Kjör tónlistarkennara þarf að lagfæra strax Þórður Á. Hjaltested skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Verkfall Félags tónlistarskólakennara hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. Verkfallið hefur að sumu leyti fallið í skuggann af verkfalli lækna þegar fjölmiðlar eru annars vegar og þar með samfélagið. Verkfall tónlistarskólakennara er staðreynd og alvarlegt mál. Það er alvarlegt í þeim skilningi að Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að mínu mati ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni. Félag tónlistarskólakennara er eitt sjö aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og það er ofur eðlilegt að tónlistarskólakennarar miði sig við aðra kennara sambandsins, sem og aðra sérfræðinga í samfélaginu, í sinni kjarabaráttu. Tónlistarskólakennarar krefjast þess að fá sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu, á borð við vinnu leik- og grunnskólakennara sem þegar hafa samið við sveitarfélögin. Tónlistarskólakennarar fara ekki fram á ofurlaun; þeir fara fram á að fá mannsæmandi laun sem háskólamenntaðir kennarar, sérfræðingar í sínu fagi, og með sama hætti og aðrir kennarar hafa samið um. Fyrir hönd KÍ krefst ég þess að forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hlutist þegar í stað um að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarskólakennara á svipuðum nótum og samið hefur verið við aðrar stéttir kennara sem starfa hjá sveitarfélögunum og eru félagsmenn KÍ. Samninganefnd sveitarfélaga hefur blandað inn í deiluna öðrum málum en launakjörum og má þar nefna lengd skólaársins. Kennsla er ábyrgðarmikið starf og henni fylgir töluvert álag. Hugmyndir sveitarfélaganna um að ná fram enn meiri sveigjanleika í lengd skólaársins og styttingu kennslustunda veldur ómældu viðbótarálagi sem ég tel óásættanlegt. Krafan er í raun að kennarar vinni langt umfram 40 stunda vinnuviku á starfstíma skóla, sem er með öllu óásættanlegt. Ég skora á samninganefnd sveitarfélaganna að leggja þessa umræðu til hliðar og vinna þess í stað að því að bæta kjör tónlistarskólakennara sem hafa dregist verulega aftur úr launum sambærilegra hópa frá því eftir hrun. Þetta þarf að lagfæra og það strax. Annað er atlaga að tónlistarmenntun í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Verkfall Félags tónlistarskólakennara hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. Verkfallið hefur að sumu leyti fallið í skuggann af verkfalli lækna þegar fjölmiðlar eru annars vegar og þar með samfélagið. Verkfall tónlistarskólakennara er staðreynd og alvarlegt mál. Það er alvarlegt í þeim skilningi að Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að mínu mati ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni. Félag tónlistarskólakennara er eitt sjö aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og það er ofur eðlilegt að tónlistarskólakennarar miði sig við aðra kennara sambandsins, sem og aðra sérfræðinga í samfélaginu, í sinni kjarabaráttu. Tónlistarskólakennarar krefjast þess að fá sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu, á borð við vinnu leik- og grunnskólakennara sem þegar hafa samið við sveitarfélögin. Tónlistarskólakennarar fara ekki fram á ofurlaun; þeir fara fram á að fá mannsæmandi laun sem háskólamenntaðir kennarar, sérfræðingar í sínu fagi, og með sama hætti og aðrir kennarar hafa samið um. Fyrir hönd KÍ krefst ég þess að forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hlutist þegar í stað um að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarskólakennara á svipuðum nótum og samið hefur verið við aðrar stéttir kennara sem starfa hjá sveitarfélögunum og eru félagsmenn KÍ. Samninganefnd sveitarfélaga hefur blandað inn í deiluna öðrum málum en launakjörum og má þar nefna lengd skólaársins. Kennsla er ábyrgðarmikið starf og henni fylgir töluvert álag. Hugmyndir sveitarfélaganna um að ná fram enn meiri sveigjanleika í lengd skólaársins og styttingu kennslustunda veldur ómældu viðbótarálagi sem ég tel óásættanlegt. Krafan er í raun að kennarar vinni langt umfram 40 stunda vinnuviku á starfstíma skóla, sem er með öllu óásættanlegt. Ég skora á samninganefnd sveitarfélaganna að leggja þessa umræðu til hliðar og vinna þess í stað að því að bæta kjör tónlistarskólakennara sem hafa dregist verulega aftur úr launum sambærilegra hópa frá því eftir hrun. Þetta þarf að lagfæra og það strax. Annað er atlaga að tónlistarmenntun í landinu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun