Kjör tónlistarkennara þarf að lagfæra strax Þórður Á. Hjaltested skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Verkfall Félags tónlistarskólakennara hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. Verkfallið hefur að sumu leyti fallið í skuggann af verkfalli lækna þegar fjölmiðlar eru annars vegar og þar með samfélagið. Verkfall tónlistarskólakennara er staðreynd og alvarlegt mál. Það er alvarlegt í þeim skilningi að Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að mínu mati ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni. Félag tónlistarskólakennara er eitt sjö aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og það er ofur eðlilegt að tónlistarskólakennarar miði sig við aðra kennara sambandsins, sem og aðra sérfræðinga í samfélaginu, í sinni kjarabaráttu. Tónlistarskólakennarar krefjast þess að fá sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu, á borð við vinnu leik- og grunnskólakennara sem þegar hafa samið við sveitarfélögin. Tónlistarskólakennarar fara ekki fram á ofurlaun; þeir fara fram á að fá mannsæmandi laun sem háskólamenntaðir kennarar, sérfræðingar í sínu fagi, og með sama hætti og aðrir kennarar hafa samið um. Fyrir hönd KÍ krefst ég þess að forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hlutist þegar í stað um að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarskólakennara á svipuðum nótum og samið hefur verið við aðrar stéttir kennara sem starfa hjá sveitarfélögunum og eru félagsmenn KÍ. Samninganefnd sveitarfélaga hefur blandað inn í deiluna öðrum málum en launakjörum og má þar nefna lengd skólaársins. Kennsla er ábyrgðarmikið starf og henni fylgir töluvert álag. Hugmyndir sveitarfélaganna um að ná fram enn meiri sveigjanleika í lengd skólaársins og styttingu kennslustunda veldur ómældu viðbótarálagi sem ég tel óásættanlegt. Krafan er í raun að kennarar vinni langt umfram 40 stunda vinnuviku á starfstíma skóla, sem er með öllu óásættanlegt. Ég skora á samninganefnd sveitarfélaganna að leggja þessa umræðu til hliðar og vinna þess í stað að því að bæta kjör tónlistarskólakennara sem hafa dregist verulega aftur úr launum sambærilegra hópa frá því eftir hrun. Þetta þarf að lagfæra og það strax. Annað er atlaga að tónlistarmenntun í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Verkfall Félags tónlistarskólakennara hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. Verkfallið hefur að sumu leyti fallið í skuggann af verkfalli lækna þegar fjölmiðlar eru annars vegar og þar með samfélagið. Verkfall tónlistarskólakennara er staðreynd og alvarlegt mál. Það er alvarlegt í þeim skilningi að Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að mínu mati ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni. Félag tónlistarskólakennara er eitt sjö aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og það er ofur eðlilegt að tónlistarskólakennarar miði sig við aðra kennara sambandsins, sem og aðra sérfræðinga í samfélaginu, í sinni kjarabaráttu. Tónlistarskólakennarar krefjast þess að fá sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu, á borð við vinnu leik- og grunnskólakennara sem þegar hafa samið við sveitarfélögin. Tónlistarskólakennarar fara ekki fram á ofurlaun; þeir fara fram á að fá mannsæmandi laun sem háskólamenntaðir kennarar, sérfræðingar í sínu fagi, og með sama hætti og aðrir kennarar hafa samið um. Fyrir hönd KÍ krefst ég þess að forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hlutist þegar í stað um að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarskólakennara á svipuðum nótum og samið hefur verið við aðrar stéttir kennara sem starfa hjá sveitarfélögunum og eru félagsmenn KÍ. Samninganefnd sveitarfélaga hefur blandað inn í deiluna öðrum málum en launakjörum og má þar nefna lengd skólaársins. Kennsla er ábyrgðarmikið starf og henni fylgir töluvert álag. Hugmyndir sveitarfélaganna um að ná fram enn meiri sveigjanleika í lengd skólaársins og styttingu kennslustunda veldur ómældu viðbótarálagi sem ég tel óásættanlegt. Krafan er í raun að kennarar vinni langt umfram 40 stunda vinnuviku á starfstíma skóla, sem er með öllu óásættanlegt. Ég skora á samninganefnd sveitarfélaganna að leggja þessa umræðu til hliðar og vinna þess í stað að því að bæta kjör tónlistarskólakennara sem hafa dregist verulega aftur úr launum sambærilegra hópa frá því eftir hrun. Þetta þarf að lagfæra og það strax. Annað er atlaga að tónlistarmenntun í landinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar