Alveg ferlegt bara… Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Í þessum skrifuðu orðum sit ég á fundi hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra (Dövas Nordiska Råd) og er alveg miður mín þar sem ég var að tilkynna fullrúum hinna Norðurlandaþjóðanna að túlkun í atvinnulífi, daglegu lífi og fjarsímatúlkun væri alveg í krassi á Íslandi eina ferðina enn. Hinir fulltrúarnir göptu af undrun þegar þau fengu svör við hve miklu væri varið í þessa túlkun, þetta er langt, langt, langt undir því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þetta hefur áhrif á mun miklu stærra samfélag en eingöngu þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál. Á fundinum ræddum við um sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun, um tungumálasamninginn, um samning vegna félagslegrar aðstoðar og fleiri mál. Mikið þótti mér leiðinlegt að vera Íslendingur þá, fulltrúi fyrir hönd Íslands á þessum fundi þar sem við erum langt á eftir í þessum málum. Ég hef séð hvað þetta hefur áhrif á marga félagsmenn Félags heyrnarlausra, marga sem eru tengdir þessum félagsmönnum, börn sem þurfa að sitja hjá og sjá foreldra sína vera utangátta, aldraða foreldra sem geta ekki átt samskipti við heyrnarlausu börnin sín, heyrnarlausa foreldra sem ná ekki að sinna skyldum sínum sem bekkjarfulltrúi eða umsjónarmaður í íþróttastarfi barnanna sinna og margt fleira. Ekki er rétt að vísa málinu á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, óréttlætanlegt er að ætlast til þess að forgangsraða eigi túlkunum með þessa pínulitlu fjárhæð sem veitt er í túlkun í daglegu lífi. Ekki er heldur rétt að vísa málinu til einhverrar nefndar, síðasta nefndin sem hefur verið starfandi er nefnd sem hefur unnið í rúmlega 4 ár. Enn hefur ekkert verið gert þrátt fyrir að tæplega 10 nefndir hafi verið starfandi síðan 1988. Nú segjum við stopp. Leyfið okkur að vera virkir þjóðfélagsþegnar, foreldrar, börn, húseigendur, fjölskyldumeðlimir, vinnufélagar, ættingjar og fleira og fleira. Ég vil geta mætt á næsta fund hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra sem stoltur Íslendingur sem er ekki mörgum tugum ára á eftir öðrum Norðurlandabúum í túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í þessum skrifuðu orðum sit ég á fundi hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra (Dövas Nordiska Råd) og er alveg miður mín þar sem ég var að tilkynna fullrúum hinna Norðurlandaþjóðanna að túlkun í atvinnulífi, daglegu lífi og fjarsímatúlkun væri alveg í krassi á Íslandi eina ferðina enn. Hinir fulltrúarnir göptu af undrun þegar þau fengu svör við hve miklu væri varið í þessa túlkun, þetta er langt, langt, langt undir því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þetta hefur áhrif á mun miklu stærra samfélag en eingöngu þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál. Á fundinum ræddum við um sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun, um tungumálasamninginn, um samning vegna félagslegrar aðstoðar og fleiri mál. Mikið þótti mér leiðinlegt að vera Íslendingur þá, fulltrúi fyrir hönd Íslands á þessum fundi þar sem við erum langt á eftir í þessum málum. Ég hef séð hvað þetta hefur áhrif á marga félagsmenn Félags heyrnarlausra, marga sem eru tengdir þessum félagsmönnum, börn sem þurfa að sitja hjá og sjá foreldra sína vera utangátta, aldraða foreldra sem geta ekki átt samskipti við heyrnarlausu börnin sín, heyrnarlausa foreldra sem ná ekki að sinna skyldum sínum sem bekkjarfulltrúi eða umsjónarmaður í íþróttastarfi barnanna sinna og margt fleira. Ekki er rétt að vísa málinu á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, óréttlætanlegt er að ætlast til þess að forgangsraða eigi túlkunum með þessa pínulitlu fjárhæð sem veitt er í túlkun í daglegu lífi. Ekki er heldur rétt að vísa málinu til einhverrar nefndar, síðasta nefndin sem hefur verið starfandi er nefnd sem hefur unnið í rúmlega 4 ár. Enn hefur ekkert verið gert þrátt fyrir að tæplega 10 nefndir hafi verið starfandi síðan 1988. Nú segjum við stopp. Leyfið okkur að vera virkir þjóðfélagsþegnar, foreldrar, börn, húseigendur, fjölskyldumeðlimir, vinnufélagar, ættingjar og fleira og fleira. Ég vil geta mætt á næsta fund hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra sem stoltur Íslendingur sem er ekki mörgum tugum ára á eftir öðrum Norðurlandabúum í túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausra.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun