Óþolandi! Kristrún Helga Björnsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Mér finnst óásættanlegt að vera hrakin út í þetta neyðarúrræði en ég er ekki tilbúin að sitja hjá þegar aðför er gerð að mínum starfsvettvangi. Að mitt starf sé gjaldfellt og að ég þurfi að kyngja því að mín kennaramenntun og starfsreynsla sé ekki metin til jafns í launum við aðra kennara. Ég vil geta sagt með stolti: ég er kennari, já, ég er tónlistarkennari. Af hverju erum við sett í þá stöðu að þurfa að réttlæta okkur, hvort kennslan á þessum eða hinum vettvanginum sé of ólík eða miserfið svo réttlætanlegt sé að mismuna í launum? Við hvað á að miða? Er það kannski minna virði ef þér finnst gaman í vinnunni? Erum við ekki öll sérfræðingar á okkar sviði? Hvað er eiginlega málið? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég sakna nemendanna minna og finnst sárt að vera sett í þessa aðstöðu. Ég hef áhyggjur af hvernig þeim vegnar og hvort þau spili á hljóðfærið sitt. Hvers eiga þau að gjalda? Ég er hrædd um að þessi „stopp“-tími komi ansi illa við eðlilega framvindu námsins á haustönninni sem hefur þá lamandi áhrif á undirbúning jólatónleika og fleiri áhugaverð verkefni. Það vill nefnilega svo til að skipulag, æfingar og önnur þjálfun er ekki hrist fram úr erminni korter í tónleika eða próf heldur afrakstur stöðugrar vinnu, þolinmæði og sjálfsaga. Eftir því sem verkfall dregst á langinn er hætt við að einhverjir nemendur heltist úr lestinni. Það tekur tíma að ná upp færni og það þarf gott utanumhald og vökult auga kennarans til að finna bestu og áreynslulausustu aðferðina við að ná árangri. Það getur vel verið að einhver árangur náist án aðkomu kennarans en hætt er við að nemendur fari fram úr sjálfum sér, temji sér slæma ávana sem geti leitt til álagseinkenna og ýmissa kvilla sem tekur tíma að ná til baka, ef það er þá hægt. Þetta er nefnilega ekki bara spurningin um hversu mörg lög þú kannt heldur hvernig þú berð þig að við að spila.Hvar er metnaðurinn? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég hef hvergi heyrt neinar skilgreiningar á því hvernig það fólk sem fær greitt fyrir setu í sveitarstjórnum, og er nú í aðstöðu til að hafa okkar lífsviðurværi í höndum sér, er metið til launa. Hvað þá að þau þurfi að sækja eðlilegar kjarabætur með svo erfiðum hætti sem tónlistarkennarar og fleiri þurfa. Þó eru þau á launum hjá okkur og nota bene við erum ekki spurð hvað okkur finnist eðlileg launaþróun þar á bæ! Hvernig getur það gengið upp að okkar viðsemjendur setja það sem skilyrði fyrir því að samningar náist að þeir geti, algjörlega einráðir, stillt okkur upp við vegg og þjappað skólaárinu saman svo vikuleg dagvinna fari jafnvel yfir 50 klst., nemendum fjölgi og hvað – jú þið fáið þá bara lengra sumarfrí! Hvar er metnaðurinn, hvar er faglega greiningin? Fyrir utan þá augljósu kjaraskerðingu sem verður þar sem hætt er við að kennarar nái ekki að uppfylla 100% kennsluskyldu sína á svo samþjöppuðum tíma. Í flestum tilfellum er tónlistarkennsla að loknum skóladegi nemendanna þ.e. eftir hádegi og fram á kvöld. Hvorki kennarar, né nemendur, eru tölur í Excel-skjali. Nú eru liðnar þrjár vikur í verkfalli og ekki mikil von um samninga. Eftir því sem lengra líður, þá magnast reiðin og ósættið svo hætt er við að taki langan tíma að ná sáttum. Allur sá vilji til aukaverka sem ekki eru metin til launa en hafa hingað til verið unnin af gleði, áhuga og velvilja dofnar og jafnvel hverfur. Hvar verðum við stödd þá? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Það er óþolandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Mér finnst óásættanlegt að vera hrakin út í þetta neyðarúrræði en ég er ekki tilbúin að sitja hjá þegar aðför er gerð að mínum starfsvettvangi. Að mitt starf sé gjaldfellt og að ég þurfi að kyngja því að mín kennaramenntun og starfsreynsla sé ekki metin til jafns í launum við aðra kennara. Ég vil geta sagt með stolti: ég er kennari, já, ég er tónlistarkennari. Af hverju erum við sett í þá stöðu að þurfa að réttlæta okkur, hvort kennslan á þessum eða hinum vettvanginum sé of ólík eða miserfið svo réttlætanlegt sé að mismuna í launum? Við hvað á að miða? Er það kannski minna virði ef þér finnst gaman í vinnunni? Erum við ekki öll sérfræðingar á okkar sviði? Hvað er eiginlega málið? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég sakna nemendanna minna og finnst sárt að vera sett í þessa aðstöðu. Ég hef áhyggjur af hvernig þeim vegnar og hvort þau spili á hljóðfærið sitt. Hvers eiga þau að gjalda? Ég er hrædd um að þessi „stopp“-tími komi ansi illa við eðlilega framvindu námsins á haustönninni sem hefur þá lamandi áhrif á undirbúning jólatónleika og fleiri áhugaverð verkefni. Það vill nefnilega svo til að skipulag, æfingar og önnur þjálfun er ekki hrist fram úr erminni korter í tónleika eða próf heldur afrakstur stöðugrar vinnu, þolinmæði og sjálfsaga. Eftir því sem verkfall dregst á langinn er hætt við að einhverjir nemendur heltist úr lestinni. Það tekur tíma að ná upp færni og það þarf gott utanumhald og vökult auga kennarans til að finna bestu og áreynslulausustu aðferðina við að ná árangri. Það getur vel verið að einhver árangur náist án aðkomu kennarans en hætt er við að nemendur fari fram úr sjálfum sér, temji sér slæma ávana sem geti leitt til álagseinkenna og ýmissa kvilla sem tekur tíma að ná til baka, ef það er þá hægt. Þetta er nefnilega ekki bara spurningin um hversu mörg lög þú kannt heldur hvernig þú berð þig að við að spila.Hvar er metnaðurinn? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég hef hvergi heyrt neinar skilgreiningar á því hvernig það fólk sem fær greitt fyrir setu í sveitarstjórnum, og er nú í aðstöðu til að hafa okkar lífsviðurværi í höndum sér, er metið til launa. Hvað þá að þau þurfi að sækja eðlilegar kjarabætur með svo erfiðum hætti sem tónlistarkennarar og fleiri þurfa. Þó eru þau á launum hjá okkur og nota bene við erum ekki spurð hvað okkur finnist eðlileg launaþróun þar á bæ! Hvernig getur það gengið upp að okkar viðsemjendur setja það sem skilyrði fyrir því að samningar náist að þeir geti, algjörlega einráðir, stillt okkur upp við vegg og þjappað skólaárinu saman svo vikuleg dagvinna fari jafnvel yfir 50 klst., nemendum fjölgi og hvað – jú þið fáið þá bara lengra sumarfrí! Hvar er metnaðurinn, hvar er faglega greiningin? Fyrir utan þá augljósu kjaraskerðingu sem verður þar sem hætt er við að kennarar nái ekki að uppfylla 100% kennsluskyldu sína á svo samþjöppuðum tíma. Í flestum tilfellum er tónlistarkennsla að loknum skóladegi nemendanna þ.e. eftir hádegi og fram á kvöld. Hvorki kennarar, né nemendur, eru tölur í Excel-skjali. Nú eru liðnar þrjár vikur í verkfalli og ekki mikil von um samninga. Eftir því sem lengra líður, þá magnast reiðin og ósættið svo hætt er við að taki langan tíma að ná sáttum. Allur sá vilji til aukaverka sem ekki eru metin til launa en hafa hingað til verið unnin af gleði, áhuga og velvilja dofnar og jafnvel hverfur. Hvar verðum við stödd þá? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Það er óþolandi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun