Kjör tónlistarkennara þarf að lagfæra strax Þórður Á. Hjaltested skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Verkfall Félags tónlistarskólakennara hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. Verkfallið hefur að sumu leyti fallið í skuggann af verkfalli lækna þegar fjölmiðlar eru annars vegar og þar með samfélagið. Verkfall tónlistarskólakennara er staðreynd og alvarlegt mál. Það er alvarlegt í þeim skilningi að Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að mínu mati ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni. Félag tónlistarskólakennara er eitt sjö aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og það er ofur eðlilegt að tónlistarskólakennarar miði sig við aðra kennara sambandsins, sem og aðra sérfræðinga í samfélaginu, í sinni kjarabaráttu. Tónlistarskólakennarar krefjast þess að fá sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu, á borð við vinnu leik- og grunnskólakennara sem þegar hafa samið við sveitarfélögin. Tónlistarskólakennarar fara ekki fram á ofurlaun; þeir fara fram á að fá mannsæmandi laun sem háskólamenntaðir kennarar, sérfræðingar í sínu fagi, og með sama hætti og aðrir kennarar hafa samið um. Fyrir hönd KÍ krefst ég þess að forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hlutist þegar í stað um að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarskólakennara á svipuðum nótum og samið hefur verið við aðrar stéttir kennara sem starfa hjá sveitarfélögunum og eru félagsmenn KÍ. Samninganefnd sveitarfélaga hefur blandað inn í deiluna öðrum málum en launakjörum og má þar nefna lengd skólaársins. Kennsla er ábyrgðarmikið starf og henni fylgir töluvert álag. Hugmyndir sveitarfélaganna um að ná fram enn meiri sveigjanleika í lengd skólaársins og styttingu kennslustunda veldur ómældu viðbótarálagi sem ég tel óásættanlegt. Krafan er í raun að kennarar vinni langt umfram 40 stunda vinnuviku á starfstíma skóla, sem er með öllu óásættanlegt. Ég skora á samninganefnd sveitarfélaganna að leggja þessa umræðu til hliðar og vinna þess í stað að því að bæta kjör tónlistarskólakennara sem hafa dregist verulega aftur úr launum sambærilegra hópa frá því eftir hrun. Þetta þarf að lagfæra og það strax. Annað er atlaga að tónlistarmenntun í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verkfall Félags tónlistarskólakennara hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. Verkfallið hefur að sumu leyti fallið í skuggann af verkfalli lækna þegar fjölmiðlar eru annars vegar og þar með samfélagið. Verkfall tónlistarskólakennara er staðreynd og alvarlegt mál. Það er alvarlegt í þeim skilningi að Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að mínu mati ekki gert neina alvörutilraun til að finna lausn á deilunni. Félag tónlistarskólakennara er eitt sjö aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og það er ofur eðlilegt að tónlistarskólakennarar miði sig við aðra kennara sambandsins, sem og aðra sérfræðinga í samfélaginu, í sinni kjarabaráttu. Tónlistarskólakennarar krefjast þess að fá sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu, á borð við vinnu leik- og grunnskólakennara sem þegar hafa samið við sveitarfélögin. Tónlistarskólakennarar fara ekki fram á ofurlaun; þeir fara fram á að fá mannsæmandi laun sem háskólamenntaðir kennarar, sérfræðingar í sínu fagi, og með sama hætti og aðrir kennarar hafa samið um. Fyrir hönd KÍ krefst ég þess að forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hlutist þegar í stað um að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarskólakennara á svipuðum nótum og samið hefur verið við aðrar stéttir kennara sem starfa hjá sveitarfélögunum og eru félagsmenn KÍ. Samninganefnd sveitarfélaga hefur blandað inn í deiluna öðrum málum en launakjörum og má þar nefna lengd skólaársins. Kennsla er ábyrgðarmikið starf og henni fylgir töluvert álag. Hugmyndir sveitarfélaganna um að ná fram enn meiri sveigjanleika í lengd skólaársins og styttingu kennslustunda veldur ómældu viðbótarálagi sem ég tel óásættanlegt. Krafan er í raun að kennarar vinni langt umfram 40 stunda vinnuviku á starfstíma skóla, sem er með öllu óásættanlegt. Ég skora á samninganefnd sveitarfélaganna að leggja þessa umræðu til hliðar og vinna þess í stað að því að bæta kjör tónlistarskólakennara sem hafa dregist verulega aftur úr launum sambærilegra hópa frá því eftir hrun. Þetta þarf að lagfæra og það strax. Annað er atlaga að tónlistarmenntun í landinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun