Hagnaður álveranna þriggja dróst saman um 90 prósent Haraldur Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Íslensku álverin högnuðust um samtals 6,48 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 798 milljóna króna, á síðasta ári. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna dróst þá saman um 90 prósent frá árinu 2012 þegar afkoman var jákvæð um 64,5 milljónir dala. Hagnaður Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam 10,7 milljónum dala, samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið skilaði til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í síðustu viku. Rekstur álversins, sem er í eigu bandaríska álrisans Alcoa, skilaði hins vegar 33,3 milljóna dala hagnaði árið 2012. Sölutekjur fyrirtækisins minnkuðu um 8,6 milljónir dala árið 2013 miðað við árið á undan. Rekstrarkostnaður jókst að auki um rúmar þrjár milljónir dala.Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir afkomu fyrirtækisins háða markaðsverði á áli og bendir á þá staðreynd að álverð lækkaði talsvert á árunum 2012 og 2013. „Álverð hefur nú hækkað og það hefur áhrif á tekjur félagsins. Vonir okkar standa til þess að þessi hækkun á markaðsverði á áli sé komin til að vera og það eru aðrar markaðsforsendur eins og lækkun á álbirgðum í heiminum sem styðja við þetta,“ segir Magnús. Hann vill ekki svara því hvort fyrirtækið geri ráð fyrir að afkoman batni á þessu ári og segir fyrirtækið almennt ekki tjá sig um niðurstöður ársreikninga. Rekstur Norðuráls á Grundartanga skilaði 27,6 milljóna dala hagnaði árið 2013, jafnvirði 3,4 milljarða króna, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Árið 2012 var álverið rekið með jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. Einnig hefur komið fram að álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík var rekið með 31,8 milljóna dala, um 3,9 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Tap félagsins fyrir skatta nam 41,3 milljónum dala. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda (Samáls), segir jákvæðar horfur í áliðnaði en tekur fram að hann geti ekki spáð um afkomu einstakra fyrirtækja. „Það blasir við að afkoman í heild ræðst af álverði og það sveiflast og ef við lítum til ársins 2012 var meðalálverð hjá LME (London Metal Exchange) 2.018 dollarar á tonn og það fór síðan niður í 1.845 dollara árið 2013 og það hefur auðvitað áhrif,“ segir Pétur. „Ef við horfum á meðalverð þessa árs þá er það 1.847 dollarar. Það ræðst af því að verðið sveiflaðist niður í upphafi ársins en það hefur styrkst mjög á seinni hluta ársins og er núna í 2.050 dollurum. Maður leyfir sér því að vona að það sé bjart fram undan í þeim efnum enda skín það í gegn í fréttum viðskiptablaða og greiningardeilda að það er mikil umframeftirspurn í Evrópu og Bandaríkjunum og það dregur úr birgðum.“ Tengdar fréttir Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Íslensku álverin högnuðust um samtals 6,48 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 798 milljóna króna, á síðasta ári. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna dróst þá saman um 90 prósent frá árinu 2012 þegar afkoman var jákvæð um 64,5 milljónir dala. Hagnaður Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam 10,7 milljónum dala, samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið skilaði til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í síðustu viku. Rekstur álversins, sem er í eigu bandaríska álrisans Alcoa, skilaði hins vegar 33,3 milljóna dala hagnaði árið 2012. Sölutekjur fyrirtækisins minnkuðu um 8,6 milljónir dala árið 2013 miðað við árið á undan. Rekstrarkostnaður jókst að auki um rúmar þrjár milljónir dala.Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir afkomu fyrirtækisins háða markaðsverði á áli og bendir á þá staðreynd að álverð lækkaði talsvert á árunum 2012 og 2013. „Álverð hefur nú hækkað og það hefur áhrif á tekjur félagsins. Vonir okkar standa til þess að þessi hækkun á markaðsverði á áli sé komin til að vera og það eru aðrar markaðsforsendur eins og lækkun á álbirgðum í heiminum sem styðja við þetta,“ segir Magnús. Hann vill ekki svara því hvort fyrirtækið geri ráð fyrir að afkoman batni á þessu ári og segir fyrirtækið almennt ekki tjá sig um niðurstöður ársreikninga. Rekstur Norðuráls á Grundartanga skilaði 27,6 milljóna dala hagnaði árið 2013, jafnvirði 3,4 milljarða króna, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Árið 2012 var álverið rekið með jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. Einnig hefur komið fram að álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík var rekið með 31,8 milljóna dala, um 3,9 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Tap félagsins fyrir skatta nam 41,3 milljónum dala. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda (Samáls), segir jákvæðar horfur í áliðnaði en tekur fram að hann geti ekki spáð um afkomu einstakra fyrirtækja. „Það blasir við að afkoman í heild ræðst af álverði og það sveiflast og ef við lítum til ársins 2012 var meðalálverð hjá LME (London Metal Exchange) 2.018 dollarar á tonn og það fór síðan niður í 1.845 dollara árið 2013 og það hefur auðvitað áhrif,“ segir Pétur. „Ef við horfum á meðalverð þessa árs þá er það 1.847 dollarar. Það ræðst af því að verðið sveiflaðist niður í upphafi ársins en það hefur styrkst mjög á seinni hluta ársins og er núna í 2.050 dollurum. Maður leyfir sér því að vona að það sé bjart fram undan í þeim efnum enda skín það í gegn í fréttum viðskiptablaða og greiningardeilda að það er mikil umframeftirspurn í Evrópu og Bandaríkjunum og það dregur úr birgðum.“
Tengdar fréttir Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Hagnaður álversins á Grundartanga um 3,2 milljarðar Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. 27. ágúst 2014 07:00