og þar af leiðandi vinnur hann þessa baráttu.“ Brotin tvö má sjá hér að neðan.Seinna brotið á dögunum. Brotið í febrúar síðastliðnum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53 Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28 Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
„Mér finnst þessi dómur vera alveg út í Hróa hött,“ segir afar ósáttur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „alvarlega grófan leik“ að því er stendur á síðu KKÍ. Magnús braut illa á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna á dögunum og var vísað úr húsi.Vel ýkt hjá Brynjari „Þetta var ekki eins gróft og fólk er að segja. Ef fólk horfir á myndbandið sést að þetta er vel ýkt hjá Brynjari. Hann stendur upp þrem sekúndum síðar og ekkert að honum. Ég efast um að ég hafi slegið hann svo fast að hann hafi meitt sig og þetta verðskuldi tveggja leikja bann.“ Magnús var dæmdur í eins leiks bann í mars fyrir að brjóta einnig illa á sama KR-ingi, Brynjari Þór. Magnús segir að sá dómur hafi áhrif núna. „Þarna er verið að dæma mig fyrir það sem gerðist á síðasta tímabili. Það var búið að dæma á það brot og því finnst mér asnalegt að vera að halda því áfram núna. Það kemur þessu máli ekkert við,“ segir Magnús og þvertekur fyrir að hafa verið að reyna að meiða Brynjar.Viðurkennir harða villu „Maðurinn er að fara í „lay up“ og í stað þess að leyfa honum það slæ ég til hans. Ég viðurkenni að ég sló kannski fullfast í hann þannig að ég er ekki sáttur við að menn segi að þetta hafi verið viljandi. Hörð var villan, ég viðurkenni það,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar hefði ekki staðið upp þrem sekúndum síðar ef hann hefði ætlað að meiða hann. „Ef ég hefði ætlað að meiða Brynjar þá hefði hann aldrei staðið upp aftur. Ég er líka viss um að ef ég hefði sýnt iðrun og beðið hann afsökunar þá hefði ég ekki fengið brottvísun. Þá hefði ég bara fengið óíþróttamannslega villu.“ Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Magnús fer í bann á sama árinu fyrir að brjóta illa á sama manninum. Er honum eitthvað illa við Brynjar? „Nei, alls ekki. Þetta hittir bara svona á. Í fyrra brotinu þá heldur hann í höndina á mér, ég losa hana og slæ hann ekki einu sinni. Þríhöfðinn á mér fer í andlitið á honum og hann dettur,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar sé ekki barnanna bestur á vellinum. „Hann veit vel sjálfur að hann á fullt af þessu skilið. Hann er sjálfur rosalega „dirty“. Brynjar er lúmskur. Hann má eiga það og þar af leiðandi vinnur hann þessa baráttu.“ Brotin tvö má sjá hér að neðan.Seinna brotið á dögunum. Brotið í febrúar síðastliðnum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53 Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28 Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53
Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28
Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti