Óþolandi! Kristrún Helga Björnsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Mér finnst óásættanlegt að vera hrakin út í þetta neyðarúrræði en ég er ekki tilbúin að sitja hjá þegar aðför er gerð að mínum starfsvettvangi. Að mitt starf sé gjaldfellt og að ég þurfi að kyngja því að mín kennaramenntun og starfsreynsla sé ekki metin til jafns í launum við aðra kennara. Ég vil geta sagt með stolti: ég er kennari, já, ég er tónlistarkennari. Af hverju erum við sett í þá stöðu að þurfa að réttlæta okkur, hvort kennslan á þessum eða hinum vettvanginum sé of ólík eða miserfið svo réttlætanlegt sé að mismuna í launum? Við hvað á að miða? Er það kannski minna virði ef þér finnst gaman í vinnunni? Erum við ekki öll sérfræðingar á okkar sviði? Hvað er eiginlega málið? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég sakna nemendanna minna og finnst sárt að vera sett í þessa aðstöðu. Ég hef áhyggjur af hvernig þeim vegnar og hvort þau spili á hljóðfærið sitt. Hvers eiga þau að gjalda? Ég er hrædd um að þessi „stopp“-tími komi ansi illa við eðlilega framvindu námsins á haustönninni sem hefur þá lamandi áhrif á undirbúning jólatónleika og fleiri áhugaverð verkefni. Það vill nefnilega svo til að skipulag, æfingar og önnur þjálfun er ekki hrist fram úr erminni korter í tónleika eða próf heldur afrakstur stöðugrar vinnu, þolinmæði og sjálfsaga. Eftir því sem verkfall dregst á langinn er hætt við að einhverjir nemendur heltist úr lestinni. Það tekur tíma að ná upp færni og það þarf gott utanumhald og vökult auga kennarans til að finna bestu og áreynslulausustu aðferðina við að ná árangri. Það getur vel verið að einhver árangur náist án aðkomu kennarans en hætt er við að nemendur fari fram úr sjálfum sér, temji sér slæma ávana sem geti leitt til álagseinkenna og ýmissa kvilla sem tekur tíma að ná til baka, ef það er þá hægt. Þetta er nefnilega ekki bara spurningin um hversu mörg lög þú kannt heldur hvernig þú berð þig að við að spila.Hvar er metnaðurinn? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég hef hvergi heyrt neinar skilgreiningar á því hvernig það fólk sem fær greitt fyrir setu í sveitarstjórnum, og er nú í aðstöðu til að hafa okkar lífsviðurværi í höndum sér, er metið til launa. Hvað þá að þau þurfi að sækja eðlilegar kjarabætur með svo erfiðum hætti sem tónlistarkennarar og fleiri þurfa. Þó eru þau á launum hjá okkur og nota bene við erum ekki spurð hvað okkur finnist eðlileg launaþróun þar á bæ! Hvernig getur það gengið upp að okkar viðsemjendur setja það sem skilyrði fyrir því að samningar náist að þeir geti, algjörlega einráðir, stillt okkur upp við vegg og þjappað skólaárinu saman svo vikuleg dagvinna fari jafnvel yfir 50 klst., nemendum fjölgi og hvað – jú þið fáið þá bara lengra sumarfrí! Hvar er metnaðurinn, hvar er faglega greiningin? Fyrir utan þá augljósu kjaraskerðingu sem verður þar sem hætt er við að kennarar nái ekki að uppfylla 100% kennsluskyldu sína á svo samþjöppuðum tíma. Í flestum tilfellum er tónlistarkennsla að loknum skóladegi nemendanna þ.e. eftir hádegi og fram á kvöld. Hvorki kennarar, né nemendur, eru tölur í Excel-skjali. Nú eru liðnar þrjár vikur í verkfalli og ekki mikil von um samninga. Eftir því sem lengra líður, þá magnast reiðin og ósættið svo hætt er við að taki langan tíma að ná sáttum. Allur sá vilji til aukaverka sem ekki eru metin til launa en hafa hingað til verið unnin af gleði, áhuga og velvilja dofnar og jafnvel hverfur. Hvar verðum við stödd þá? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Það er óþolandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Mér finnst óásættanlegt að vera hrakin út í þetta neyðarúrræði en ég er ekki tilbúin að sitja hjá þegar aðför er gerð að mínum starfsvettvangi. Að mitt starf sé gjaldfellt og að ég þurfi að kyngja því að mín kennaramenntun og starfsreynsla sé ekki metin til jafns í launum við aðra kennara. Ég vil geta sagt með stolti: ég er kennari, já, ég er tónlistarkennari. Af hverju erum við sett í þá stöðu að þurfa að réttlæta okkur, hvort kennslan á þessum eða hinum vettvanginum sé of ólík eða miserfið svo réttlætanlegt sé að mismuna í launum? Við hvað á að miða? Er það kannski minna virði ef þér finnst gaman í vinnunni? Erum við ekki öll sérfræðingar á okkar sviði? Hvað er eiginlega málið? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég sakna nemendanna minna og finnst sárt að vera sett í þessa aðstöðu. Ég hef áhyggjur af hvernig þeim vegnar og hvort þau spili á hljóðfærið sitt. Hvers eiga þau að gjalda? Ég er hrædd um að þessi „stopp“-tími komi ansi illa við eðlilega framvindu námsins á haustönninni sem hefur þá lamandi áhrif á undirbúning jólatónleika og fleiri áhugaverð verkefni. Það vill nefnilega svo til að skipulag, æfingar og önnur þjálfun er ekki hrist fram úr erminni korter í tónleika eða próf heldur afrakstur stöðugrar vinnu, þolinmæði og sjálfsaga. Eftir því sem verkfall dregst á langinn er hætt við að einhverjir nemendur heltist úr lestinni. Það tekur tíma að ná upp færni og það þarf gott utanumhald og vökult auga kennarans til að finna bestu og áreynslulausustu aðferðina við að ná árangri. Það getur vel verið að einhver árangur náist án aðkomu kennarans en hætt er við að nemendur fari fram úr sjálfum sér, temji sér slæma ávana sem geti leitt til álagseinkenna og ýmissa kvilla sem tekur tíma að ná til baka, ef það er þá hægt. Þetta er nefnilega ekki bara spurningin um hversu mörg lög þú kannt heldur hvernig þú berð þig að við að spila.Hvar er metnaðurinn? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég hef hvergi heyrt neinar skilgreiningar á því hvernig það fólk sem fær greitt fyrir setu í sveitarstjórnum, og er nú í aðstöðu til að hafa okkar lífsviðurværi í höndum sér, er metið til launa. Hvað þá að þau þurfi að sækja eðlilegar kjarabætur með svo erfiðum hætti sem tónlistarkennarar og fleiri þurfa. Þó eru þau á launum hjá okkur og nota bene við erum ekki spurð hvað okkur finnist eðlileg launaþróun þar á bæ! Hvernig getur það gengið upp að okkar viðsemjendur setja það sem skilyrði fyrir því að samningar náist að þeir geti, algjörlega einráðir, stillt okkur upp við vegg og þjappað skólaárinu saman svo vikuleg dagvinna fari jafnvel yfir 50 klst., nemendum fjölgi og hvað – jú þið fáið þá bara lengra sumarfrí! Hvar er metnaðurinn, hvar er faglega greiningin? Fyrir utan þá augljósu kjaraskerðingu sem verður þar sem hætt er við að kennarar nái ekki að uppfylla 100% kennsluskyldu sína á svo samþjöppuðum tíma. Í flestum tilfellum er tónlistarkennsla að loknum skóladegi nemendanna þ.e. eftir hádegi og fram á kvöld. Hvorki kennarar, né nemendur, eru tölur í Excel-skjali. Nú eru liðnar þrjár vikur í verkfalli og ekki mikil von um samninga. Eftir því sem lengra líður, þá magnast reiðin og ósættið svo hætt er við að taki langan tíma að ná sáttum. Allur sá vilji til aukaverka sem ekki eru metin til launa en hafa hingað til verið unnin af gleði, áhuga og velvilja dofnar og jafnvel hverfur. Hvar verðum við stödd þá? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Það er óþolandi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar