Viðskipti innlent

Hagnaður 5,1 milljarður króna

Haraldur Guðmundsson skrifar
Steinþór Pálsson segir rekstur Landsbankans hafa gengið vel fyrstu níu mánuði ársins.
Steinþór Pálsson segir rekstur Landsbankans hafa gengið vel fyrstu níu mánuði ársins. Fréttablaðið/Daníel
Landsbankinn hagnaðist um 5,1 milljarð króna á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið var rekið með 6,7 milljarða hagnaði á sama tíma í fyrra og er samdrátturinn milli ára því 24 prósent.

Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins var því jákvæð um 20 milljarða króna miðað við 22 milljarða hagnað á sama tímabili 2013.

Í uppgjörstilkynningu bankans segir að lækkunin skýrist aðallega af hærri sköttum, sem hækki um tvo milljarða króna milli ára. Bankinn hafi greitt 8,7 milljarða í tekjuskatt og sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki á fyrstu níu mánuðum ársins. „Lækkun á vaxtamun og á verðbréfamörkuðum hefur áhrif til lækkunar á tekjum en á móti kemur virðisaukning útlána, meðal annars vegna hratt lækkandi vanskila.

Bæði inn- og útlán hafa vaxið töluvert sem er til marks um vaxandi umsvif í hagkerfinu,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×