"Í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum…“ Sigursveinn Magnússon skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Ýmislegt virðist þessa dagana benda til að þjóðfélag okkar sé að ná sér eftir skellinn fyrir sex árum þegar guðs blessun var til kölluð að bjarga okkur í brimróti braskaranna. Nú hefur orðið breyting. Tekjur streyma úr ýmsum áttum, ferðamenn flykkjast að, aflabrögð góð, fyrirtæki skila hagnaði og lánshæfismat hækkar. Hvar sér þessarar hagsældar stað í lífi venjulegs fólks? Stöldrum við og skoðum þessa mynd betur. Hver stéttin af annarri er rekin út í það óyndi að leggja niður vinnu til að berjast fyrir sanngjörnum launum, nú síðast læknar og tónlistarkennarar. „Hér ríkir eineltisástand í garð kennara,“ sagði kunningi minn sem ég hitti á götu um daginn. „Það er liður í vinsældakeppni stjórnmálamanna að níðast á þessari stétt og höfða þannig til rótgróinnar andúðar í þjóðarsálinni.“ „Taktu bara eftir,“ hélt hann áfram, „þú heyrir talað í neikvæðum tóni um kennara og það er hending ef nokkur viðstaddur tekur málstað þeirra og sjáðu, við horfum þögul á er kjarabarátta kennara er brotin niður æ ofan í æ.“Batnandi hagur fyrir fáa? Við felldum niður talið, en orðin hafa sótt á mig. Er eitthvað til í þessu? Af hverju gengur svo hægt að bæta kjör þessarar stéttar? Hvers vegna eru vandasöm störf þeirra ekki hærra metin? Þó eigum við og börnin okkar svo mikið undir því að kennarar geti notið sín í starfi og séð sér og sínum farborða. Getur verið að batnandi hagur sé hugsaður fyrir fáa? Er hugsanlegt að við þorum ekki að viðurkenna hvað það kostar að reka þjóðfélag með skólum og heilbrigðisþjónustu og öðru því sem við tengjum við siðmenningu? „Drengurinn minn skilur ekkert í því að fá ekki að halda áfram í spilatímunum, hvernig á ég að útskýra það?“ sagði móðir í morgun. Foreldrar hafa áhyggjur, því þó flest sé óbreytt, eru dagarnir tómlegri og litlausari. Framvinda námsins rofin. Ísland vill vera þjóð meðal þjóða og þegar ráðamenn hitta kollega sína í útlöndum brosa þeir og fara á kostum. En þegar heim kemur blasir veruleikinn við. Undirrituðum dettur í hug Jón Helgason sem ekki gat orða bundist er honum þótti yfirlætið keyra úr hófi og orti:Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllumsig hópaði þjóðanna safn,þangað fór og af Íslandi flokkur af keppendum snjöllumog fékk á sig töluvert nafn:í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllumvar enginn í heimi þeim jafn. Tökum brýningu skáldsins, nýtum vaxandi hagsæld til að bæta kjör vinnandi fólks, með því sköpum við hér heilbrigt, litríkt, hljómfagurt og réttlátt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ýmislegt virðist þessa dagana benda til að þjóðfélag okkar sé að ná sér eftir skellinn fyrir sex árum þegar guðs blessun var til kölluð að bjarga okkur í brimróti braskaranna. Nú hefur orðið breyting. Tekjur streyma úr ýmsum áttum, ferðamenn flykkjast að, aflabrögð góð, fyrirtæki skila hagnaði og lánshæfismat hækkar. Hvar sér þessarar hagsældar stað í lífi venjulegs fólks? Stöldrum við og skoðum þessa mynd betur. Hver stéttin af annarri er rekin út í það óyndi að leggja niður vinnu til að berjast fyrir sanngjörnum launum, nú síðast læknar og tónlistarkennarar. „Hér ríkir eineltisástand í garð kennara,“ sagði kunningi minn sem ég hitti á götu um daginn. „Það er liður í vinsældakeppni stjórnmálamanna að níðast á þessari stétt og höfða þannig til rótgróinnar andúðar í þjóðarsálinni.“ „Taktu bara eftir,“ hélt hann áfram, „þú heyrir talað í neikvæðum tóni um kennara og það er hending ef nokkur viðstaddur tekur málstað þeirra og sjáðu, við horfum þögul á er kjarabarátta kennara er brotin niður æ ofan í æ.“Batnandi hagur fyrir fáa? Við felldum niður talið, en orðin hafa sótt á mig. Er eitthvað til í þessu? Af hverju gengur svo hægt að bæta kjör þessarar stéttar? Hvers vegna eru vandasöm störf þeirra ekki hærra metin? Þó eigum við og börnin okkar svo mikið undir því að kennarar geti notið sín í starfi og séð sér og sínum farborða. Getur verið að batnandi hagur sé hugsaður fyrir fáa? Er hugsanlegt að við þorum ekki að viðurkenna hvað það kostar að reka þjóðfélag með skólum og heilbrigðisþjónustu og öðru því sem við tengjum við siðmenningu? „Drengurinn minn skilur ekkert í því að fá ekki að halda áfram í spilatímunum, hvernig á ég að útskýra það?“ sagði móðir í morgun. Foreldrar hafa áhyggjur, því þó flest sé óbreytt, eru dagarnir tómlegri og litlausari. Framvinda námsins rofin. Ísland vill vera þjóð meðal þjóða og þegar ráðamenn hitta kollega sína í útlöndum brosa þeir og fara á kostum. En þegar heim kemur blasir veruleikinn við. Undirrituðum dettur í hug Jón Helgason sem ekki gat orða bundist er honum þótti yfirlætið keyra úr hófi og orti:Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllumsig hópaði þjóðanna safn,þangað fór og af Íslandi flokkur af keppendum snjöllumog fékk á sig töluvert nafn:í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllumvar enginn í heimi þeim jafn. Tökum brýningu skáldsins, nýtum vaxandi hagsæld til að bæta kjör vinnandi fólks, með því sköpum við hér heilbrigt, litríkt, hljómfagurt og réttlátt samfélag.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar